Færslur: Geimferðastofnun Evrópu

Geimfarið DART skall á Dimorfos í kvöld
Geimfar Geimferðastofnunar Bandaríkjanna NASA skall á smástirninu Dimorfos á um tuttugu og þriggja þúsund kílómetra hraða þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf á miðnætti.
NASA hyggst breyta stefnu smástirnis á mánudag
Bandaríska geimferðastofnunin NASA gerir tilraun á mánudaginn sem aldrei hefur verið gerð áður. Lítið ómannað geimfar verður látið rekast á smástirni til að kanna hvort mögulegt er að breyta stefnu þess.
Staðráðinn í að senda Evrópubúa til tunglsins fljótlega
Josef Aschbacher, forstjóri Geimferðaststofnunar Evrópu, ESA, segist staðráðinn í því að koma evrópskum geimfara til tunglsins áður en þessi áratugur er á enda runninn. Í nýlegu viðtali segist hann fullviss um að ferðir til tunglsins eigi eftir að borga sig, líka fjárhagslega. „Við erum bara rétt að byrja að nýta mánann á sjálfbæran hátt fyrir verkefni okkar,“ segir Aschbacher.
Hlakkar til að senda Evrópumann til tunglsins
Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu áttu í viðræðum í dag um frekara samstarf við rannsóknir á tunglinu. Stefnt er að því að senda fyrsta Evrópumanninn til tunglsins.
15.06.2022 - 15:51
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Geimskoti ofursjónauka frestað um nokkra daga
Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur ákveðið að fresta því að skjóta James Webb geimsjónaukanum á sporbaug um jörðu vegna óhapps á skotpallinum. Töfin er þó ekki löng eða fjórir dagar en stofnunin vil tryggja að sjónaukinn sé óskemmdur.