Færslur: George Floyd

Chauvin dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið á Floyd
Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum, sem sakfelldur var fyrir morðið á George Floyd í desember 2021, var í gær dæmdur í 20 ára fangelsi af alríkisdómstól. Chauvin, sem er hvítur, játaði sig sekan um að hafa brotið á borgaralegum réttindum hins svarta Floyds þegar hann handtók hann í maí 2020 og kraup á hálsi hans í nær 10 mínútur, með þeim afleiðingum að hann lést.
Segir Trump hafa lagt til eldflaugaárásir á Mexíkó
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, velti upp þeim möguleika að gera eldflaugaárásir á verksmiðjur fíkniefnaframleiðanda í Mexíkó. Sömuleiðis vildi hann beita mótmælendur innanlands hörðu.
Þrír lögreglumenn sakfelldir vegna dauða Floyds
Kviðdómur í borginni St. Paul í Bandaríkjunum sakfelldi í dag þrjá fyrrverandi lögreglumenn sem ákærðir voru fyrir að brjóta mannréttindi á George Floyd. Hann lést í höndum þeirra í Minneapolis vorið 2020.
Krefst fangelsis yfir lögreglumönnum sem bönuðu stúlku
Faðir fjórtán ára stúlku sem lögreglumenn skutu til bana þegar þeir voru að eltast við grunaðan ofbeldismann í verslun í Los Angeles í Bandaríkjunum krefst þess að þeir verði dæmdir í fangavist fyrir verknaðinn.
Íbúar Minneapolis vilja ekki leggja lögregluna niður
Íbúar bandarísku borgarinnar Minneapolis vilja ekki að lögreglulið borgarinnar verði leyst upp. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu um málið en meirihluti borgarfulltrúa lagði til að lögreglan yrði lögð niður vegna morðsins á George Floyd á síðasta ári.
Chauvin áfrýjar dómnum
Fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur ákveðið að áfrýja dómi sínum vegna morðsins á George Floyd. Lögmenn hans vísa til 14 umkvörtunarefna í tengslum við réttarhöldin yfir honum í sumar að sögn AFP fréttastofunnar. 
Derek Chauvin segist saklaus af ofbeldi gegn unglingi
Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var sakfelldur í apríl fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd, er einnig sakaður um að hafa notað óhóflega mikla hörku við handtöku á 14 ára dreng árið 2017. Chauvin, sem afplánar 22 ára dóm, sagðist í dag saklaus af þessum ákærum.
Málshöfðun vegna óleyfilegrar nýtingar krabbameinsfruma
Afkomendur Henriettu Lacks tilkynntu í dag að þeir hygðust höfða mál á hendur lyfjarisunum sem högnuðust á því að nota frumur úr líkama hennar áratugum saman til vísindarannsókna. 
Nýnasistar skemma styttu af George Floyd
Stytta af George Floyd var í gær skemmd með málningu og merkt nafni nýnasistahóps í New York, að því er lögreglan sagði á fimmtudag, innan við viku eftir að hún var afhjúpuð. Skemmdarverkin eru talin tengjast því að dómur verður kveðinn upp yfir Derek Chauvin, lögreglumanninum sem drap Floyd, í dag.
Segja táragas hafa áhrif á tíðahring kvenna
Næstum þúsund konur sem tóku þátt í mótmælum í Bandaríkjunum í fyrra, segjast hafa upplifað breytingar á tíðahring sínum eftir að hafa orðið fyrir táragasi. Prófessor segir niðurstöðurnar bæta við fyrri rannsóknir á áhrifum táragass, sem hingað til hafa mest verið prófaðar á körlum.
09.05.2021 - 11:58
Þrír lögreglumenn til viðbótar ákærðir vegna Floyd
Saksóknari í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur ákært þrjá fyrrverandi lögreglumenn til viðbótar fyrir vísvitandi brot á borgaraéttindum vegna morðsins á George Floyd í fyrra.
Chauvin krefst nýrra réttarhalda
Bandaríkjamaðurinn Derek Chauvin, sem dæmdur var í síðasta mánuði fyrir morðið á George Floyd, krefst þess að málið verði tekið upp að nýju. Verjandi hans segir Chauvin ekki hafa fengið sanngjörn réttarhöld vegna athyglinnar sem málið vakti, og yfirsjónar dómstólsins og saksóknara. Auk þess segir hann kviðdóm hafa legið undir miklum „kynþátta-þrýstingi."
Ákveður refsingu yfir Chauvin þann 16. júní
Dómari í máli Derek Chauvin, sem var sakfelldur fyrir morðið á George Floyd í vikunni, ákveður refsingu yfir honum þann 16. júní. Dómurinn tilkynnti þetta í kvöld. Chauvin gæti verið dæmdur í 40 ára fangelsi. Kviðdómur taldi hann sekan um alla þrjá ákæruliðina í málinu en Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi Floyds í 9 mínútur og 29 sekúndur.
23.04.2021 - 23:08
Útvarpsfrétt
„Verjandi Chauvins mun áfrýja“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, efast um að sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær. Margrét segir að málinu verði áfrýjað.
Biden: Kynþáttamisrétti svartur blettur á þjóðarsálinni
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti þjóð sína til að sýna samstöðu eftir dóminn gegn lögreglumanninum Derek Chauvin fyrir morðið á George Floyd í gærkvöld.
Chauvin handjárnaður og færður í varðhald
Derek Chauvin, sem var í kvöld sakfelldur fyrir morðið á George Floyd, var settur í handjárn skömmu eftir að einróma niðurstaða kviðdóms lá fyrir og færður í varðhald þar sem hann verður þar til dómari hefur ákveðið refsingu hans. Hann hafði gengið laus gegn tryggingu. Sakfelling Chauvin hefur verið lýst sem sögulegri í réttindabaráttu svarta.
20.04.2021 - 22:40
Derek Chauvin sakfelldur fyrir öll ákæruatriði
Kviðdómur í máli fyrrverandi lögreglumannsins Derek Cauvins komst að þeirri niðurstöðu rétt í þessu að Chauvin er sekur í öllum þremur ákæruatriðum. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald og verður í fangelsi þar til dómari hefur ákveðið refsingu yfir honum. Chauvin var ákærður fyrir að vera valdur af dauða George Floyd í maí í fyrra.
Málflutningi lokið vegna drápsins á George Floyd
Vitnaleiðslum og málflutningi er lokið í réttarhöldunum yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir drápið á blökkumanninum George Floyd í maí í fyrra og kviðdómendur hafa nú verið fluttir í einangrun til að ráða ráðum sínum án utanaðkomandi áreitis. Fjölmennt lögreglu- og þjóðvarðlið er í viðbragðsstöðu í Minneapolis, þar sem búist er við hörðum mótmælum og að líkindum óeirðum verði Chauvin sýknaður.
Myndskeið
Lögreglumaður skaut þrettán ára dreng til bana
Yfirvöld í Chicago hafa gert myndskeið úr búkmyndavél lögreglumanns opinber, en það sýnir þegar 13 ára drengur var skotinn til bana undir lok síðasta mánaðar. 
Chauvin neitaði að bera vitni - málflutningi lokið
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður frá Minneapolis sem nú er fyrir rétti, ákærður fyrir morðið á blökkumanninum George Floyd, nýtti rétt sinn til að neita að sitja fyrir svörum saksóknara í réttarsal í gær.
Súrefnisskortur var banamein Floyds
Lungnalæknirinn Martin Tobin sagði fyrir dómi í gær að súrefnisleysi hafi orðið George Floyd að bana. Tobin lýsti því hvernig súrefnisskorturinn olli heilaskemmdum og hjartsláttartruflunum, sem að lokum leiddu til þess að hjarta hans hætti að slá. 
„Ég taldi mig hafa orðið vitni að morði“
Lögreglumaðurinn Derek Chauvin herti sífellt tökin á hálsi George Floyd eftir því sem meðvitundin þvarr, sagði vitni í réttarhöldunum yfir Chauvin. Þetta kostaði Floyd lífið. Hann sagði að hann hefði þá talið sig vera vitni að morði. Sérfræðingur í lögum segir möguleika á að Chauvin verði sýknaður, einfaldlega af því að hann er lögreglumaður.
Réttarhöld hafin yfir banamanni George Floyds
Réttarhöld eru hafin í Bandaríkjunum yfir fyrrverandi lögreglumanni sem varð George Floyd að bana síðastliðið vor. Hann á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur.
Ekki fleiri skotárásir í New York síðan árið 2006
Lögreglan í öllum fimm umdæmum New York-borgar skráði 1531 skotárás á árinu 2020 sem er rúmlega tvöföldun frá árinu áður þegar þær voru 754. Morðum í borginni fjölgaði mjög á árinu.
Dauði manns í Minneapolis verður rannsakaður í þaula
Lögregluyfirvöld í Minneapolis birtu upptökur úr búkmyndavél lögreglumanns sem átti þátt í aðgerðum á miðvikudag sem leiddu til dauða manns. Það er í fyrsta sinn sem lögregla verður nokkrum að bana í borginni síðan George Floyd dó í maí síðastliðnum. Í kjölfar andláts hans blossuðu upp mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víða um heim.