Færslur: gíslataka

Ráðgerðu að taka heilbrigðisráðherra í gíslingu
Fjögur eru í haldi þýsku lögreglunnar, grunuð um að hafa ráðlagt að taka heilbrigðisráðherra landsins í gíslingu. Talið er þau hafi skipulagt mannránið sem mótmæli við sóttvarnaraðgerðum í kórónuveirufaraldrinum.
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Gíslatökumaðurinn í Amsterdam látinn af sárum sínum
Gíslatökumaður sem var í haldi lögreglu í Amsterdam höfuðborg Hollands lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Maðurinn sem var 27 ára hélt fólki í gíslingu klukkustundum saman í Apple-verslun í miðborginni en lögreglubifreið keyrði hann niður þegar hann lagði á flótta úr búðinni.
24.02.2022 - 01:56
Breskir unglingar í haldi vegna gíslatökumáls
Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar í Manchester handtók tvo unglinga í dag í tengslum við rannsókn á gíslatökumáli í Texas. Viðamikil rannsókn stendur nú yfir á málinu sem teygir anga sína víða um heim.
17.01.2022 - 02:34
Víðtæk rannsókn á gíslatökumálinu í Texas framundan
Sá sem hafði fjóra í gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas hét Malik Faisal Akram og var breskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Bandaríska alríkislögreglan greindi frá nafni mannsins í dag en hann féll eftir umsátur lögreglu um bænahúsið.
16.01.2022 - 23:26
Gíslatökumaður féll þegar gíslar hans voru frelsaðir
Alllir eru lausir heilir á húfi úr haldi gíslatökumanns í bænahúsi gyðinga í borginni Colleyville, skammt norðaustur af Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum. Sá grunaði er fallinn í valinn.
16.01.2022 - 04:46
Einn gíslanna í Texas laus úr prísundinni
Einum hefur verið sleppt úr haldi gíslatökumanns í bænahúsi gyðinga í borginni Colleyville, skammt norðaustur af Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum.
16.01.2022 - 01:14