Færslur: geimrusl

Áríðandi að flokka og skrá geimrusl á sporbaug um jörðu
Sérfræðingur í geimrannsóknum segir að sér hafi orðið á í messunni þegar hann fullyrti að hluti eldflaugar, sem ætlað er að skelli á tunglinu í mars, hafi verið framleiddur af SpaceX. Á daginn hefur komið að flaugin er kínversk. Stjörnufræðingur segir brýnt að skrá allt ruslið sem er á sporbaug um jörðu.
15.02.2022 - 02:55
Nýr gígur eftir árekstur gæti aukið þekkingu á tunglinu
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst kortleggja og rannsaka gíginn sem myndast þegar hluti eldflaugar skellur á yfirborði tunglsins snemma í mars.
28.01.2022 - 01:10
Búist við að hluti eldflaugar skelli á tunglinu í mars
Hluti úr eldflaug sem SpaceX, fyrirtæki Elons Musk, skaut á loft fyrir sjö árum skellur innan skamms á yfirborði tunglsins. Eldflaugin var notuð til að koma á loft gervihnetti á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
27.01.2022 - 00:47
Rússneskt geimrusl talið ógna geimstöðinni
Bill Nelson forstjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA kveðst æfur í garð Rússa sem eru taldir hafa sprengt gervihnött á braut um jörðu með flugskeyti. Óttast var að brak eða geimrusl úr hnettinum rækist bæði á alþjóðlegu geimstöðina og þá kínversku.