Færslur: Geldingadalir

Giftu sig við gosstöðvarnar
Sumarliði V. Snæland Ingimarsson og Jón Örvar Gestsson héldu heldur óhefðbundna giftingarathöfn síðastliðinn föstudag þegar þeir létu pússa sig saman við gosstöðvarnar í Geldingadölum. „Við ætluðum að gifta okkur 5. september síðastliðinn. Við vorum að vinna í því skipulagi í fyrravor þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og ákváðum þá að bíða,“ segir Sumarliði.
Gasmengun hefur allt að tvöfaldast frá byrjun gossins
Gasmengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum hefur allt að tvöfaldast frá byrjun goss. Hraunelfur virðist ekki renna lengur niður í Meradali.
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á hádegi
Gasmengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga í dag. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir fáa vera við gosstöðvarnar núna en svæðið verður ekki opnað fyrir aðgengi almennings fyrr en á hádegi.
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Til greina kemur að loka fyrir aðgengi vegna mengunar
Til greina kemur að loka fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag vegna gasmengunar. Í spá Veðurstofunnar um gasdreifingu vegna jarðeldanna kemur fram að vindur sé nægilega hægur til að uppsöfnun gass geti orðið hættuleg nærri gosstöðvunum. Þó sé ekki líklegt að mengunar verði vart í byggð.
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Göngumennirnir eru fundnir
Göngumennirnir tveir sem villtust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld eru fundnir. Þeir mættu hópi björgunarsveitarfólks á ellefta tímanum sem var á leið til leitar að mönnunum.
08.04.2021 - 22:25
Óljóst hver á að vara við gasmengun
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir óljóst hver eigi að vara íbúa við gasmengun þegar hún fer yfir heilsuverndarmörk. Mikil mengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum mældist í um tuttugu mínútur í Njarðvík í gærmorgun, eða um tvö þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Þegar svo mikil mengun mælist eiga börn að halda sig sem mest innandyra og íbúar að loka gluggum, en þeir voru ekki varaðir við í tæka tíð í gær.
Myndskeið
Eldgosið tilkomumikið í snjókomunni
Nú gýs úr þremur gosopum í Geldinga- og Meradölum á Reykjanesskaga. Vísindamenn fóru í könnunarflug í gær og staðfestu þá að hraunbreiðurnar úr gosopunum þremur ná nú saman.
08.04.2021 - 09:53
„Ekkert útivistarveður“ við gosstöðvarnar
Opnað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan sex í morgun en rýma þurfti svæðið vegna gasmengunar í gærkvöld. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir ekki ráðlagt að fara að gosstöðvunum í dag en lögregla og vísindamenn funda um stöðuna klukkan tíu.
„Við vissum að þetta væri hættusvæði“
Ný gossprunga myndaðist um miðnætti á eldstöðvunum á Reykjanesskaga. Sprungan er á milli upprunalega gossins í Geldingadölum og þess nýja í Meradölum. „Þetta er ein af ástæðunum af hverju við lokuðum í gær. Við vissum að þetta væri hættusvæði, að þetta gæti gerst og það gerðist,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
07.04.2021 - 08:55
Viðtal
„Það varð einhver feill í pípulögninni“
Aðdragandi þess að ný sprunga opnaðist í eldgosinu á Reykjanesskaga í gær er líklega sá að þrýstingurinn var orðinn svo mikill á upphaflegu eldstöðinni að hraunið fann sér aðra leið út. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að nýja sprungan sé að öllum líkindum framhald á upphaflega gosinu sem hafi fundið sér aðra leið upp á yfirborðið þegar fram liðu stundir.
Viðtal
Varasamt að kvikan brjótist hljóðlega upp án fyrirvara
Vísbendingar eru um að gosrásin í gígana í Geldingadölum hafi þrengst og kvikan hafi þess vegna leitað upp á yfirborðið í nýju sprungunum sem opnuðust í gær, segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur. Erfitt sé að segja til um hvort áfram gýs á báðum stöðum.
Myndskeið
Gengu í sex tíma frá Krísuvík og var snúið við
Gosstöðvarnar voru rýmdar um leið ljóst var að nýjar sprungur væru að opnast þar í dag. Flestir yfirgáfu þær strax en dæmi var um fólk sem kom að gosstöðvunum frá stöðum lengra í burt þar sem ekki voru formlegar lokanir.
Sprunga opnaðist skammt frá tjaldi Þorbjörns
Gossprungurnar sem opnuðust í Geldingadölum er um 200 metra frá tjaldbúðum þeim sem björgunarsveitin Þorbjörn hefur haldið úti undanfarnar tvær vikur. Í Facebook-færslu fagna björgunarsveitarmenn því að nýja sprungan opnaðist ekki nær því þá hefði getað farið illa.
Myndskeið
Tvær nýjar sprungur og hraunið rennur í Meradali
Önnur minni sprunga hefur bæst við skammt vestur af þeirri sem opnaðist í hádeginu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir nýju sprungurnar ekki endilega koma á óvart.
05.04.2021 - 14:05
„Mælum alls ekki með því að fólk fari að gosstöðvunum“
Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri og lögreglumaður á Suðurnesjum, ráðleggur fólki frá því að fara að gosstöðvunum í dag vegna veðurs. Opnað var fyrir aðgengi almennings á hádegi en lokað hafði verið síðan á föstudag.
Hraun gæti flætt úr dalnum eftir rúmlega viku
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, gerir ráð fyrir að hraun flæði úr Geldingadölum eftir eina til tvær vikur. Hraunpollur sem myndast hafði norður af gígnum Norðra tæmdist að hluta í nótt. Yfirborð hraunpollsins, eða hrauntjarnarinnar, lækkaði um þrjá til fjóra metra í nótt.
03.04.2021 - 18:28
Gosstöðvarnar lokaðar á morgun vegna vondrar veðurspár
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum allan daginn á morgun. Ekki verður opnað aftur fyrr en klukkan sex að morgni páskadags. Þetta var ákveðið á grundvelli veðurspár. Veðurstofan spáir vonskuveðri, hvassri suðvestan- og vestanátt með rigningu eða súld og lélegu skyggni á gosstöðvunum. Að sögn Veðurstofunnar verður ekkert ferðaveður við gosstöðvarnar á morgun.
Fjórum vísað frá gosinu - áttu að vera í sóttkví
Lögreglan vísaði fjórum frá gosstöðvunum í gær sem áttu að vera í sóttkví. Átta hundruð bílar eru á bílastæðum við gönguleiðina og veðrið gott. 
Fjöldi fólks við gosstöðvar en blikur á lofti á morgun
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum það sem af er degi og hefur allt gengið vel fyrir sig, segir Sigurður Bergmann vettvangsstjóri. Hann segir þó blikur á lofti hvað varðar morgundaginn. Veðurspáin er slæm og því verður skoðað í dag hvort takmarka þurfi ferðir að gosstöðvunum á morgun eða loka fyrir umferð þegar veðrið gengur yfir.
Gekk mun betur en í gær
Staðan við gosstöðvarnar í Geldingadölum hefur verið mun betri í dag en í gær þegar margra kílómetra löng bílaröð teygði sig upp að Bláa lóninu þegar verst lét. Nýjar reglur tóku gildi í dag þar sem opið er frá sex á morgnana til sex á kvöldin, ef aðstæður leyfa, og svæðið rýmt klukkan tíu.
„Hér er heilt bæjarfélag í gíslingu“
Vettvangsstjórn í Grindavík kom saman klukkan átta, meðal annars til að ræða hvort breyta þurfi skipulagi á svæðinu í kringum gosstöðvarnar í Geldingadölum vegna mikillar aðsóknar. Í bjartviðrinu í gær var bíll við bíl langleiðina eftir öllum Grindavíkurvegi og um kvöldmatarleytið lokaði lögregla fyrir bílaumferð að svæðinu.
Myndskeið
Mannfjöldinn sást vel á vefmyndavél
Talið er að metaðsókn hafi verið að gosstöðvunum í dag en enn voru þúsundir þar í kvöld þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir bílaumferð. Mannfjöldinn sást vel á vefmyndavél Ríkisútvarpsins.
30.03.2021 - 22:54
„Ég vissi ekki að það byggju svona margir á Íslandi“
Talið er að metaðsókn hafi verið að gosstöðvunum í dag. Enn eru þúsundir þar þrátt fyrir að lögregla hafi lokað svæðinu fyrir frekari bílaumferð fyrr í kvöld.
30.03.2021 - 21:35