Færslur: Gettu betur 2020

Úrslit kvöldsins í Gettu betur
Fyrsta viðureignin í Gettu betur í átta liða úrslitum fór fram í kvöld. Það var viðureign Borgarholtsskóla og Tækniskólans. Keppnin var æsispennandi og var það í raun ekki fyrr en á síðustu spurningu að ljóst varð hvort liðið myndi halda áfram í fjögurra liða úrslit.
31.01.2020 - 20:57
Gettu betur
Yfirvaraskeggið er aðal fókusinn
Yfirvaraskegg Magnúsar Hrafns er liðsfélögum hans í Gettu betur liði Borgarholtsskóla ofarlega í huga. Liðið spreytti sig á teikniáskorun í undirbúning fyrir viðureign kvöldsins gegn Tækniskólanum.
31.01.2020 - 20:30
Gettu betur
Verður rekinn úr áfanga ef hann sigrar ekki í kvöld
Tækniskólinn er kominn í 8-liða úrslit Gettu betur í fyrsta skipti í sögu skólans en þrátt fyrir það hefur pressunni ekki verið aflétt. Emil Uni, einn liðsmanna skólans, segir að kennari í ákveðnum áfanga hafi raunar hótað að reka hann úr honum ef hann sigrar ekki í kvöld.
31.01.2020 - 20:01
Mynd með færslu
8-liða úrslit Gettu betur hefjast í sjónvarpinu
Sjónvarpshluti Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefst með viðureign Tækniskólans og Borgarholtsskóla á RÚV í kvöld klukkan 19:45.
31.01.2020 - 19:30
Gettu betur
Svona er lífið í Borgarholtsskóla
Átta liða úrslit Gettu betur hefjast í sjónvarpinu í kvöld, 30. janúar, með viðureign Borgarholtsskóla og Tækniskólans. Í aðdraganda keppninnar fáum við að kynnast lífinu í skólunum betur.
31.01.2020 - 11:51
Svona er lífið í Tækniskólanum
8-liða úrslit Gettu betur hefjast í sjónvarpinu föstudaginn 30. janúar þegar lið Tækniskólans og Borgarholtsskóla mætast. Í aðdraganda keppninnar fáum við að kynnast lífinu í skólunum betur.
30.01.2020 - 10:09
Þetta eru viðureignirnar í 8-liða úrslitum Gettu betur
Dregið hefur verið í 8-liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á RÚV föstudaginn 31. janúar.
20.01.2020 - 19:12
Síðasta viðureign 16-liða úrslitanna
Klukkan 18 fer fram viðureign Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands sem ákveðið var að endurtaka eftir að tæknileg mistök áttu sér stað í fyrri viðureign liðanna þriðjudaginn 14. janúar.
20.01.2020 - 17:44
Mynd með færslu
Síðustu viðureignir 16-liða úrslita Gettu betur
Fimm viðureignir fara fram í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í kvöld. Bein útsending hefst á Rás 2 klukkan 19:30.
16.01.2020 - 19:11
Viðureign MÍ og VA í Gettu betur verður endurtekin
Viðureign Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands í 16-liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór í gærkvöldi verður endurtekin vegna mistaka.
15.01.2020 - 14:55
Þrír skólar komnir í 8-liða úrslit Gettu betur
Verkmenntaskóli Austurlands, Verslunarskólinn og Fjölbrautaskólinn við Ármúla eru komnir í 8-liða úrslit spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Fresta þurfti einni viðureign í 16-liða úrslitum, FG og FAS, vegna veðurs og etja skólarnir kappi á fimmtudag.
14.01.2020 - 21:27
Mynd með færslu
16-liða úrslit Gettu betur hefjast í kvöld
16-liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast með viðureign Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands klukkan 19:30 í kvöld.
14.01.2020 - 19:10
Síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar Gettu betur
Þriðja og síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar Gettu betur hefst klukkan 19:30 á ruvnull.is í kvöld. Að lokinni síðustu keppni verður dregið í aðra umferð sem fer fram 14. og 16. janúar.
08.01.2020 - 19:10
Fyrsta umferð Gettu fór vel af stað
Fyrsta umferð Gettu betur hefst í kvöld klukkan 19:30. Tíu skólar keppa í fyrstu umferð í kvöld en í ár eru 28 skólar skráðir til leiks.
06.01.2020 - 19:15
Dregið í fyrstu umferð Gettu betur 2020
Dregið hefur verið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en keppni hefst þann 6. janúar.
12.12.2019 - 17:14
  •