Færslur: Geysir

Skjálftavirkni við Geysi
Skjálftahrina hefur staðið yfir í nótt og í morgun á Haukadalsheiði við norðaustanvert Sandfell, á svonefndu Vesturgosbelti.
24.05.2022 - 10:20
Ríkið þarf ekki að borga verðbætur af Geysissvæði
Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið af ríflega 90 milljóna króna kröfu fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu í Haukadal. Landeigendurnir, sem seldu ríkinu landið árið 2016, kröfðust þess að ríkið greiddi verðbætur af ákvörðuðu kaupverði.
20.11.2021 - 10:10
Starfsmenn Geysisbúða fengu hluta launa greiddan
Öllum starfsmönnum Geysis-fataverslanana hefur verið sagt upp störfum og búðunum lokað. Starfsfólk fékk einungis hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. 
02.02.2021 - 18:59
Öllum Geysis-búðunum lokað og starfsfólki sagt upp
Öllum starfsmönnum Geysis-verslanana hefur verið sagt upp störfum og búðunum lokað. Verslanirnar eru í eigu félagsins Artic Shopping og eru sex talsins - þrjár á Skólavörðustíg, ein í Kringlunni, ein á Akureyri og ein í Haukadal.
02.02.2021 - 11:10
Fáninn á of stuttri stöng við friðlýsingu Geysis
Athöfn um friðlýsingu Geysissvæðisins fór fram í gær þegar umhverfisráðherra skrifaði formlega undir friðlýsinguna. Íslenska þjóðfánanum var stillt upp á stöng við tilefnið. Svo virðist sem ekki hafi verið farið að fánareglum við athöfnina. Þjóðfáninn var á of stuttri stöng miðað við stærð fánans. 
Fátt meira viðeigandi á 17. júní en að friða Geysi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Með undirrituninni er Geysir, innan marka jarðarinnar Laugar, friðlýstur sem náttúruvætti. Ráðherra sagði að fátt væri meira viðeigandi á sjálfan þjóðhátíðardaginn en að friðlýsa Geysi og Geysissvæðið.
Hálkuslys á Gullna hringnum
Erlendir ferðamenn hafa verið heldur óheppnir á Gullna hringnum síðustu daga. Þrír ferðamenn hafa verið fluttir með á Bráðamóttöku Landspítalans Háskólasjúkrahúss með sjúkrabíl eftir að hafa dottið í hálku og slasast.
08.02.2016 - 14:59