Færslur: geislavirkni

Óttuðust geislavirkni í HA eftir veikindi starfsmanns
Húsvörður sem komst í snertingu við torkennilegan hlut í kjallara Háskólans á Akureyri í vikunni var sendur á sjúkrahús eftir skyndileg veikindi. Starfsmenn Geislavarna ríkisins komu norður í gærmorgun og rannsökuðu hlutinn sem reyndist ekki geislavirkur eins og óttast var.
09.12.2021 - 09:19
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.