Færslur: geðræn vandamál
Hjúkrunardeild fyrir heimilislausa í neyslu
Heilbrigðisráðherra ætlar að setja á fót 12 rýma hjúkrunardeild ætlaða heimilislausu fólki sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar. Þetta er fólk sem glímir við langvarandi neysluvandamál, oft samhliða geðrænum vanda. Verkefnahópur sem settur var á fót í vor, komst að þeirri niðurstöðu að það væri brýn þörf fyrir sértækt úrræði því þessi hópur fengi ekki fullnægjandi þjónustu í dag.
22.12.2020 - 17:57