Færslur: Gerður Kristný

Viðtal
„Ég vil helst hafa sem mest af verðlaunum"
Pönkafar og ljósmæður koma við sögu í bókum sem hlutu Fjöruverðlaunin á dögunum. Kristín Svava Tómasdóttir og Gerður Kristný segja alltaf gaman að fá verðlaun fyrir bækur sínar og fagna fjölbreytileikanum í bókaútgáfu á Íslandi.
Stríðið breytti Tove Jansson í ævintýrahöfund
Á sama tíma og Tove Jansson dró einræðisherra Evrópu sundur og saman í háði á síðum pólitísks skopblaðs samdi hún sögurnar um Múmínálfana.
25.12.2020 - 09:00
Viðtal
Aðalpönkararnir koma frá Húsavík
Gerður Kristný féll fyrir eiginmanni sínum Kristjáni B. Jónassyni þegar hún áttaði sig á því að hann kynni lagatexta Purrks Pillnikks utanbókar. Gerður gaf nýverið út nýja barnabók um Iðunni og afa hennar sem er enginn venjulegur afi heldur húsvískur pönkari. Halldór Baldursson, sem sjálfur kallar sig sófapönkara, myndskreytir.
Íslenskan er vinkona okkar og ég veit að hún plumar sig
Gerður Kristný skáld hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt voru við hátíðlega en fámenna athöfn í Hörpu í dag. Hún segir að tungumálið sé valdatæki, sem sé stundum notað til að smána og kúga, en orðin bendi að lokum alltaf á sannleikann og sýni okkur jafnt sársauka og fegurð.
Gerður Kristný fær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Gerður Kristný, rithöfundur, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin eru afhent ár hvert á degi íslenskrar tungu. Sérstaka viðurkenningu hlýtur Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.
Gagnrýni
„Gerður er sko mín kona í ljóðagerð“
Gagnrýnendur Kiljunnar eru á einu máli um að Gerður Kristný sé á heimavelli í nýrri ljóðabók sinni sem nefnist Heimskaut og að henni bregðist ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Þau eru þó einnig sammála um að hægt væri að gera ljóðin aðgengilegri fyrir lesendur með því að tilgreina í hvaða forn- og goðsögur höfundur vísar í hverju ljóði.
Lestarklefinn
Scorsese, Sveinn Kjarval og Heimskaut Gerðar
Rætt um The Irishman eftir Martin Scorsese, yfirlitssýningu á verkum Sveins Kjavals í Hönnunarsafni Íslands og ljóðabókina Heimskaut eftir Gerði Kristnýju.
Segðu mér
„Ert þú ekki Gerður sem varst með mér á leikskóla?“
Gerður Kristný rithöfundur og Bryndís Loftsdóttir hjá Félag íslenskra bókaútgefenda urðu vinkonur í leikskóla. Síðar á lífsleiðinni stunduðu þær Kaffibarinn grimmt með ginhlaup í poka og þóttust vera frægar til að smygla sér fram fyrir röðina.
Sálumessa – Gerður Kristný
„Maður veltir fyrir sér hvaða þögn umlukti þessi mál öll þessi ár. Hvernig við fórum með konur til forna eins og Steinunni á Sjöundá sem elur barn í fangelsinu og deyr í fangelsisvistinni. Þannig þessar konur áttu skilið sína sálumessu,“ segir Gerður Kristný höfundur ljóðabókarinnar Sálumessa sem er bók vikunnar á Rás 1.
10.10.2019 - 13:22
Gagnrýni
Stór örlög í Sálumessu
Gerður Kristný hefur gefið frá sér ljóðabókina Sálumessu. Efni bókarinnar er opinskátt og sannsögulegt. „Í Sálumessu ríkir vetur, nótt og myrkur, þar er hvergi skjól, augnlok eru rökkurþung og fólkið dapurt. Ljóðmælandi er kvenkyns vera sem tekur sér hlutverk réttlætisgyðju og refsinornar,“ segir gagnrýnandi Víðsjár.
Smartís gæti orðið stórverk
„Það er hressandi tilbreyting að lesa endurminningar konu frá þessu tímabili. Það er kannski komið gott af bókum um karlmenn sem ólust upp í Vesturbænum á árunum 1950-1970,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, sem las Smartís eftir Gerði Kristnýju.
Gagnrýni
Vel skrifuð og skemmtileg bók um unglinga
„Unglingar eiga það svo skilið að fá bók sem er svona vel skrifuð og bara skemmtileg, og það er verið að fjalla um svo margt sem kemur lífi þeirra við,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntagagnrýnandi um nóvelluna Smartís eftir Gerði Kristnýju. Gagnrýnendur Kiljunnar rýndu í verkið.