Færslur: Gínea

Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Viðhalda refsiaðgerðum gegn Malí
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja tilkynnti í dag að ekki yrði látið af hörðum refsiaðgerðum gegn Malí. Ástæðan eru þær tafir sem orðið hafa á að koma á borgaralegri stjórn í landinu. Herforingjastjórnir í Gíneu og Búrkína Fasó fengu einnig viðvaranir.
26.03.2022 - 01:20
Leiðtogafundur um valdarán í Vestur-Afríku
Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja koma saman til neyðarfundar í Accra, höfuðborg Gana í dag, til að ræða valdarán og valdaránstilraunir í þessum heimshluta að undanförnu. Fimmtán ríki eiga aðild að Viðskiptabandalagi Vestur-Afríkuríkja. Valdarán hafa verið framin í þremur þeirra á síðustu átján mánuðum og valdaránstilraun í einu til viðbótar.
03.02.2022 - 07:11
Bandaríkin slíta viðskiptasamningi við þrjú Afríkuríki
Þrjú Afríkuríki njóta ekki lengur kosta tolla- og viðskiptasamnings við Bandaríkin vegna mannréttinda- og stjórnarskrárbrota. Bandarísk yfirvöld bjóðast til að aðstoða ríkin við að uppfylla skilyrði samningsins að nýju.
Gíneu vísað úr efnahagsbandalagi
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja, ECOWAS, vísaði Gíneu úr bandalaginu í gær vegna valdaráns hersins um helgina. Alpha Barry, utanríkisráðherra Búrkína Fasó, sagði í yfirlýsingu að eftir samtal hinna fimmtán ríkjanna í bandalaginu hafi þetta orðið niðurstaðan.
09.09.2021 - 02:13
Herinn lýsir yfir valdaráni í Gíneu
Herinn í Gíneu tók forseta landsins höndum í dag og lýsti yfir valdaráni. Einkennisklæddur hershöfðingi lýsti því yfir í myndbandi, sem sent var fjölmiðlum, að búið væri að loka landamærum og koma ríkisstjórninni frá völdum.
05.09.2021 - 17:25
Marburgarvírus greindist í Vestur-Afríku í fyrsta sinn
Bráðdrepandi og afar smitandi veirusjúkdómur, svokallaður Marburgarvírus, greindist í Gíneu í vikunni. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi staðfestu að maður hefði látist þar úr skæðri hitasóttinni sem hann veldur, samkvæmt tilkynningu frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni.
10.08.2021 - 04:28
Bóluefni við ebólu á leið til Gíneu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar að senda 11 þúsund skammta af bóluefni gegn ebólu til Gíneu. Bóluefnin eru væntanleg til Conakry, höfuðborgar landsins, á sunnudag.
18.02.2021 - 18:20
Fimmta dauðsfallið vegna ebólu í Gíneu
Yfirvöld í Gíneu vinna nú hörðum höndum að því að koma í veg fyrir útbreiðslu ebólu í landinu. Heilbrigðisyfirvöld greindu í gær frá fimmta andlátinu af völdum sjúkdómsins síðan á laugardag. 
16.02.2021 - 03:29
Fjórir látnir af völdum ebóla í Gíneu
Fjórir eru látnir af völdum ebóla-veirunnar í Gíneu að sögn Remy Lamah, heilbrigðisráðherra landsins. Dauðsföllin urðu í héraðinu Nzerekore, í suðausturhluta landsins. Að sögn landlæknisins Sakoba Keita var einn hinna látnu hjúkrunarfræðingur sem lést síðla í janúar.
14.02.2021 - 04:47
Opnuðu moskur í trássi við sóttvarnareglur
Moskur í Gíneu voru opnaðar í óleyfi af mótmælendum útgöngubanns þar í landi í gær. Moskurnar höfðu verið lokaðar síðan í lok mars til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. 
14.05.2020 - 06:33
Erlent · Afríka · Gínea · COVID-19
Gagnrýndur fyrir að sökkva eigin apaþjóðgarði
Alþjóðabankinn sætir nú gagnrýni fyrir að fjármagna virkjanaframkvæmdir í Gíneu sem gætu sökkt hluta af einu helsta verndarsvæði simpansa í heiminum og drepið upp undir 1.500 þeirra. Bankinn átti sjálfur þátt í að koma verndarsvæðinu á laggirnar fyrir innan við ári.
03.08.2018 - 12:43
Erlent · Afríka · Náttúra · Gínea · Dýralíf