Færslur: Georgíuríki

Ekkert verður af ákæru vegna dauða Rayshard Brooks
Ekkert verður af ákæru á hendur tveimur hvítum lögreglumönnum í Atlanta í Bandaríkjunum sem skutu svartan mann til bana í júní 2020. Hins vegar hefur lögreglumaður viðurkennt brot í tengslum við dauða svartrar konu eftir að lögregla réðst inn á heimili hennar.
Eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu í flugstöð
Maður á fimmtugsaldri er eftirlýstur eftir að skot hljóp úr byssu sem hann hafði í fórum sínum á flugvelli við Atlantaborg í Bandaríkjunum. Atvikið átti sér stað meðan starfsmaður í flugstöðinni var að gegnumlýsa tösku byssueigandans.
Trump neitar ósigri, Demókratar vinna öldungadeildina
„Við gefumst aldrei upp og viðurkennum aldrei ósigur,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á fjöldafundi í Washington og ítrekaði enn tilhæfulausar ásakanir um kosningasvik. Raunir forsetans jukust enn í dag eftir að ljóst virðist að Repúblikanar hafi misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningum í Georgíu-ríki. Demókratinn Raphael Warnock vann annað sætið með tveggja prósentustiga mun. Hinn frambjóðandi Demókrata, Jon Ossoff, lýsti yfir sigri síðdegis. 
Ossoff lýsir yfir sigri í Georgíu
Jon Ossoff, frambjóðandi Demókrata í Georgíu, hefur lýst yfir sigri í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Fréttamiðlar vestanhafs hafa þó ekki viljað spá fyrir um úrslitin, of mjótt sé á munum. Ossoff var þó sjálfur ekki í vafa er hann þakkaði kjósendum í Georgíu.
Fréttaskýring
Kosningar í Georgíu á morgun munu móta forsetatíð Biden
Kosningar um tvö öldungadeildarþingsæti í Georgíuríki í Bandaríkjunum verða á morgun, í annað sinn á tveimur mánuðum. Það var svo mjótt á munum í kosningum þar í nóvember að það þurfti að kjósa aftur þar sem enginn frambjóðandi fékk helming eða meira af greiddum atkvæðum. Kosningarnar á morgun munu skera úr um hvort Biden njóti stuðnings meirihluta Demókrata í öldungadeildinni í forsetatíð sinni sem hefst síðar í þessum mánuði.