Færslur: Geimvísindi

Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Kínversk könnunarflaug lögð af stað til Mars
Fyrsta al-kínverska könnunarfarinu sem rannsaka á plánetuna Mars var skotið á loft í morgunsárið. Mun flugtakið hafa gengið að óskum. Könnunarflaugin er flutt út í geim með kínverskri Chang Zheng-5 eldflaug, sem skotið var upp frá Wenchang-eldflaugastöðinni á eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi. Er könnunarfarinu síðan ætlað að halda ferðinni áfram til Mars og skila þangað rannsóknartækjum og tólum sem fara munu um yfirborð plánetunnar rauðu, taka þar sýni og myndir og senda til Jarðar.
23.07.2020 - 05:42
Von stefnir á Mars
Mikill fögnuður braust út þegar eldflaug sem ber fyrsta geimfar Sameinuðu arabísku furstadæmanna var skotið á loft frá Tanegashima geimferðamiðstöðinni í Japan.
Rannsókn á uppruna alheimsins tefst
Enn þarf að fresta því að koma James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um sólu.
Leita að bátsverjum til að sækja geimflaug
Nýlega auglýsti Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands eftir báti og mannskap til að sækja eldflaug út á haf. Eldflauginni verður skotið frá Sauðanesi á Langanesi. Skotið er hluti af tilraunum evrópska sprotafyrirtækisins Skyora hér á landi. Atli Þór Fanndal, forsvarsmaður Geimvísinda- og tækniskrifstofunnar, segir að þónokkur viðbrögð hafi borist við auglýsingunni.
Stærsta sprenging alheimsins í Naðurvalda
Í vetrarbrautarþyrpingu órafjarri varð ofsafengin sprenging, sem stjörnufræðingar segja stærstu sprengingu sem þeir hafa uppgötvað. Talið er að gríðarstórt svarthol í miðri vetrarbrautaþyrpingunni Naðurvalda eigi sök á sprengingunni. Þyrpingin er í um 390 milljón ljósára fjarlægð og uppgötvaðist með myndum úr sjónaukum bæði á jörðu niðri og úti í geimnum.
28.02.2020 - 06:07
Halastjarna úr öðru sólkerfi lítur við
Eftir ítarlega skoðun var staðfest að halastjarna sem sást til í ágúst kom úr öðru sólkerfi en okkar. Þetta er aðeins í annað sinn sem sést hefur til hlutar sem kemur úr öðru sólkerfi.
25.09.2019 - 05:41
Svarthol gerist sífellt gráðugra
Risastóra svartholið í miðju vetrarbrautarinnar verður sífellt gráðugra samkvæmt athugunum stjörnufræðinga. Svo virðist sem svartholið gleypi í sig nálæg efni á áður óþekktum hraða.
14.09.2019 - 07:52
Forstjórar og sérfræðingar stefna á tunglþorp
Samtökin Open Lunar stefna á að byggja þorp á tunglinu á næstu árum. Forstjórar tæknifyrirtækja úr Kísildalnum, verktakar, sérfræðingar og fólk með með tengsl við bandarísku geimvísindastofnunina NASA, er meðal meðlima í samtökunum.
13.09.2019 - 23:02
Gætum ekki staðið upprétt á K2-18b
Í um hundrað og ellefu ljósára fjarlægð frá jörðu er plánetan K2-18b, þar sem mögulega þrífst líf á borð við það sem finna má hér. Aldrei áður hefur fundist vatn á reikistjörnu sem er í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sólkerfis hennar til að vatn geti verið þar á fljótandi formi.
12.09.2019 - 20:30
Lífvænleg reikistjarna í 111 ljósára fjarlægð
Í um 111 ljósára fjarlægð frá jörðu er pláneta þar sem mögulega þrífst líf á borð við það sem finna má hér. Vatn er á reikistjörnunni, og er hún í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sólkerfis hennar til þess að þykja lífvænleg.
12.09.2019 - 04:25
Tunglleiðangur Indverja mistókst
Tunglleiðangur Indverja virðist hafa misheppnast en geimflaugin Chandrayaan 2 átti að lenda á suðurpól tunglsins í dag. Geimfarinu var skotið á loft frá indversku geimvísindastofnuninni 22. júlí. Mánuði síðar heppnaðist að beina farinu á braut um tunglið og fyrir þremur dögum tókst aðskilnaður hinna tveggja hluta fullkomlega.
06.09.2019 - 22:46
Fréttaskýring
Indverjar lenda á tunglinu
Indverska geimfarið Chandrayaan-2 lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Fimmtíu ár eru síðan Neil Armstrong steig fyrstu manna fæti á tunglið. Lítið skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið.
03.09.2019 - 15:57
Tunglleiðangur kostar 2.500 - 3.750 milljarða
Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, áætlar að kostnaður við að senda mannað geimfar til tunglsins og lenda því þar nemi á bilinu 20 til 30 milljörðum Bandaríkjadala, eða 2.500 - 3.750 milljörðum króna. NASA hefur að undanförnu kynnt áform sín um að senda mannað geimfar til tunglsins áður en árið 2024 rennur sitt skeið.
16.06.2019 - 05:43
Tunglið skreppur löturhægt saman
Tunglið okkar minnkar smám saman, og veldur því að þar krumpast yfirborðið og skelfur. Þetta kemur fram í rannsókn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.
14.05.2019 - 02:07
Jörð skelfur á Mars
Vísindafólk við frönsku geimferðarstofnunina Cnes greindi frá því í dag að geimfarið SEIS hefði mælt jarðskjálfta á Mars 6. apríl síðastliðinn. Þetta er fyrsti skjálftinn sem fundist hefur á plánetunni rauðu. AFP greinir frá.
23.04.2019 - 16:26
Tunglfar Ísraels brotlenti
Tilraun Ísraels til að verða fjórða ríkið til að lenda geimfari örugglega á tunglinu mistókst í gær. Vélarbilun við lendingu varð til þess að geimfarið brotlenti að öllum líkindum á tunglinu, en stjórnstöð í Ísrael missti sambandið við það.
12.04.2019 - 04:40
Fyrsta ferð Falcon Heavy vel heppnuð
Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX notaði Falcon Heavy flaug sína til þess að skjóta gervihnetti á braut um jörðu í fyrsta sinn í dag. Um 34 mínútum eftir flugtak hafði flaugin sleppt samskiptagervihnetti frá Sádi Arabíu á braut, við mikinn fögnuð starfsmanna í stjórnstöð.
12.04.2019 - 01:18
Tilraun Indverja setji ISS í stórhættu
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA er verulega ósátt við það hvernig Indverjar stóðu að eyðileggingu eins gervihnatta sinna. Gervihnötturinn tvístraðist í um 400 búta sem fljúga nú stjórnlaust á braut um jörðu og setur geimfara um borð í Alþjóðageimstöðinni, ISS, í hættu.
02.04.2019 - 06:42
Vonast eftir svörum um uppruna sólkerfisins
Japanskt geimfar sem ætlað var að senda til að rannsaka fjarlægan loftstein er talið hafa lent á loftsteininum í nótt. Chisato Ikuta, talskona geimvísindastofnunar Japans, JAXA, segir í samtali við AFP að miðað við gögnin sem berist frá geimfarinu Hayabusa2 virðist sem lendingin á loftsteininum hafi heppnast vel. Þó verður ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið verður að greina öll gögn. 
22.02.2019 - 01:38
Opportunity kveður frá Mars
Eftir dygga þjónustu í rúm fjórtán ár kom að því að samband geimjeppans Opportunity á Mars við stjórnstöð NASA í Bandaríkjunum rofnaði. Ekkert hefur spurst til þjarksins síðan í júní í fyrra. Þá slitnaði sambandið við hann eftir mikinn rykbyl. Hann var loks úrskurðaður ónothæfur í dag. 
14.02.2019 - 03:56
Hringir Satúrnusar „síðan í gær“
Hringirnir í kringum Satúrnus eru tiltölulega ungir. Samkvæmt mælingum vísindamanna eru varla meira en 100 milljón ár síðan þeir mynduðust, en þá réðu risaeðlur ríkjum hér á jörðinni.
18.01.2019 - 06:35
Hringdi óvart í neyðarlínuna úr ISS
Hollenski geimfarinn Andrei Kuipers hringdi óvart í bandarísku neyðarlínuna 911 úr Alþjóðageimstöðinni ISS á dögunum. Hann gerði það þó ekki vísvitandi, og skellti á áður en nokkur svaraði. Kuipers greindi frá þessu klúðri sínu í viðtali við hollensku útvarpsstöðina Noederlandse Omroep Stchting.
05.01.2019 - 07:52
Kínverskt geimfar á fjarhlið tungslins
Kínverska geimfarið Chang'e-4 lenti mjúklega á tunglinu í nótt. Xinhua fréttastofan í Kína greinir frá þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar lendir á þeim hluta tunglsins sem snýr frá jörðu, og í annað sinn sem kínversk geimfar lendir á tunglinu.
03.01.2019 - 05:19
Ultima Thule eins og snjókarl
Í um 6,4 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólu þeytist fyrirbæri í laginu eins og snjókarl um geiminn. Þannig lýsa vísindamenn NASA Ultima Thule, eftir að skýrari myndir af fyrirbærinu skiluðu sér frá New Horizon geimfarinu í dag. Þannig fengu vísindamennirnir staðfest að Ultima Thule hafi myndast við að tveir hnettir dróust hægt hvor að öðrum þar til þeir festust saman.
03.01.2019 - 00:28