Færslur: Germanwings

Vilja auka eftirlit með geðheilsu flugmanna
Andreas Lubitz, sem brotlenti farþegaþotu Germanwings, var hvattur til að leggjast inn á geðsjúkrahús fáeinum vikum áður en vélin fórst. Í niðurstöðum úr rannsókn franskra yfirvalda á málinu, sem birtar eru í dag, er lagt til að tekið verði upp reglulegt eftirlit með geðheilsu flugmanna. Þá er lagt til að reglum um trúnaðarskyldu heilbrigðisstarfsfólks verði breytt, þannig að hún gildi ekki þegar um er að ræða geðheilbrigðisvanda flugmanna.
13.03.2016 - 10:58
Minntust fórnarlamba flugslyssins
Foreldrar barna sem fórust með farþegaþotu Germanwings í frönsku Ölpunum í mars gagnrýna bætur sem móðurfélag flugfélagsins hefur boðist til að greiða. Minningarathöfn var haldin í dag, fimm mánuðum eftir að vélinni var grandað.
24.07.2015 - 19:43
Lubitz hitti 41 lækni á 5 árum
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, hafði hitt sjö lækna mánuði áður hann grandaði farþegaflugvél fyrirtækisins með 149 manns um borð. Lubitz hafði samband við 41 lækni á fimm árum en hann hafði áhyggjur af heilsu sinni og var hræddur um að missa sjónina.
11.06.2015 - 19:54
Hafði samband við fjölda lækna
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður farþegaþotu Germanwings, sem grandaði farþegaflugvél fyrirtækisins í mars síðastliðnum hafði haft samband við fjölda lækna áður en atvikið átti sér stað.
05.06.2015 - 16:50
Bætur frá Germanwings ráðast af þjóðerni
Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að miða bótagreiðslur vegna flugvélar Germanwings-lággjaldaflugfélagsins, sem var grandað í frönsku Ölpunum í síðasta mánuði, við þjóðerni þeirra sem fórust. Það getur þýtt að umtalsverður munur verði á bótagreiðslum til ástvina þeirra.
23.04.2015 - 14:26
Sveik út flugmiða með lygum
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur kært konu fyrir að svíkja út fjölda flugmiða með því að ljúga því að hún hefði misst ættingja með vélinni sem fórst í frönsku Ölpunum á dögunum.
11.04.2015 - 13:59
Leit hætt í frönsku ölpunum
Frönsk yfirvöld hafa ákveðið að hætta leit að líkamsleifum þeirra 150 sem fórust þegar flugvél Germanwings-flugfélagsins fórst í frönsku ölpunum. Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi af ráðnum hug brotlent vélinni
05.04.2015 - 08:25
Ætla að birta sjúkraskrár um flugmanninn
Þýskir rannsóknarlögreglumenn leituðu í dag á fimm læknastofum að gögnum um flugmanninn Andreas Lubitz, sem fullvíst er talið að hafi grandað farþegaþotu frá þýska flugfélaginu Germanwings með því að láta hana brotlenda í frönsku Ölpunum.
03.04.2015 - 21:13
Seinni flugritinn sannar voðaverk Lubitz
Rannsakanendur í Frakklandi segja að upplýsingar úr seinni flugrita farþegaflugvélar Germanwings flugfélagsins, sem skall til jarðar í frönsku Ölpunum í síðustu viku, sanni það að aðstoðarflugmaðurinn, Andreas Lubitz, hafi af ráðnum hug grandað flugvélinni.
03.04.2015 - 10:11
Hafa fundið hinn flugritann
.Báðir flugritar þýsku farþegaþotunnar sem fór í frönsku ölpunum á dögunum eru nú fundnir. Þýskir rannsakendur hafa fundið spjaldtölvu aðstoðarflugmannsins, Andreas Lubbitz, sem hann notaði til að leita að upplýsingum um flugstjórnarklefa og sjálfsvíg.
02.04.2015 - 14:50
Segjast vera með upptöku úr vélinni
Ritstjórnir þýska blaðsins Bild og franska blaðsins Paris Match segja að þær hafi undir höndum myndband sem tekið var upp í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings skömmu áður en henni var grandað í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Myndbandið hefur ekki verið birt.
01.04.2015 - 23:03
Lufthansa vissi af veikindum Lubitz
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem grandaði vél flugfélagsins Germanwings í Frönsku ölpunum á þriðjudaginn var, hafði greint Lufthansa, móðurfélagi Germanwings, frá veikindum sínum. Forsvarsmenn Lufthansa sögðu frá þessu í dag.
31.03.2015 - 19:09
Í meðferð vegna sjálfsvígshugleiðinga
Þýski flugmaðurinn Andreas Lubitz, sem vísvitandi brotlenti farþegaflugvél í Frönsku-Ölpunum á dögunum, gekkst undir meðferð vegna sjálfsvígshugleiðinga fyrir nokkrum árum, áður en hann fékk flugskírteini sitt.
30.03.2015 - 14:30
Ísraelskir sérfræðingar til aðstoðar
Ísraelskir sérfræðingar sem vanir eru að bera kennsl á fólk sem látið hefur lífið í sprengjutilræðum eiga að aðstoða réttarmeinafræðinga við að bera kennsl á þá sem dóu þegar þotan frá Germanwings fórst í frönsku Ölpunum í síðustu viku.
29.03.2015 - 22:12
Hafa fundið lífsýni úr 78 farþegum
Réttarmeinafræðingar hafa fundið lífsýni úr 78 farþegum vélarinnar sem brotlenti í frönsku ölpunum á þriðjudag. 150 voru um borð í vélinni. Brak dreifðist mjög víða og talið ólíklegt að rannsakendum takist að bera kennsl á líkamsleifar allra sem voru um borð.
29.03.2015 - 13:58
Hvatti flugstjórann til að bregða sér frá
Þýski aðstoðarflugmaðurinn, sem grandaði farþegaflugvél í frönsku Ölpunum á þriðjudag, hvatti flugstjóra vélarinnar til að fara á salernið áður en hann læsti sig inni í flugstjórnarklefanum. Þetta heyrist á upptöku flugrita af samskiptum flugmannanna. Öskrin í farþegunum eru það síðasta sem heyrist.
29.03.2015 - 10:54
Heilsa Lubitz til athugunar
Heilsa aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz er helst til athugunar í rannsókn á hvers vegna farþegavél með hundrað og fimmtíu manns fórst í frönsku Ölpunum á þriðjudag. Fyrrverandi kærasta segir að hann hafi í fyrra lýst því yfir að hann yrði nafntogaður í framtíðinni.
28.03.2015 - 18:38
Ætlaði að breyta öllu kerfinu
Fyrrverandi kærasta flugmannsins, sem grandaði farþegaþotu með 150 manns innanborðs í Frönsku Ölpunum á þriðjudaginn, segir að hann hafi lýst því yfir í fyrra að hann ætlaði einn daginn að gera eitthvað sem breyttu öllu kerfinu. Þá myndu allir þekkja nafn hans.
28.03.2015 - 11:56
„Lubitz var með Alpana á heilanum“
Andreas Lubitz, flugmaðurinn sem grandaði farþegaþotu Germanwings í Frönsku Ölpunum á þriðjudag, var heltekinn af Alpa-svæðinu og þekkti þar vel til. Þetta segir meðlimur flugklúbbsins Montabaur. Lubitz hafði lokið svifflugsnámskeiði í bænum Seyne-les-Alpes.
27.03.2015 - 22:28
Var óvinnufær vegna þunglyndis
Flugmaðurinn sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudaginn þjáðist af alvarlegu þunglyndi og var óvinnufær að mati læknis. Geðlæknar segja líklegt að hann hafi verið úr sambandi við veruleikann og ekki haft stjórn á eigin gjörðum.
27.03.2015 - 19:44
Flugmenn hafa áður grandað vélum
„Þetta er hrein martröð, starfsmenn félagsins eru í áfalli,“ þetta sagði Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, móðurfyrirtækis Germanwings, á blaðamannafundi í Köln í gær, þegar ljóst var að Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar hafði að öllum líkindum grandað henni viljandi.
27.03.2015 - 16:09
Þjóðverjar breyta reglum um flugöryggi
Forsvarsmenn flugfélaga í Þýskalandi hafa fallist á breytingar á öryggisreglum, þannig að ávallt séu tveir úr áhöfn í flugstjórnarklefum. Þurfi annar tveggja flugmanna að bregða sér frá fari hann ekki út fyrr en flugfreyja eða flugþjónn séu komin í staðinn.
27.03.2015 - 14:24
Of veikur til að vera í vinnunni
Aðstoðarflugmaður farþegaþotunnar sem fórst í frönsku Ölpunum í fyrradag átti ekki að vera í vinnunni þann dag af heilsufarsástæðum.
27.03.2015 - 12:44
Yfirvöld reyna að átta sig á Lubitz
Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaðurinn sem er talinn hafa viljandi stýrt farþegaþotu Germanwings á fjall á miðvikudag, þjáðist af alvarlegu þunglyndi fyrir sex árum, samkvæmt frétt þýska dagblaðsins Bild. Lögreglan segist hafa fundið mögulegar vísbendingar heima hjá honum.
27.03.2015 - 11:01
Sagður hafa reynt að brjótast inn með öxi
Þýska dagblaðið Bild heldur því fram í dag að flugstjóri þýsku flugvélarinnar sem fórst í Ölpunum á miðvikudag hafi reynt að brjótast inn í flugstjórnarklefann með öxi að vopni. Þetta hefur ekki fengist staðfest hjá opinberum aðilum.
27.03.2015 - 07:10