Færslur: Geðhjálp

Stjórnvöld og samfélagið allt setji geðheilsu í forgang
Undirskriftasöfnun Geðhjálpar í tengslum við átakið 39 lauk á sunnudag og forsvarsmenn Geðhjálpar vonast til að geta afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra undirskriftirnar 30.092 á morgun. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir í samtali við fréttastofu að með átakinu hafi félagið viljað hvetja stjórnvöld og samfélagið allt til að setja geðheilsu í forgang og leggja áherslu á geðvernd og fyrirbyggjandi aðgerðir.  
39 er fjöldi sjálfsvíga á síðasta ári
Landssamtökin Geðhjálp skora á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Geðhjálp hefur hafið undirskriftasöfnun í samstarfi við Píeta samtökin. Átakið kallast 39 sem vísar til fjölda sjálfsvíga á síðasta ári. Það er einnig meðaltal sjálfsvíga á ári síðustu tíu ár.
16.10.2020 - 13:35
Myndskeið
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust.  Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25
Myndskeið
Alvarlega geðfatlaður maður nánast á vergangi án úrræða
Geðfatlaður maður sem þarf aðgang að stuðningi allan sólarhringinn fær ekki viðeigandi úrræði eftir útskrift af endurhæfingargeðdeild Landspítalans. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir óboðlegt hvernig ríki og sveitarfélög taki á geðheilbrigðismálum.
05.07.2020 - 19:08
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
60 milljónir til Bergsins Headspace
Ráðherrar fimm ráðuneyta ætla að verja samtals 60 milljónum króna næstu tvö ár í tilraunaverkefnið Bergið Headspace. Um er að ræða nýja þjónustu fyrir ungt fólk sem glímir við andleg vandamál.
12.04.2019 - 12:35
Þessi saga bjargaði bókstaflega lífi mínu
Fimm rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld á viðburði sem Geðhjálp stendur fyrir og kallast Geggjaðar bækur. Tveir þessara höfunda, þau Ágúst Kristján Steinarsson og Thelma Ásdísardóttir heimsóttu Mannlega þáttinn í dag.
Segir vistheimili hafa gleymst í kerfinu
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að íbúar á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla, fái ekki örorkubætur og séu því snuðaðir um allt að 100 þúsund krónur mánaðarlega í áratugi. 
Glíma við bæði fíkn og geðsjúkdóm
Fólk sem glímir við bæði fíkn og geðsjúkdóma stendur höllum fæti og mætir víða fordómum. Fjölga þarf spítalaplássum, búsetu- og meðferðarúrræðum til að mæta þessum hópi. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maður í neysluvanda, sem greindur er með geðklofa, hefur ítrekað verið sendur heim af Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hafa beðið um að vera lagður inn á geðdeild. Aðstandandi mannsins lýsti því í kvöldfréttum RÚV að hún væri örmagna yfir skorti á úrræðum.
14.08.2018 - 21:13
Sendur heim af sjúkrahúsi og gekk berserksgang
Maður í langvarandi fíkniefnaneyslu, sem er greindur með geðklofa, gekk berserksgang heima hjá sér eftir að hafa ítrekað verið sendur heim af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann hafði áður beðið um að vera lagður inn á geðdeild. Fjölskylda mannsins er örmagna og telur úrræði skorta. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir að skortur á starfsfólki valdi því að lítið sé af geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Fjölga þurfi plássum á geðdeildum bæði í Reykjavík og á Akureyri.
14.08.2018 - 20:45
Fyrirframgerð ákvarðanataka væri framfaraskref
Geðhjálp, í samstarfi við Landspítalann og Reykjavíkurborg, hélt í síðustu viku námskeið í mannréttindamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu að fyrirmynd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Meðal leiðbeinanda var Fiona Morrissey, leiðandi sérfræðingur á sviði fyrirframgerðrar ákvarðanatöku í geðheilbrigðisþjónustu.
18.06.2018 - 17:27
„Fáránlegt að þetta geti gerst“
Fyrir tæpum fimm árum síðan féll sonur Sigríðar Sveinsdóttur fyrir eigin hendi á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Í síðustu viku svipti ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans, um hálfum sólarhring eftir að hann var fluttur þangað í sjálfsvígshættu. Það er fátítt að fólk svipti sig lífi inni á geðdeildum hér á landi en kemur þó fyrir. Landlæknisembættið veitir ekki upplýsingar um fjölda tilvika en þau eru að minnsta kosti fjögur á síðastliðnum tíu árum.
  •