Færslur: Geimrannsóknir

Telja ekki útilokað að líf leynist á Evrópu
Vísindamenn við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja Evrópu, eitt 79 tungla reikistjörnunnar Júpíters, líklegasta allra himinhnatta sólkerfisins utan jarðarinnar til að vista einhvers konar lífsform.
23.04.2022 - 00:40
Tvenns konar hljóðhraði á reikistjörnunni Mars
Fyrstu hljóðupptökurnar sem gerðar voru á reikistjörnunni Mars gefa til kynna að þar sé alla jafna fremur hljótt. Þögnin er þó stundum rofin með vindgnauði. Annað kom þó mest á óvart sem hefur að sögn vísindamanna undarleg áhrif á alla þá sem heyra. Á Mars er að finna tvenns konar hljóðhraða.
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Áríðandi að flokka og skrá geimrusl á sporbaug um jörðu
Sérfræðingur í geimrannsóknum segir að sér hafi orðið á í messunni þegar hann fullyrti að hluti eldflaugar, sem ætlað er að skelli á tunglinu í mars, hafi verið framleiddur af SpaceX. Á daginn hefur komið að flaugin er kínversk. Stjörnufræðingur segir brýnt að skrá allt ruslið sem er á sporbaug um jörðu.
15.02.2022 - 02:55
Bergsýnin sem náðust á Mars eru óskemmd
Bandaríska geimferðastofnunin staðfesti í gær að tekist hefði að ná óskemmdum bergsýnum á reikistjörnunni Mars. Vísindamenn eru himinlifandi og geta ekki beðið eftir að fá að rannsaka sýnin nánar.

Mest lesið