Færslur: Ghislaine Maxwell

Refsing Ghislaine Maxell ákveðin í júní
Dómari ákveður refsingu Ghislaine Maxwell 28. júní næstkomandi en hún var sakfelld skömmu fyrir áramót fyrir mansal og að hafa tælt stúlkur undir lögaldri til fylgilags við Jeffrey Epstein.
Ákærur gegn fangavörðum Epsteins felldar niður
Saksóknarar hafa ákveðið að láta frekari málsókn falla niður á hendur tveimur fangavörðum sem voru á vakt þegar auðmaðurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein dó í klefa sínum í New York árið 2019.
Sáttagerð Epsteins og Guiffre opinberuð í næstu viku
Sáttagerð frá árinu 2009 milli bandaríska fjármálamannsins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein og Virginiu Giuffre verður gerð opinber á næstu dögum. Guiffre hefur sakað Andrés hertoga af Jórvík um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir tuttugu árum.
Ghislaine Maxwell sakfelld í fimm ákæruliðum
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein, var í kvöld fundin sek um mansal og að hafa aðstoðað kærasta sinn Jeffrey Epstein við glæpi hans.
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Maxwell neitaði að bera vitni fyrir dómi
Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í brotunum neitaði að bera vitni fyrir rétti í New York í dag.
Eitt vitna segir Epstein hafa kynnt hana fyrir Trump
Ein þeirra fjögurra kvenna sem bera vitni í máli ákæruvaldsins gegn Ghislaine Maxwell í New York segir Jeffrey Epstein hafa flutt hana á fund Donalds Trump þegar hún var fjórtán ára að aldri. Ekkert bendir til þess að Trump hafi brotið gegn stúlkunni.
Flutti nafngreind frægðarmenni á fund Epsteins
Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.
Prinsinn krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli
Breski prinsinn Andrés hertogi af Jórvík krefst þess að dómstóll í New York í Bandaríkjunum vísi einkamáli Virginiu Giuffre á hendur honum frá. Hún sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir 20 árum.
Myndskeið
Óskar Maxwell alls góðs
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi unnustu barnaníðingsins Jeffrey Epsein, alls góðs.
Prinsinn sagður hafa boðið Maxwell og Spacey í höllina
Ljósmynd sem sýnir Ghislaine Maxwell fyrrverandi kærustu bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein og bandaríska leikarann Kevin Spacey í svokölluðum krýningarsal í Buckingham-höll þykir sanna enn fremur náið samband Andrésar Bretaprins við Epstein og aðila honum tengda.