Færslur: Geldingadalsgos

Þyrfti að gjósa í mörg ár til að stór dyngja myndist
Eldgosið við Fagradalsfjall þyrfti að haldast stöðugt í áratugi til að mynda stóra dyngju. Fátt bendir til að það ógni byggð á næstu árum nema flæðið breytist. Eldfjallafræðingur segir að þetta geti hentað vel fyrir ferðamenn ef gosið heldur áfram. Rennslið úr gígnum hefur haldist stöðugt, með 5 til 10 rúmmetra flæði á sekúndu, síðan það hófst á föstudagskvöld.
Fólk hvatt til að yfirgefa gosstöðvar fyrir fimm
Veðurstofan hvetur fólk sem leggur leið sína að eldgosinu í Geldingadölum til að yfirgefa staðinn fyrir klukkan fimm í dag. Gasmengun eykst þegar líður á daginn og má gera ráð fyrir að hún verði langt yfir heilsuverndarmörkum eftir klukkan sjö í kvöld.
Viðtal
Hefur áhyggjur af gasi við gosstöðvarnar á morgun
Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, lýsti miklum áhyggjum af því að gas safnist saman í Geldingadölum á morgun. Þegar lægir seinni partinn á morgun verður alls ekki hættandi á að fara niður í dalinn til að komast að hrauninu.
Viðtal
„Við höfum bjargað mannslífum í nótt“
Enginn vafi leikur á því að björgunarsveitir björguðu mannslífum í nótt segir Arnar Steinn Elísson aðgerðastjóri. Um 160 manns voru að störfum í nótt til að tryggja að fólk kæmist örugglega til baka. Nú er lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk fari upp að gosstöðvunum í vonskuveðri en ekki hafa allir hlýtt tilmælum.
Myndskeið
Björgunarsveitarmenn fundu vel fyrir gasinu
„Gasið leynir á sér, liggur í hvilftum og holum. Fólk dettur bara niður ef það lendir í svona pollum. Við fundum fyrir gasinu og þurftum að hverfa úr einni hvilft með hraði,“ segir Valmundur Árnason, björgunarsveitarmaður frá Akranesi, sem var ásamt félögum sínum, þeim Samúel Þorsteinssyni og Sigurði Inga Grétarssyni, við leitarstörf við gosstöðvarnar í nótt. Þeir segja aðstæður vera erfiðar, þar er blautt og svæðið allt erfitt yfirferðar.
Viðtöl
„Við þurftum að láta bjarga okkur“
Fólk sem sneri aftur af gosstöðvunum síðla nætur og snemma morguns var orðið blautt, kalt og þreytt - og þurfti margt hvert á aðstoð björgunarsveita og sjálfboðaliða í fjöldahjálparstöð að halda.
Þyrla Gæslunnar kölluð út - ekki vitað um einn bíl
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að fljúga yfir gosstöðvarnar og athuga hvort þar sé eitthvað fólk í vandræðum. Björgunarsveitir eiga eftir að hafa upp á þeim sem komu á bíl með erlendum númeraplötum. „Það eru bara skýr skilaboð; ekki leggja inn á svæðið í dag. Þar er vont veður og mikil gasmengun,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.
22.03.2021 - 08:48
Myndskeið
Hvetur fólk til að fara varlega við gosstöðvarnar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug með þyrlu Landhelgisgæslunnar að gosstöðvunum í dag. Hann segir eldsumbrotin ógleymanleg og söguleg og hvetur til varkárni.
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið át fulla pönnu af beikoni og eggi
Þúsundir gosþyrstra ferðalanga gengu í Geldingadal í dag og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Nokkur verðmæti urðu þó hrauninu að bráð og björgunarsveitir þurftu að vísa fólki frá jaðrinum, en langflestir voru til fyrirmyndar. Svangur ferðalangur ætlaði að elda beikon og egg handa sér og vinum sínum, en hafði ekki erindi sem erfiði, en hraunið vann það kappát.
Sjónvarpsfrétt
800 ára þögn rofin með stórkostlegu sjónarspili
Mörg hundruð manns gengu að gosinu í gærkvöldi til að sjá náttúruöflin að verki. Þó að gosið sé lítið í vísindalegu tilliti, er það nokkuð stórbrotið fyrir augun - og myndavélarnar. 
Myndskeið
Kvikustreymið braut sér nýja leið
Tilkomumikið var að sjá þegar kvikustreymið braut sér nýja leið á þriðja tímanum í dag. Hraunið braut sér leið í þá átt þar sem fólk hefur staðið og horft á eldgosið. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður var á staðnum og tók upp meðfylgjandi myndband.
Myndskeið
Mörg hundruð manns við gosstöðvarnar
Mörg hundruð manns eru við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall en þar gýs enn af álíka krafti og í gær. Veðurstofan vekur athygli á því að veður á svæðinu versnar talsvert eftir því sem líður á daginn. Í kvöld og nótt verður þar hvassviðri, slydda eða snjókoma og því lítið vit í að vera á ferðinni nærri jarðeldunum eftir að dimmir.
Varnaðarorð vísindamanna til gosfólks
Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína upp í Geldingadal, að nóttu sem degi, til að verða vitni að sjónarspilinu við gosstöðvarnar. Skiljanlega. Almannavarnir hafa ekki lokað svæðinu og er það svo sem öllum opið sem vilja leggja gönguna á sig, en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hættulegt. Varnaðarorð okkar helstu vísindamanna eru hér tekin saman, þar sem er biðlað til fólks að fara varlega, enda um dauðans alvöru að ræða.
Viðtal
Sprungur gætu opnast fyrirvaralaust
Nýjar sprungur geta opnast fyrirvaralaust á gosstöðvunum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga, að sögn Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Slíkt hafi gert í gosinu við Fimmvörðuháls. Kvikugangurinn nær frá Nátthaga og norður fyrir gosstöðvarnar.
„Það vantaði bara gosbjarmann í baksýn”
„Það munaði svo litlu,” segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Í kvöldfréttum RÚV á föstudag sagðist Benedikt, varfærnislega þó, síður eiga von á gosi við Fagradalsfjall. Einum og hálfum tíma síðar byrjaði að gjósa og vakti þetta töluverða kátínu á internetinu.
21.03.2021 - 12:44
Viðtal
Forsetinn fór að gosstöðvunum - hvetur til varkárni
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fór að gosstöðvunum í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga í morgun, með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann segir að eldsumbrotin séu ógleymanleg sjón en að fólk þurfi að gæta sín betur í návígi við það.
Var í tjaldi við gosstöðvarnar
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt, mis vel búið. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því í nógu að snúast. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem er í aðgerðastjórn, segir að nóttin hafi gengið furðu vel miðað við aðstæður. 
Ólíklegt að gasstyrkur verði hættulegur í byggð
Búast má við gasmengun vegna eldgossins í Geldingadölum og að hún verði mest nálægt upptökum þess. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gasið dreifist til norðausturs frá gosstöðvunum í átt að höfuðborgarsvæðinu í dag en að mjög ólíklegt sé að gasstyrkur verði hættulegur þar. Vísindamenn vinna að mælingum.
Myndskeið
Vilja auka eftirlit með gossvæðinu
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að vilji sé til að auka eftirlit með gossvæðinu. Fjöldi fólks hefur freistað þess að ganga að gosstöðvunum í dag. Rögnvaldur segir svæðið ekki lokað en að þeir sem fari að gosinu þurfi að fylgja leiðbeiningum.
Bera út veifur í öll hús í varúðarskyni ef þarf að rýma
Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum bar í dag út sérstakar veifur í öll hús í bæjarfélaginu. Þeim á fólk að koma fyrir á sýnilegum stað til að auðvelda fyrir ef til rýmingar kemur. Borin voru út umslög sem í eru tveir borðar, annar rauður og hinn hvítur. Rauður borði táknar að hús hafi verið rýmt en hvítur að aðstoðar sé þörf. Þetta er gert í samstarfi við sveitarfélagið og í varúðarskyni.
Aðalgígurinn hár og gæti hrunið
Gangur eldgossins í Geldingadal var ræddur á fundi vísindaráðs almannavarna síðdegis. Þar var sömuleiðis rætt um þær hættur sem kann að stafa af eldgosinu. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur er meðal þeirra sem sátu fund vísindaráðs almannavarna. Hann sagði í kvöldfréttum útvarps að skyndilegar breytingar geti orðið á gosstöðvunum sem skapað geti hættu. Til dæmis gæti megingígurinn hrunið, enda er hann orðinn ansi hár. Þá getur hraunjaðarinn breyst í skyndi og gosið víðar í sprungunni.
Viðtal
Margir illa búnir að leggja af stað gangandi
Það er augljóst að margir vilja koma auga á eldgosið í Geldingadal og margir þeirra illa búnir undir langar göngur, sagði Kristín Sigurðardóttir fréttamaður í síðdegisfréttum í útvarpi. Þá var hún á bílastæði við Grindavíkurafleggjara, nærri Svartsengi. Undir það tók Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hann sagðist hafa meiri áhyggjur af folki sem reynir að ganga að eldgosinu en gosinu sjálfu.
Myndskeið
Fylgstu með hraunrennslinu í dag
Hraunrennslið í eldgosinu er enn stöðugt en hraunið er mest orðið um tíu metra þykkt og talið er að 0,2 til 0,3 milljón rúmmetrar af kviku hafi komið upp á yfirborðið í gosinu. Hér er hægt að sjá hvernig hraunrennslið hefur þróast frá því í morgun þegar vefmyndavélinni var komið fyrir á Fagradalsfjalli, við Geldingadali.
20.03.2021 - 15:31
Myndskeið
Aukafréttatími um eldgosið
Fjallað var um eldgosið í Geldingadal frá ýmsum hliðum í aukafréttatíma í sjónvarpi sem sendur var út í hádeginu í dag. Myndir voru sýndar frá gosstöðvunum sem teknar voru í gærkvöld, í nótt og í morgun. Einnig var rætt við vísindamenn, almannavarnir, íbúa og annað fólk í grennd og við ráðamenn.
Myndskeið
Hraunið er mest um tíu metra þykkt
Hraunið sem rennur úr gossprungu í Geldingadölum á Reykjanesskaga er um tíu metra þykkt þar sem það er þykkast og gosið telst vera mjög lítið. Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna nú eftir hádegi.