Færslur: Geimurinn

Skutu á loft sínu fyrsta tunglfari
Suðurkóreska geimvísindastofnunin skaut sínu fyrsta tunglfari á loft frá Bandaríkjunum í kvöld. Farið Danuri mun beita sex mælitækjum til þess að rannsaka tunglið næstu tólf mánuði. Meðal annars háþróaða myndavél sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA útvegaði.
05.08.2022 - 00:39
Rússar segja skilið við geimstöðina
Rússar hafa ákveðið að hætta þátttöku í starfsemi Alþjóðageimstöðvarinnar eftir árið 2024. Frá þessu greindi Júrí Borísov, nýr framkvæmdastjóri rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos, í dag.
Öðrum hluta geimstöðvar skotið á loft
Kínverska geimvísindastofnunin skaut öðrum hluta nýrrar geimstöðvar af þremur á loft í dag. Skotið þykir hafa heppnast vel.
24.07.2022 - 17:37
Myndskeið
Skært ljós á himni reyndist vera sjónauki frá NASA
Skært ljós sem sást á norðurhimni víða um land í fyrrinótt, reyndist vera sjónauki frá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna.
Svörin við stóru spurningum stjörnufræðinnar nálgast
Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, sem starfaði hjá NASA, segir nýja James Webb-geimsjónaukann marka tímamót. Margar nýjar uppgötvanir í stjörnufræði séu í vændum á næstu árum og svör við stóru spurningum stjörnufræðinnar í sjónmáli.
14.07.2022 - 09:37
Í BEINNI
Horft meira en 13 milljarða ára aftur í tímann
Fyrsta ljósmyndin úr James Webb-geimsjónaukanum var birt í gær. Ljósmyndin sýnir ógrynni af stjörnuþokum í allt að 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. Hún markar vatnaskil í rannsóknum á vetrarbrautum.
Hlakkar til að senda Evrópumann til tunglsins
Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu áttu í viðræðum í dag um frekara samstarf við rannsóknir á tunglinu. Stefnt er að því að senda fyrsta Evrópumanninn til tunglsins.
15.06.2022 - 15:51
Allt í lás og bíða niðurstöðu ráðuneytisins
Samgöngustofa hafnaði umsókn skoska geimfyrirtækisins Skyrora um leyfi til geimskots á Langanesi á síðasta ári og telur að skortur á regluverki og heimildum komi í veg fyrir að stofnunin sjái sér fært að gefa út leyfi. Þetta segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn fréttastofu en Skyrora hefur kært ákvörðunina til innviðaráðuneytisins.
Segja íslensk stjórnvöld tefja geimskot
Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir óþarfa skrifræði tefja stærsta geimskot Evrópusögunnar og skorar á íslensk stjórnvöld að veita leyfi sem myndi binda enda á margra mánaða töf. Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
27.04.2022 - 15:31
Dýrasta sjónauka sögunnar skotið á loft
James Webb geimsjónaukanum var skotið upp frá Frönsku-Gvæjana nú klukkan 12.20.
25.12.2021 - 09:40
Umtalsvert meiri líkur á fleiri árekstrum í geimnum
Geimrusl verður meira með hverju árinu og fer vandamálið sem því fylgir ört vaxandi. Eftir að Rússar sprengdu gamalt, óvirkt gervitungl sitt fyrr í vetur með þeim afleiðingum að minnst 1.500 stærri brot geimrusls dreifðust um heiminn og fleiri hundruð þúsunda smærri agna hafa áhyggjur vísindasamfélagsins magnast enn.
15.12.2021 - 09:18
Deildarmyrkvi á tungli á morgun
Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur á Íslandi í fyrramálið ef veður leyfir. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum þar sem ítarlega er fjallað um myrkvann.
18.11.2021 - 10:50
Fordæma eldflaugatilraun Rússa í geimnum
Bandaríkjastjórn fordæmdi í dag eldflaugatilraun Rússa sem fólst í því að granda óvirkum gervihnetti. Tilraunin er sögð skapa mikið magn hættulegs geimrusls.
16.11.2021 - 21:00
Fyrsta geimganga kínverskrar konu í nótt
Wang Yaping er fyrsta kínverska konan til að fara í geimgöngu. Hún er hluti af áhöfn kínversku geimstöðvarinnar Tiangong og varði í nótt sex klukkustundum utan stöðvarinnar við að koma upp hluta af tæknibúnaði hennar.
NASA sendir far til tunglsins í leit að vatni
Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í gær að könnunarjeppi verði sendur til suðurpóls tunglsins árið 2023. Vonir standa til að hægt verði að færa sönnur á að vatn leynist undir yfirborði tunglsins.
21.09.2021 - 01:22
Kínverskir geimfarar á heimleið eftir 90 daga geimdvöl
Þrír kínverskir geimfarar eru nú á leið til jarðar eftir þriggja mánaða dvöl í Tiangong-geimstöðinni. Þar gerðu þeir ýmsar vísindatilraunir og fóru í geimgöngur.
Mars-jeppinn Perserverance náði heilum bergsýnum
Geimjeppanum Perseverance tókst í annari tilraun að ná heilum bergsýnum úr kletti á yfirborði reikistjörnunnar Mars. Síðar verða sýnin send til jarðar þar sem vísindamenn sækjast eftir auknum skilningi á jarðfræði þessa næsta nágranna okkar í sólkerfinu.
Geimjeppi hamast við að safna sýnum á Mars
Geimjeppi leitar nú að vísbendingum um hvort einhvern tíma hafi verið líf á reikistjörnunni Mars. Jarðvegssýni verða send til jarðar á næsta áratug.
06.08.2021 - 19:39
Kínversku geimfararnir lagðir af stað í för sína
Kínversku geimfararnir þrír sem eru á leið að Tiangong geimstöðinni lögðu upp í ferð sína úr Góbí eyðimörkinni á öðrum tímanum í nótt. Geimskotið tókst giftusamlega.
17.06.2021 - 02:17
Hluti kínverskrar eldflaugar fellur til jarðar
Búist er við að ríflega 20 tonna kínversk eldflaug hrapi til jarðar á næstu dgöum. Bandarísk hermálayfirvöld ætla sér ekki að granda flauginni en vísindamenn fylgjast grannt með ferð hennar inn fyrir gufuhvolfið.
06.05.2021 - 22:38
Útvarpsfrétt
Lítil þyrla náði flugi á Mars
Í fyrsta sinn hefur vísindafólki tekist að koma tæki á flug á annarri plánetu. Þyrlan Ingenuity náði að taka á loft, fljúga og lenda aftur á Mars fyrr í dag.
19.04.2021 - 15:43
Viðtal
Geimurinn og listin á stöðugri hreyfingu
Á sýningunni Halló, geimur í Listasafni Íslands er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneigninni. Þar er meðal annars skoðað hvernig ný geimöld hafði áhrif á myndllistarmenn og hvernig himintunglin koma inn í þjóðtrú og ævintýri.
Viðtal
Færumst sífellt nær því að senda fólk til Mars
Við færumst sífellt nær því að geta sent fólk til Mars, segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR sem áður starfaði hjá Nasa. Geimjeppinn Þrautseigja sé langöflugasta tækið sem mannkynið hafi nokkurn tíma sent þangað.
19.02.2021 - 21:23
Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.
20.10.2020 - 23:42
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07