Færslur: Gettu betur

Versló komst í undanúrslit Gettu betur
Lið Verzlunarskóla Íslands lagði lið Menntaskólans á Ísafirði að velli í lokaviðureign átta liða úrslitanna í Gettu betur í kvöld. Lið Verzlunarskólans vann sér inn 32 stig gegn 25 stigum Ísfirðinga.
Úrslit viðureignar MR og Kvennó standa
Stýrihópur Gettu betur hefur fundað um atvik sem upp kom í viðureign MR og Kvennó í Gettu betur á föstudagskvöld. Eftirfarandi er tilkynning frá stýrihópnum:
15.02.2020 - 16:19
MR vann Kvennó með einu stigi
Menntaskólinn í Reykjavík vann Kvennaskólann 25-24 í viðureign kvöldsins í 8-liðum úrslitum Gettu betur í kvöld.
14.02.2020 - 21:35
Fimm áfram í Gettu betur - Sögulegt hjá Tækniskólanum
Fimm viðureignir fóru fram í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld og nú eru sjö skólar komnir áfram í átta liða úrslit.
16.01.2020 - 22:12
Ljóst hverjir mætast í 16-liða úrslitum Gettu betur
Síðustu fjórir skólarnir tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þegar þriðja og síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar var haldið.
08.01.2020 - 22:15
Síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar Gettu betur
Þriðja og síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar Gettu betur hefst klukkan 19:30 á ruvnull.is í kvöld. Að lokinni síðustu keppni verður dregið í aðra umferð sem fer fram 14. og 16. janúar.
08.01.2020 - 19:10
Dregið í fyrstu umferð Gettu betur 2020
Dregið hefur verið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en keppni hefst þann 6. janúar.
12.12.2019 - 17:14
Miðborgarslagur í Gettu betur
Úrslitaviðureign Gettu betur fer fram á föstudagskvöld í Austurbæ en þá eigast við lið MR og Kvennó sem samanlagt eiga að baki 23 sigra í keppninni. Eins og fyrri árin hefur mikið gengið á í aðdraganda úrslitanna en Kvennó á að baki sigra gegn liðum FAS, MB, Borgó og FSu, en MR lagði á leið sinni í úrslitin lið Tækniskólans, Flensborgar, MH og MA
Kvennó mætir MR í úrslitum
Lið Kvennaskólans í Reykjavík hafði betur gegn liði Fjölbrautaskóla Suðurlands í seinni undanúrslitum og mætir Menntaskólanum í Reykjavík í úrslitum Gettu betur í ár.
08.03.2019 - 21:57
FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.
FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar. 
08.03.2019 - 09:23
MR í úrslit eftir nauman sigur á MA
Menntaskólinn í Reykjavík tryggði sér sæti í úrslitum Gettu betur eftir æsispennandi keppni gegn Menntaskólanum á Akureyri í fyrri viðureign undanúrslita sem háð var í Austurbæ í kvöld. Hörkustuð var í salnum og mikil stemning á meðal áhorfenda.
Undanúrslit að hefjast
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram á föstudagskvöld þegar fyrri undanúrslit fara fram en þá eigast við lið MA og MR. Keppnin sem er í beinni útsendingu á RÚV er að þessu sinni send út frá Austurbæ og hefst kl.19.45.
Borgó og Kvennó í kvöld
Í kvöld kemur í ljós hvaða fjórir skólar keppa í undanúrslitum Gettu betur. Síðasta viðureign átta liða úrslitanna er á milli Borgarholtsskóla og Kvennaskólans í Reykjavík. Áður hafa lið MR, MA og FSu tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.
22.02.2019 - 15:28
FG mætir FSu í kvöld
Þriðja og næstsíðasta viðureignin í áttaliða úrslitum Gettu betur er á milli Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Fjölbrautaskóla Suðurlands.
MA mætir Versló í átta liða úrslitum
Átta liða úrslit Gettu betur halda áfram á föstudagskvöld með viðureign MA og Versló. Í síðustu viku komst MR áfram í undanúrslit keppninnar með sigri á MH. MA hefur unnið keppnina 3svar sinnum en Versló einu sinni.
Gettu betur byrjar með látum
Það er óhætt að segja að þrítugustu og fjórðu sjónvarpsúrslitin í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur byrji með látum næsta föstudagskvöld þegar liðsmenn MH og MR munu skera úr um hvort liðið kemst í undanúrslit keppninnar. Það er sum sé að duga eða drepast í þessum borgarslag sem brýtur ísinn í ár.
Versló, MR, MH og Kvennó áfram í sjónvarp
Gettu betur á Rás 2 lauk í kvöld með þeim lyktum að Versló, MR, MH og Kvennó komust í sjónvarpsúrslitin sem hefjast 1.febrúar nk. en fyrir voru lið FSu, Borgó, FG og MA búin að tryggja sér þátttöku í úrslitum Gettu betur í ár.
FSu, Borgó, FG og MA komin áfram í sjónvarp
Sextán skólar komust áfram í annan hluta Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Í kvöld fór fram fyrra keppniskvöld seinni umferðar á Rás 2. Átta skólar kepptu um að komast í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst 1.febrúar nk.
16 lið komin áfram í aðra umferð
Fyrri umferð Gettu betur hélt áfram í kvöld þegar fjórar viðureignir fóru fram á síðasta keppniskvöldinu. Þar með bættust fjögur sigurlið við þau tíu sem áður höfðu tryggt sér sæti í annarri umferð keppninnar sem hefst í næstu viku.
Fyrri umferð heldur áfram á Rás 2
Fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 hélt áfram í kvöld þegar fimm viðureignir fóru þar fram. Áður höfðu fimm lið tryggt sig áfram í aðra umferð sem fer fram í næstu viku.
Gettu betur byrjað í útvarpinu
Fyrri umferð Gettu betur á Rás 2 hófst í kvöld þegar fimm viðureignir fóru fram.
Gettu betur hefur göngu sína á ný
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur hefst á Rás 2 mánudaginn 7.janúar. Kristjana Arnarsdóttir er nýr spyrill í keppninni og Ingileif Friðriksdóttir tekur sér sæti við hlið Vilhelms Antons Jónssonar sem nýr spurningahöfundur og dómari.
05.01.2019 - 18:44
Garðabær og miðborgin takast á í úrslitum 2018
Úrslitastundin er runnin upp í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur árið 2018, en það verða lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Kvennaskólans í Reykjavík sem leiða saman hesta sína á föstudagskvöld kl.20.05 í beinni útsendingu á RÚV.
22.03.2018 - 21:34
MA í undanúrslit ásamt MR, FG og Kvennó
Lið Menntaskólans á Akureyri er komið áfram í undanúrslit Gettu betur eftir sigur á liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 41 - 26 í síðustu viðureign 8 liða úrslita og keppir því ásamt Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Kvennaskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík í undanúrslitum sem fara fram í næstu viku. 
09.03.2018 - 22:00