Færslur: George Floyd

Ekki fleiri skotárásir í New York síðan árið 2006
Lögreglan í öllum fimm umdæmum New York-borgar skráði 1531 skotárás á árinu 2020 sem er rúmlega tvöföldun frá árinu áður þegar þær voru 754. Morðum í borginni fjölgaði mjög á árinu.
Dauði manns í Minneapolis verður rannsakaður í þaula
Lögregluyfirvöld í Minneapolis birtu upptökur úr búkmyndavél lögreglumanns sem átti þátt í aðgerðum á miðvikudag sem leiddu til dauða manns. Það er í fyrsta sinn sem lögregla verður nokkrum að bana í borginni síðan George Floyd dó í maí síðastliðnum. Í kjölfar andláts hans blossuðu upp mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víða um heim.
Höggmynd af Abraham Lincoln tekin niður í Boston
Höggmynd sem sýnir nýfrelsaðan þræl krjúpa við fætur Abrahams Lincoln, sextánda forseta Bandaríkjanna, var fjarlægð af Park Square í Boston í dag.
Frans páfi þungorður í garð mótmælenda
Frans páfi beinir spjótum sínum í nýrri bók að þeim sem hafa mótmælt viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. Páfi segir slík mótmæli af allt öðrum meiði en þá réttlátu reiði sem dauði Georges Floyd í vor kveikti víða um heim.
Lögreglumaðurinn Chauvin laus gegn tryggingagjaldi
Lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð George Floyd að bana í Minnesota í maí, er laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingagjaldi. Lögregluembættið í Hennepin-sýslu greindi frá þessu. Að sögn AFP fréttastofunnar var tryggingagjaldið ein milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 140 milljón króna.
Hver hinna ákærðu í máli George Floyds ásakar hina
Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem lagði hné sitt að hálsi Floyds í níu mínútur, fullyrðir fyrir rétti að ofskammtur af fentanýli, mjög sterku verkjalyfi, hafi orðið honum að fjörtjóni. Hann sakar tvo hinna lögreglumannana um að hafa ekki metið ástand Floyds réttilega.
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
Portland: Mótmæli og átök í 100 daga
Um helgina eru 100 dagar síðan mótmæli hófust í Portland í Oregon en þau kviknuðu vegna dauða George Floyd, sem banað var af lögreglumanninum Derek Chauvin í maí síðastliðnum í Minneapolis. Mótmælendur segjast reiðubúnir að halda áfram fram að forsetakosningum í nóvember.
Verjandi Chauvin krefst frávísunar
Verjandi fyrrverandi lögreglumannsins Derek Chauvin, sem varð Bandaríkjamanninum George Floyd að bana í maí, krefst þess að dómari vísi ákærum á hendur Chauvin frá. Fréttastofa CNN hefur eftir málsskjölum að verjandi Chauvins telji ekki nægar sannanir til að styðja við ákærur vegna morðs af annarri eða þriðju gráðu eða annarrar gráðu manndráp.
Segir hlutverk sitt líkast mennskri umferðarkeilu
Tou Thao, einn lögreglumannanna sem er ákærður fyrir aðild að morðinu á George Floyd í Minneapolis í maí, segir hlut sinn í málinu afskaplega lítinn. Hans hlutverk hafi helst verið að halda aftur af vegfarendum. Frá þessu greindi hann í yfirheyrslu hjá ríkislögreglunni í Minnesota.
Bauluðu á eigin leikmenn sem krupu á hné
FC Dallas og Nashville SC áttust við á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Dallas í Texasríki í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Ákveðinn hópur aðdáenda Dallas-liðsins var ekki sáttur þegar leikmenn sýndu réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum samstöðu fyrir leik.
13.08.2020 - 10:20
Myndskeið
Myndbönd lögreglu af morðinu á Floyd gerð opinber
Upptökur úr myndavélum lögreglumannanna sem urðu Bandaríkjamanninum George Floyd að bana í maí voru birtar opinberlega í gær eftir dómsúrskurð. Á myndskeiðunum má heyra Floyd biðja lögreglumennina um að sýna sér miskunn. Hann minnist margsinnis á að hann sé haldinn innilokunarkennd, og biðlar til lögreglumannanna um að skjóta sig ekki. Rétt er að vara við efni myndbandsins.
Á annað hundrað handtekin í óeirðum í Chicago
Yfir eitt hundrað voru handtekin í fjölmennum óeirðum í miðborg Chicago í gærkvöld. Þrettán lögreglumenn slösuðust.
10.08.2020 - 18:00
Upptöku af handtöku Floyds lekið á Netið
Upptökur úr búkmyndavélum tveggja þeirra lögreglumanna sem handtóku George Floyd í maí síðastliðnum varpa nýju ljósi á atburðarásina sem varð kveikjan að gríðarlegum mótmælum, nánast um allan heim.
Myndskeið
Óvenjuleg staða sem mörgum þykir ógnvekjandi
Spenna eykst stöðugt í borginni Portland í Bandaríkjunum þar sem mótmælendur takast á við lögreglusveitir sem Bandaríkjaforseti sendi þangað í óþökk yfirvalda á svæðinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að þetta virðist hluti af því að búa til frásögn sem nýtist forsetanum í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í haust.
23.07.2020 - 20:12
Útvarp
„Síðustu viku hefur Trump notað borgina okkar sem svið“
Bandaríska alríkislögreglan er sögð keyra um götur í Portland og grípa mótmælendur af götunni í ómerktum bílum. Saksóknari Oregon-ríkis hefur kært bandarísk stjórnvöld fyrir að ólöglegar handtökur.
19.07.2020 - 12:26
Reistu hnefa í átta mínútur og 46 sekúndur
Bandaríska karladeildin í fótbolta, MLS, sneri aftur í gærkvöld eftir hlé sem gert var vegna COVID-19. Leikmenn í deildinni sýndu réttindabaráttu svartra í landinu samstöðu fyrir leik gærkvöldsins.
09.07.2020 - 10:00
Kólumbusi steypt af stalli og hent í höfnina
Mótmælendur í borginni Baltimore í Bandaríkjunum steyptu í nótt styttu af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus af stalli. Fólkið batt reipi um styttuna, dró hana niður og fór með hana að höfninni þar sem henni var varpað í sjóinn.
05.07.2020 - 08:45
„Þetta er eins og stríð gegn kynþættinum“
Svart fólk í Minneapolis hefur stofnað sínar eigin öryggissveitir vegna vantrausts á lögregluna, eftir að George Floyd var drepinn.
02.07.2020 - 14:27
Hvítir hætta að túlka þeldökka
Kvikmyndaframleiðandinn Fox sem stendur að framleiðslu þáttanna um Simspon fjölskylduna og Family Guy mun héðan í frá ekki fá hvíta leikara til að tala fyrir persónur af öðrum uppruna.
27.06.2020 - 04:26
Vilja reisa minnisvarða um fyrsta svarta íbúa landsins
Hans Jónatan var búsettur hér á landi frá 1802 og er talinn vera einn fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi. Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að minnisvarði verði reistur til minningar um hann á Djúpavogi.
25.06.2020 - 11:34
Myndskeið
Fleiri finna að það þarf að taka á staðalímyndum
Vörumerkin Uncle Bens og Aunt Jemima heyra brátt sögunni til í núverandi mynd til að ýta ekki undir staðalímyndir svartra. Prófessor í mannfræði segir þetta og niðurrif á styttum í mótmælum síðustu vikna bera vott um samfélag sem hafi ekki horfst í augu við dökka fortíð. Það sé nú að breytast.
18.06.2020 - 20:15
Síðdegisútvarpið
„Gríðarlega hættulegt“ að ritskoða fortíðina
Streymisveitur og framleiðslufyrirtæki hafa síðustu daga fjarlægt einstaka kvikmyndir, þætti og jafnvel heilu þáttaraðirnar í kjölfar mótmælaöldunnar sem geisar í Bandaríkjunum. Björn Þór Vilhjálmsson lektor í bókmennta- og kvikmyndafræði segir að það sé misráðið. „Við eigum að horfast í augu við þetta. Við verðskuldum ekki að sópa þessu undir teppið.“
Lestin
George Floyd var eitt sinn rapparinn Stóri Floyd
George Floyd, sem lést á hörmulegan hátt í höndum lögreglu og kom af stað mótmælum sem ekki sér fyrir endann á, var á sínum yngri árum liðtækur rappari. Hann ólst upp í fátækrahverfum Houston og hékk í sömu kreðsum og hinn áhrifamikli plötusnúður DJ Screw.
17.06.2020 - 12:58
Á Sviss sinn eigin George Floyd?
Nöturlegur dauðdagi Georges Floyd hefur haft óhemjumikil áhrif á fólk út um allan heim. Alda mótmæla og meðfylgjandi hugarfarsbreytinga hefur skekið veröldina. Sviss, landið sem er frægast fyrir bankamenn og gauksklukkur, hefur ekki farið varhluta af því.
16.06.2020 - 07:07