Færslur: Gettu betur

Myndband
Slógu nokkur vindhögg í aðdraganda úrslitakvöldsins
Úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, fara fram á RÚV í kvöld. Það eru lið Kvennaskólans og Verzlunarskólans sem mæta ósigruð til leiks en búast má við nokkuð jafnri keppni í kvöld.
Kringlumýrarbraut er einskismannsland kvöldsins
Síðasta umferð átta liða úrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar Menntaskólinn í Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands takast á um pláss í undanúrslitum. Liðin tvö eru firnasterk og því er von á spennandi keppni.
Viðtal
Fengu sér ís saman eftir sögulega keppni
Tækniskólinn komst í undanúrslit í Gettu betur á föstudag í fyrsta skipti í sögu skólans. Skólinn er á mikilli siglingu en í fyrra komst hann í fyrsta sinn í átta liða úrslit. Auður Aþena Einarsdóttir úr liði Tækniskólans segir liðið bara nokkuð ferskt og tilbúið í slaginn.
Myndband
Tvö reynslumestu liðin mætast í kvöld
Átta liða úrslit Gettu betur halda áfram í kvöld en nú er komið að Fjölbrautarskólanum við Ármúla að kljást við Tækniskólann. Þetta eru einu lið sjónvarpskeppninnar í ár sem eru óbreytt frá síðasta ári. Lið FÁ komst í undanúrslit í fyrra en lið Tækniskólans datt út eftir átta liða úrslitin.
MR hafði betur gegn FG í kvöld
Menntaskólinn í Reykjavík komst í undanúrslit Gettur betur í kvöld þegar hann bar sigur úr býtum gegn Fjölbrautarskólanum í Garðabæ með 42 stigum gegn 27 stigum.
13.02.2021 - 01:02
Myndband
Miðborgin mætir Garðabæ í Gettu betur í kvöld
Það mætast stálin stinn í Gettu betur viðureign kvöldsins þegar Fjölbrautarskólinn í Garðabæ og Menntaskólinn í Reykjavík eigast við. MR eru ríkjandi sigurvegarar Gettu betur en FG hrepptu hljóðnemann árið 2018.
12.02.2021 - 11:54
Menningarefni · Gettu betur · ungtfolk · Ungt fólk · MR · FG
Kvennó hafði betur gegn Menntaskólanum í Kópavogi
Menntaskólinn í Kópavogi og Kvennaskólinn í Reykjavík mættust í kvöld í fyrstu viðureign átta skóla úrslita í Gettu betur. Kvennaskólinn vann með 21 stigi gegn 15 stigum Menntaskólans í Kópavogi. Kvennó er því komið áfram í undanúrslit. 
Myndband
Gettu betur keppendur kvöldsins tilbúin í slaginn
Lið Menntaskólans í Kópavogi og Kvennaskólans í Reykjavík mætast í fyrstu viðureign átta liða úrslita Gettu betur á RÚV í kvöld klukkan 19:40. Liðin búa sannarlega yfir fjölbreyttri þekkingu en annað liðið veit þó lítið sem ekkert um fugla.
05.02.2021 - 12:30
MK, MR, Tækniskóli og FÁ unnu - dregið í 8 liða úrslit
Menntaskólinn í Kópavogi sigraði Borgarholtsskóli 22 - 14 í Gettu betur í kvöld. Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Flensborg í Hafnarfirði örugglega, 31 - 9. Þá sigraði Tækniskólinn Menntaskólann að Laugarvatni 28 - 14 og Fjölbrautarskólinn við Ármúla sigraði Menntaskólinn á Akureyri 19 - 13.
13.01.2021 - 23:28
Mynd með færslu
Í BEINNI
16 liða úrslit í Gettu betur
16 liða úrslit í Gettu betur hefjast í kvöld með fjórum viðureignum. Allar keppnirnar verða sendar út á vefnum og á Rás 2.
12.01.2021 - 19:07
Gettu betur - Stjörnustríð
Sigurbjörn Árni velur mest aðlaðandi mótherjann
Í Stjörnustríðsútgáfu Gettu betur þurfa keppendur oft á spreyta sig á spurningum þar sem svörin finnast ekki með bókalestri eða utanbókarminni. Á meðal flokka má nefna persónulegar spurningar, vandræðalegar spurningar og heimskulegar spurningar.
08.01.2021 - 08:14
Mynd með færslu
Í BEINNI
Gettu betur í kvöld
Þrjár viðureignir fara fram í 1. umferð Gettu betur í kvöld. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
07.01.2021 - 18:37
ML, FSu, Borgó og ME áfram í Gettu betur
Fjórar viðureignir fóru fram í Gettu betur í gær. Menntaskólinn að Laugarvatni, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn á Egilsstöðum sigruðu sínar viðueignir og lið skólanna eru því öll komin áfram í næstu umferð.
07.01.2021 - 10:54
Mynd með færslu
Í BEINNI
Gettur betur í kvöld
Fjórar viðureignir fara fram í 1. umferð Gettu betur í kvöld. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
06.01.2021 - 18:37
MH, FÁ og MK áfram í næstu umferð Gettu betur
Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hélt áfram í gærkvöldi. Þrjár viðureignir voru háðar og lið Menntaskólans við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólans við Ármúla og Menntaskólans í Kópavogi eru komin áfram í næstu umferð.
06.01.2021 - 09:44
Mynd með færslu
Í BEINNI
Gettu betur í kvöld
Þrjár viðureignir fara fram í 1. umferð Gettu betur í kvöld. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
05.01.2021 - 18:37
Tækniskólinn, MA og Kvennó unnu í Gettu betur kvöldsins
Fyrsta umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, var í kvöld. Þrjár viðureignir voru háðar og fóru leikar þannig að Tækniskólinn vann Verkmenntaskóla Austurlands 29-11, Menntaskólinn á Akureyri vann Menntaskóla í tónlist 23-6 og Kvennaskólinn í Reykjavík vann Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 24-12.
04.01.2021 - 21:02
Mynd með færslu
Í BEINNI
Fyrsta umferð í Gettu betur
Gettu betur hefst í kvöld með þremur viðureignum. Hægt er að fylgjast með í streyminu hér að ofan.
04.01.2021 - 18:42
Gettu betur hefst í kvöld
Gettu betur hefst í kvöld með þremur viðureignum. Í fyrstu keppni ársins mætir lið Tækniskólans liði Verkmenntaskólans á Austurlandi. Aðrar viðureignir kvöldsins eru Menntaskóli í tónlist gegn Menntaskólanum á Akureyri og svo Kvennaskólinn í Reykjavík gegn Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
04.01.2021 - 13:55
Dregið í Gettu betur í dag
Í dag er dregið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Drátturinn hefst kl. 12 og verður í beinni útsendingu á vef RÚV.
11.12.2020 - 08:51
Þrír dómarar Gettu betur öll í sama bekk í MR
Jóhann Alfreð Kristinsson, sem nýverið tók við embætti dómara og spurningahöfundar í Gettu betur ásamt Laufeyju Haraldsdóttur, var bekkjarfélagi Margrétar Erlu Maack og Atla Steinþórssonar í MR. Þau hafa einnig hafa setið í dómarasæti í keppninni.
Fyrrum sigurvegari nýr spurningahöfundur og dómari
Laufey Haraldsdóttir varð árið 2011 fyrst kvenna til að sigra í Gettu betur þegar hún var í sigurliði Kvennaskólans. Hún er nú nýr dómari og spurningahöfundur í keppninni ásamt Jóhanni Alfreð Kristinssyni.
25.11.2020 - 08:11
Seinni undanúrslitum í Gettu betur er lokið
Seinni undanúrslitum Gettu betur lauk í kvöld. Niðurstaðan varð sú að MR vann Verzló í 35-22. MR mætir Borgarholtsskóla í úrslitum í Austurbæ 13. mars.
06.03.2020 - 21:01
Aladín, Amy Winehouse, Grease og Katie Melua
Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli íslands mættust í Gettu betur í kvöld. Í síðustu viku bar Borgarholtsskóli sigurorð af Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Milli spurninga buðu skólarnir upp á skemmtiatriði.
06.03.2020 - 20:23
Borgarholtsskóli í úrslit Gettu betur eftir bráðabana
Borgarholtsskóli er kominn í úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en liðið lagði FÁ að velli eftir bráðabana í kvöld. Borgarholtsskóli hefur einu sinni unnið keppnina, fyrir 15 árum, og komst síðast í úrslit 2014
28.02.2020 - 20:59