Færslur: Geðhjálp
Þingsályktunartillaga um Arnarholt og önnur heimili
Velferðarnefnd Alþingis ætlar að skila Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Formaður nefndarinnar segir að í rannsókninni verði einnig að skoða aðbúnað fólks á hvers kyns vistheimilum nú á dögum. Nefndarmenn hafi fengið ábendingar um slæman aðbúnað fatlaðs fólks og geðfatlaðra í nútímanum.
29.03.2021 - 11:50
Geðhjálp hlýtur styrk minningarjóðs Gunnars Thoroddsen
Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar tók við hálfrar milljón króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í gær. Fámenni var við athöfnina í Ráðhúsi Reykjavíkur.
31.12.2020 - 04:32
Ábendingum um þvinganir og frelsissviptingu fjölgar
Alvarlegum ábendingum til Geðhjálpar um þvinganir og frelsissviptingu hefur fjölgað að undanförnu. Starfsfólk á stofnunum er meðal þeirra sem benda á misbresti. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir líklegt að einhver mál verði send til rannsóknar hjá embætti Landlæknis.
25.11.2020 - 19:12
Þarf að skoða Arnarholt og fleiri staði í þaula
Mikilvægt er að komast til botns í hvað gerðist í Arnarholti og víðar, segir heilbrigðisráðherra. Frásagnir af þeirri meðferð sem vistmenn í Arnarholti sættu séu hræðilegar og átakanlegar. Ráðherra segist ætla að beita sér eins og henni sé unnt til að allt verði dregið fram í dagsljósið.
17.11.2020 - 19:29
„Þetta er bara algjör hryllingur“
„Maður er alveg sleginn eftir að hafa heyrt þessar fréttir og séð og lesið þessi skjöl,“ segir Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, um frásagnir starfsfólks í Arnarholti sem fjallað var um í fréttum RÚV í kvöld og í gærkvöld. Héðinn var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi í kvöld.
11.11.2020 - 20:39
Stjórnvöld og samfélagið allt setji geðheilsu í forgang
Undirskriftasöfnun Geðhjálpar í tengslum við átakið 39 lauk á sunnudag og forsvarsmenn Geðhjálpar vonast til að geta afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra undirskriftirnar 30.092 á morgun. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir í samtali við fréttastofu að með átakinu hafi félagið viljað hvetja stjórnvöld og samfélagið allt til að setja geðheilsu í forgang og leggja áherslu á geðvernd og fyrirbyggjandi aðgerðir.
10.11.2020 - 16:29
39 er fjöldi sjálfsvíga á síðasta ári
Landssamtökin Geðhjálp skora á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Geðhjálp hefur hafið undirskriftasöfnun í samstarfi við Píeta samtökin. Átakið kallast 39 sem vísar til fjölda sjálfsvíga á síðasta ári. Það er einnig meðaltal sjálfsvíga á ári síðustu tíu ár.
16.10.2020 - 13:35
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust. Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25
Alvarlega geðfatlaður maður nánast á vergangi án úrræða
Geðfatlaður maður sem þarf aðgang að stuðningi allan sólarhringinn fær ekki viðeigandi úrræði eftir útskrift af endurhæfingargeðdeild Landspítalans. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir óboðlegt hvernig ríki og sveitarfélög taki á geðheilbrigðismálum.
05.07.2020 - 19:08
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
30.06.2020 - 13:08
60 milljónir til Bergsins Headspace
Ráðherrar fimm ráðuneyta ætla að verja samtals 60 milljónum króna næstu tvö ár í tilraunaverkefnið Bergið Headspace. Um er að ræða nýja þjónustu fyrir ungt fólk sem glímir við andleg vandamál.
12.04.2019 - 12:35
Þessi saga bjargaði bókstaflega lífi mínu
Fimm rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld á viðburði sem Geðhjálp stendur fyrir og kallast Geggjaðar bækur. Tveir þessara höfunda, þau Ágúst Kristján Steinarsson og Thelma Ásdísardóttir heimsóttu Mannlega þáttinn í dag.
04.12.2018 - 14:38
Segir vistheimili hafa gleymst í kerfinu
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að íbúar á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla, fái ekki örorkubætur og séu því snuðaðir um allt að 100 þúsund krónur mánaðarlega í áratugi.
12.10.2018 - 12:20
Glíma við bæði fíkn og geðsjúkdóm
Fólk sem glímir við bæði fíkn og geðsjúkdóma stendur höllum fæti og mætir víða fordómum. Fjölga þarf spítalaplássum, búsetu- og meðferðarúrræðum til að mæta þessum hópi. Þetta segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Maður í neysluvanda, sem greindur er með geðklofa, hefur ítrekað verið sendur heim af Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hafa beðið um að vera lagður inn á geðdeild. Aðstandandi mannsins lýsti því í kvöldfréttum RÚV að hún væri örmagna yfir skorti á úrræðum.
14.08.2018 - 21:13
Sendur heim af sjúkrahúsi og gekk berserksgang
Maður í langvarandi fíkniefnaneyslu, sem er greindur með geðklofa, gekk berserksgang heima hjá sér eftir að hafa ítrekað verið sendur heim af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann hafði áður beðið um að vera lagður inn á geðdeild. Fjölskylda mannsins er örmagna og telur úrræði skorta. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir að skortur á starfsfólki valdi því að lítið sé af geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Fjölga þurfi plássum á geðdeildum bæði í Reykjavík og á Akureyri.
14.08.2018 - 20:45
Fyrirframgerð ákvarðanataka væri framfaraskref
Geðhjálp, í samstarfi við Landspítalann og Reykjavíkurborg, hélt í síðustu viku námskeið í mannréttindamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu að fyrirmynd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Meðal leiðbeinanda var Fiona Morrissey, leiðandi sérfræðingur á sviði fyrirframgerðrar ákvarðanatöku í geðheilbrigðisþjónustu.
18.06.2018 - 17:27
„Fáránlegt að þetta geti gerst“
Fyrir tæpum fimm árum síðan féll sonur Sigríðar Sveinsdóttur fyrir eigin hendi á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri. Í síðustu viku svipti ungur maður sig lífi á geðdeild Landspítalans, um hálfum sólarhring eftir að hann var fluttur þangað í sjálfsvígshættu. Það er fátítt að fólk svipti sig lífi inni á geðdeildum hér á landi en kemur þó fyrir. Landlæknisembættið veitir ekki upplýsingar um fjölda tilvika en þau eru að minnsta kosti fjögur á síðastliðnum tíu árum.
14.08.2017 - 16:49