Færslur: Geimurinn

Kínversku geimfararnir lagðir af stað í för sína
Kínversku geimfararnir þrír sem eru á leið að Tiangong geimstöðinni lögðu upp í ferð sína úr Góbí eyðimörkinni á öðrum tímanum í nótt. Geimskotið tókst giftusamlega.
17.06.2021 - 02:17
Hluti kínverskrar eldflaugar fellur til jarðar
Búist er við að ríflega 20 tonna kínversk eldflaug hrapi til jarðar á næstu dgöum. Bandarísk hermálayfirvöld ætla sér ekki að granda flauginni en vísindamenn fylgjast grannt með ferð hennar inn fyrir gufuhvolfið.
06.05.2021 - 22:38
Útvarpsfrétt
Lítil þyrla náði flugi á Mars
Í fyrsta sinn hefur vísindafólki tekist að koma tæki á flug á annarri plánetu. Þyrlan Ingenuity náði að taka á loft, fljúga og lenda aftur á Mars fyrr í dag.
19.04.2021 - 15:43
Viðtal
Geimurinn og listin á stöðugri hreyfingu
Á sýningunni Halló, geimur í Listasafni Íslands er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneigninni. Þar er meðal annars skoðað hvernig ný geimöld hafði áhrif á myndllistarmenn og hvernig himintunglin koma inn í þjóðtrú og ævintýri.
Viðtal
Færumst sífellt nær því að senda fólk til Mars
Við færumst sífellt nær því að geta sent fólk til Mars, segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR sem áður starfaði hjá Nasa. Geimjeppinn Þrautseigja sé langöflugasta tækið sem mannkynið hafi nokkurn tíma sent þangað.
19.02.2021 - 21:23
Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.
20.10.2020 - 23:42
Geimrusl á sporbaug um jörðu veldur áhyggjum
Möguleiki er á að löngu aflagt rússneskt gervitungl og hluti úr kínverskri eldflaug fari hættulega nærri því að rekast saman í þúsund kílómetra hæð yfir Suðurskautslandinu skömmu eftir miðnætti.
15.10.2020 - 20:07
Auðskilið mál
Kannski hægt að finna lífverur á Venusi
Gastegund sem heitir fosfín hefur fundist í skýjunum í kringum reikistjörnuna Venus. Það þýðir að kannski er hægt að finna lífverur á Venusi.
14.09.2020 - 17:43
Myndskeið
Vísbendingar um líf á Venusi
Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga tilkynnti í dag um uppgötvun á sjaldgæfri sameind að nafni fosfín í skýjum reikistjörnunar Venusar. Ef þetta kemur frá örverum er þetta ein stærsta uppgötvun sögunnar, segir ritstjóri Stjörnufræðivefsins.
14.09.2020 - 15:48
90 ár frá fæðingu Neils Armstrong
Í dag eru níutíu ár frá fæðingu Neils Armstrong. Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið 20. júlí 1969. Þrátt fyrir að vera einn þekktasti geimfari í heimi leit hann fyrst og fremst á sig sem flugmann, segir Örlygur Hnefill Örlygsson, sem þekkir vel til sögu tunglfarans.
05.08.2020 - 14:49
Gætum ekki staðið upprétt á K2-18b
Í um hundrað og ellefu ljósára fjarlægð frá jörðu er plánetan K2-18b, þar sem mögulega þrífst líf á borð við það sem finna má hér. Aldrei áður hefur fundist vatn á reikistjörnu sem er í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sólkerfis hennar til að vatn geti verið þar á fljótandi formi.
12.09.2019 - 20:30
Frakkar kynna nýja stefnu í geimvörnum
Frönsk stjórnvöld kynna í dag aðgerðir í geimvörnum. Emmanuel Macron, forseti landsins, hefur áður greint frá því að geimyfirstjórn hersins verði stofnuð í september.
25.07.2019 - 10:25
Fréttaskýring
50 ár frá tungllendingunni
Í dag eru 50 ár síðan Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu tunglfarinu Erninum á yfirborði tunglsins klukkan 20.17 að íslenskum tíma, fyrstir manna, eftir langa ferð. Ríkisútvarpið lýsti fyrstu skrefum manns á tunglinu nóttina á eftir beint á sínum tíma.
20.07.2019 - 08:06
Trump segir tunglið tilheyra Mars
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki par hrifinn af áætlunum bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA um að snúa aftur til tunglsins. Hann tísti um málið í dag og hefur það vakið athygli að á Twitter segir hann tunglið tilheyra Mars.
07.06.2019 - 20:04
Ferðamenn fá að heimsækja Alþjóða geimstöðina
Ferðamenn geta heimsótt Alþjóða geimstöðina ISS frá og með næsta ári. Þetta tilkynnti Bandaríska geimferðarstofnunin NASA í dag. Er þetta gert til að draga kostnaði stofnunarinnar við rekstur stöðvarinnar.
07.06.2019 - 15:13
Pistill
Tónlist fyrir tunglið
Árið er 1969. Það er mikið rigningarsumar á Íslandi. Þú horfir á skjáinn eða hlustar á útvarpið. Í loftinu er bein útsending frá einum stærsta viðburði aldarinnar. Í dag lendir maðurinn á tunglinu.
28.04.2019 - 16:53
Jörð skelfur á Mars
Vísindafólk við frönsku geimferðarstofnunina Cnes greindi frá því í dag að geimfarið SEIS hefði mælt jarðskjálfta á Mars 6. apríl síðastliðinn. Þetta er fyrsti skjálftinn sem fundist hefur á plánetunni rauðu. AFP greinir frá.
23.04.2019 - 16:26
Trump vill geimher í bandaríska herinn
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun þar sem hugmyndir hans um sérstakan geimher eru raktar. Fjölmiðlar vestanhafs kalla nýja herinn „Space Force“ og segja hann geti orðið að sérstakri deild innan bandaríska hersins eins og sjóherinn eða landherinn.
19.02.2019 - 23:37