Færslur: George Michael

Ljósi varpað á óþekktar hliðar poppgoðsins
Ný heimildarmynd um ævi og feril breska tónlistarmannsins George Michael verður sýnd á RÚV í kvöld klukkan 21:25, en ár er liðið síðan hann lést fyrir aldur fram, 53 ára að aldri. Söngvarinn var ein af skærustu stjörnum níunda og tíunda áratugarins og þekktur fyrir einstaka söngrödd, framúrskarandi lagasmíðar og litríkt einkalíf.
28.12.2017 - 14:46
„Hann gaf mér leyfi til að vera kynvera“
„George Michael gaf mér leyfi til að vera sexí. Ég var fjórtán ára, ennþá með barnafituna utan á mér, að hlusta á tónlistina hans og hann gaf mér leyfi til að vera kynvera,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem ræddi minningu breska poppsöngvarans og lagahöfundarins George Michael í Lestinni.
29.12.2016 - 14:03
Andstyggilegir hlutir sem Keith hefur sagt
Keith Richards, gítarleikarinn huggulegi úr The Rolling Stones, liggur sjaldan á skoðunum sínum. Í gegnum tíðina hefur hann haft eitt og annað misjafnt að segja um aðra tónlistarmenn. Hvern kallaði hann „ofmetinn dverg“, eða „gamla tík sem getur bara samið lög um dauðar ljóskur“? Hér hafa nokkur ummæli hans verið tínd til.
14.10.2015 - 13:09