Færslur: gengisþróun

Heimskviður
Erfiðir tímar í Tyrklandi
Þó að hagvöxtur í Tyrklandi hafi verið sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi í ár hafa kjör almennings orðið lakari. Ástæðan er mikið gengisfall tyrkneska gjaldmiðilsins og mikil verðbólga. Almenningur á í sífellt meiri vandræðum með að ná endum saman.
Gengi hríðfellur og lágmarkslaun hækkuð í Tyrklandi
Gengi tyrknesku lírunnar féll umtalsvert í dag eftir að seðlabanki landsins lækkaði stýrivexti um eitt prósent þó að verðbólga fari enn vaxandi og sé nú yfir 20 af hundraði. Erdoğan Tyrklandsforseti tilkynnti að lágmarkslaun yrðu hækkuð um helming á nýju ári.
16.12.2021 - 15:48
Fjármálaráðherra Tyrklands látinn fara
Forseti Tyrklands hefur rekið fjármálaráðherrann á sama tíma og efnahagsöngþveiti er í landinu og gengi tyrknesku lírunnar fellur stöðugt. Seðlabankinn fær ekkert að gert vegna afskipta forsetans.
02.12.2021 - 16:14
Verð á kjötvöru hækkar við gengisfall krónunnar
Nokkrar afurðastöðvar hafa undanfarið tilkynnt um allt að fimm prósenta verðhækkun á kjötvörum til verslana. Aðalástæðan er sögð lækkun íslensku krónunnar og aukinn framleiðslukostnaður þess vegna.
25.03.2020 - 18:02
Fyrsta samdráttarárið síðan 2010 í kortunum
Staða WOW air, fækkun ferðamanna, kjaraviðræður og loðnubrestur eru meðal þess sem fjallað var um þegar hagspá greiningardeildar Arion banka var kynnt í dag. Hagvaxtarskeið undanfarinna ára líður undir lok á þessu ári, gangi spáin eftir, en hún gerir ráð fyrir samdrætti fyrsta árið í níu ár. Atvinnuleysi eykst og krónan veikist hvort sem WOW air heldur velli eða ekki.
Verðbólga verði lægri vegna lægra olíuverðs
Eftir að hafa hækkað nær stöðugt frá miðju síðasta ári hefur olíuverð snarfallið á heimsmarkaði síðustu vikur. Þetta segir í Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Verðfallið skili sér líklega í lægri verðbólgu en áður hafði verið spáð. Þannig ætti bensín að lækka í verði og gjaldeyrisútflæði vegna innflutnings olíuafurða að minnka, sem myndi styðja við gengi krónunnar.
28.11.2018 - 10:55
Hvers vegna lækkar krónan?
Hagfræðingur útilokar ekki að krónan eigi eftir að veikjast enn meira. Frá því í lok júlí hefur gengi krónu lækkað um 11%. Á sama tíma hefur evran hækkað um tæp 13% gagnvart krónunni. Meginskýringin á falli krónunnar er óvissa í efnahagsmálum. Stærsti þátturinn eru þau áhrif sem hækkun olíuverðs og aukin samkeppni hefur á flugfélögin.
18.10.2018 - 12:07
Markaðurinn hugsanlega að róast
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að litlar breytingar hafi orðið á gengi íslensku krónunnar í dag og hugsanlega sé markaðurinn að róast. Verði krónan áfram stöðug þurfi Seðlabankinn ekki að grípa inn í gjaldeyrismarkað á nýjan leik.
12.10.2018 - 18:28
Titringur í kringum krónuna
Gengi krónunnar veiktist um þrjú prósent miðað við evru í dag, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að búast hafi mátt við auknum sveiflum í gengi eftir að skref voru stigin í átt að afnámi gjaldeyrishafta fyrr á árinu. Talsverður titringur sé nú í kringum krónuna. Hann segir líka að hjarðhegðun á markaði hafi áhrif á gengi. Lektor í hagfræði segir að hreyfingar milli daga séu ekkert óeðlilegar í sjálfu sér en þrjú prósent komi á óvart.
11.07.2017 - 21:25
Útgerðin kallar eftir verulegri vaxtalækkun
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kallar eftir verulegri vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Áhrifin af sterkri krónu og lækkandi fiskverði séu farin að valda miklum vandræðum í rekstri þessarra fyrirtækja. Framlegðin sé lítil sem engin og víða sé orðið erfitt að manna fiskiskip.
12.06.2017 - 18:03
Sterk króna skilar sér ekki í vasa neytenda
Verð á fatnaði og byggingarvöru hefur ekki lækkað í samræmi við styrkingu krónunnar og tollalækkanir, og verð á innfluttri matvöru hefur ekki lækkað til jafns við gengisþróun.
02.05.2017 - 16:08