Færslur: Gíbraltar

Skip hlaðið stáli strandaði við Gíbraltarhöfða
Flutningaskip hlaðið stáli og með nokkur hundruð tonn af olíu innanborðs strandaði við austurströnd Gíbraltarhöfða. Tvö flutningaskip rákust saman á Gíbraltarsundi með þessum afleiðingum.
30.08.2022 - 03:43
Sturgeon segir Skotland senn snúa aftur í sambandið
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og formaður Skoska þjóðarflokksins segir að stutt sé í að Skotland snúi aftur í Evrópusambandið.
Ákveða að fella Gíbraltar inn í Schengen-svæðið
Gíbraltar verður hluti af Schengen-svæðinu og þar af leiðandi ytri landamærum Evrópusambandsins. Þetta segir Arancha Gonzalez Laya, utanríkisráðherra Spánar. Þannig verður hægt að tryggja opin landamæri Gíbraltar við Spán.
31.12.2020 - 16:56
Sýndi ekki lífsmörk fyrr en hann sá bátinn
Þrír Íslendingar sem eru á siglingu úr Miðjarðarhafi til Íslands björguðu manni úr hafinu þegar þeir sigldu um Gíbraltarsund. Þeir voru um fjórar sjómílur suður af Tarífa á Spáni þegar þeir komu auga á rekald í sjónum. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var maður í björgunarvesti.
29.08.2019 - 21:12
Grace 1 farið frá Gíbraltar
Íranska olíuflutningaskipið Grace 1 sigldi frá Gíbraltar í gærkvöld eftir að Gíbraltar hafnaði kröfu Bandaríkjanna um haldlagningu á því. Samkvæmt vefsíðunni Marine Traffic, þar sem hægt er að fylgjast með skipaumferð um allan heim, siglir skipið til austurs fá Gíbraltar. Bresk yfirvöld hafa ekki staðfest að skipið sé lagt úr höfn.
19.08.2019 - 01:12
Sakar Bandaríkin um misheppnað „sjórán“
Utanríkisráðherra Írans segir tilraunir Bandaríkjamanna um að framlengja kyrrsetningu íransks olíuflutningaskips á Gíbraltar misheppnað „sjórán“. Þetta sé dæmi um hve lítið Donald Trump Bandaríkjaforseti virði lög og reglur.
15.08.2019 - 15:40
Íranska skipið fær að sigla úr höfn
Hæstiréttur Gíbraltar hefur hafnað beiðni Bandaríkjamanna um að kyrrsetja áfram íranskt olíuflutningaskip sem breskir landgönguliðar hertóku í júlí. Það siglir því úr höfn innan skamms.
15.08.2019 - 14:54
Bandaríkin krefjast kyrrsetningar olíuskips
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent ríkissaksóknara Gíbraltar beiðni um að íranskt olíuflutningaskip, sem hertekið var af breska sjóhernum, verði áfram kyrrsett. Til stóð að aflétta kyrrsetningunni síðar í dag.
15.08.2019 - 09:48
Grace fær að sigla sinn sjó, með skilyrðum þó
Íranska olíuflutningaskipið Grace 1, sem breski flotinn kyrrsetti í Gíbraltarsundi á dögunum, fær að halda för sinni áfram svo fremi sem stjórnvöld í Teheran ábyrgist að olíufarmurinn sé ekki á leið til Sýrlands. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Sagðist hann hafa átt „uppbyggilegt samtal" við starfsbróður sinn í Íran, Mohammad Javad Zarif, sem hefði fullvissað hann um að Íranar „vildu ekki auka á spennuna" milli ríkjanna tveggja.
14.07.2019 - 02:11
Yfirmenn íranska olíuskipsins lausir úr haldi
Fjórir yfirmenn íranska olíuskipsins Grace 1, sem kyrrsett var á Gíbraltarsundi á dögunum, hafa verið leystir úr haldi gegn tryggingu og án ákæru. Lögregla á Gíbraltar upplýsir þetta. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður skipsins voru handteknir á fimmtudag og í gær voru tveir menn sem gegna stöðu annars stýrimanns líka handteknir. Mennirnir eru grunaðir um brot gegn viðskiptabanni Evrópusambandsins með þvi að ætla sér að flytja olíu til Sýrlands.
13.07.2019 - 04:55