Færslur: Gettu betur á Rúv núll

FÁ í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1996
Fjölbrautaskólinn við Ármúla vann Fjölbrautaskólann í Garðabæ með 28 stigum gegn 20 í Gettu betur í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem FÁ kemst í undanúrslit keppninnar.
07.02.2020 - 21:29
Fyrsta umferð Gettu fór vel af stað
Fyrsta umferð Gettu betur hefst í kvöld klukkan 19:30. Tíu skólar keppa í fyrstu umferð í kvöld en í ár eru 28 skólar skráðir til leiks.
06.01.2020 - 19:15
Miðborgarslagur í Gettu betur
Úrslitaviðureign Gettu betur fer fram á föstudagskvöld í Austurbæ en þá eigast við lið MR og Kvennó sem samanlagt eiga að baki 23 sigra í keppninni. Eins og fyrri árin hefur mikið gengið á í aðdraganda úrslitanna en Kvennó á að baki sigra gegn liðum FAS, MB, Borgó og FSu, en MR lagði á leið sinni í úrslitin lið Tækniskólans, Flensborgar, MH og MA
FSu og Kvennó í síðari viðureign undanúrslita
Seinni umferð undanúrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar lið Fjölbrautaskóla Suðurlands og Kvennaskólans í Reykjavík takast á  um hvort liðanna kemst áfram í úrslit keppninnar í ár. Í síðustu viku tryggði lið MR sér sæti í úrslitum með sigri á liði MA í fyrri undanúrslitum keppninnar.
FSu, Borgó, FG og MA komin áfram í sjónvarp
Sextán skólar komust áfram í annan hluta Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Í kvöld fór fram fyrra keppniskvöld seinni umferðar á Rás 2. Átta skólar kepptu um að komast í sjónvarpshluta keppninnar sem hefst 1.febrúar nk.