Færslur: Geðheilbrigðismál barna og unglinga

Á fimmta tug barna eru hjá transteymi BUGL
42 börn eru nú í meðferð hjá transteymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala, 83 börn hafa notið slíkrar meðferðar undanfarin tíu ár og flest koma þau í meðferð á kynþroskaskeiðinu. Tvö af hverjum þremur eru líffræðilega kvenkyns.
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Stjórnvöld og samfélagið allt setji geðheilsu í forgang
Undirskriftasöfnun Geðhjálpar í tengslum við átakið 39 lauk á sunnudag og forsvarsmenn Geðhjálpar vonast til að geta afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra undirskriftirnar 30.092 á morgun. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir í samtali við fréttastofu að með átakinu hafi félagið viljað hvetja stjórnvöld og samfélagið allt til að setja geðheilsu í forgang og leggja áherslu á geðvernd og fyrirbyggjandi aðgerðir.  
Hressingarhæli nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar
Hressingarhælið í Kópavogi verður nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar. Kópavogsbær tilkynnti þessi áform í dag 10. október í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, hefur alla tíð tengst heilbrigðismálum í Kópavogi.
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
Myndband
Segir mikilvægt að talað sé um sjálfsskaða
Ung kona, sem stundaði sjálfsskaða í sjö ár, segir mikilvægt að fólk í sömu stöðu segi frá og leiti sér aðstoðar. Geðlæknir sem hefur meðhöndlað sjálfsskaða segir fólk geta fengið hjálp víða. Myndir sem konan birti á samfélagsmiðlum á dögunum hafa vakið mikla athygli.
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
Núllstilling
Að búa sér til rútínu er númer eitt, tvö og þrjú
Kristín Hulda Gísladóttir frá Geðfræðslufélaginu Hugrúnu var gestur í fyrsta þætti Núllstillingarinnar. Í þættinum ræddi hún meðal annars mikilvægi þess að taka rútínuna föstum tökum á tímum sem þessum.
Viðtal
Vanlíðanin mest meðal pólskra og asískra ungmenna
Ungmenni af erlendum uppruna njóta síður stuðnings foreldra, vina og bekkjarfélaga, en ungmenni af íslenskum uppruna. Það skýrir að hluta verri líðan og minni lífsánægju þeirra. Önnur atriði, svo sem bágari efnahagur fjölskyldu, að búa ekki hjá báðum foreldrum eða að foreldrar séu án atvinnu, tengjast einnig verri líðan og minni lífsánægju ungmenna. 
Myndskeið
Deila myndum af sjálfskaða á Instagram
Um þúsund ungar konur og stúlkur deila myndum af sjálfskaða á leynilegu tengslaneti á samfélagsmiðlum. Um helmingur þeirra er frá Noregi, minnst fimmtán þeirra hafa svipt sig lífi.
31.10.2019 - 22:14
Gáfu BUGL bíl
Lionsklúbburinn Fjörgyn afhenti í gær barna og unglingageðdeild Landspítalans nýjan bíl af gerðinni Dacia Duster í stað Renault Traffic bifreiðar sem klúbburinn gaf geðdeildinni fyrir nokkrum árum.
24.05.2019 - 09:47
Börn þurfa að bíða í ár eftir greiningu
Um 330 börn eru á biðlista hjá Þroska- og hegðunarstöðinni sem býður upp á greiningar á röskunum líkt og ADHD eða öðrum frávikum í þroska eða hegðun. Allt að tólf mánaða biðtími er eftir þjónustunni. Börn sem þurfa að bíða lengi eftir greiningu eiga á meiri hættu á að þróa með sér ýmis konar vandamál.
Greining sjálfstætt starfandi ekki fullgild
Greining sérfræðilækna á einhverfu, sem leiðir til fötlunar, er ekki tekin fyllilega gild hjá Tryggingastofnun ef þeir eru í einkarekstri. Opinber stofnun þarf að staðfesta greininguna ef á að fá langtímamat. Barnageðlæknar á einkareknu meðferðarstöðinni Sól hafa komið því fram að foreldrar barna með greiningu hjá þeim geta fengið tímabundnar umönnunargreiðslur frá Tryggingastofnun.
ADHD samtökin gagnrýna Landlæknisembættið
Stjórn ADHD samtakanna gagnrýnir Embætti landlæknis fyrir fullyrðingar um meintar ofgreiningar fagfólks og ofnotkun lyfja vegna ofvirknis- og athyglisbrests. Varaformaður samtakanna segir þetta hafa slæm áhrif á börn og fullorðna sem þurfa að taka lyfin. Þeir skammist sín og hætti jafnvel að taka þau. 
Sjö ára íslensk börn glíma við skjáfíkn
„Ég er með mjög marga krakka sem koma til mín sem hafa verið byrjaðir á vefum eins og Youtube með rásir í kringum 6 ára”, segir sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun fólks sem er haldið tölvu- eða skjáfíkn. „Miðillinn verður náttúrulega bara eins og annar útlimur, önnur hönd. Þetta verður eitthvað sem fer að skipta gríðarlega miklu máli “.
Áföll hafa áhrif á börn í móðurkviði
Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og formaður Geðverndarfélags Íslands og Anna María Jónsdóttir, geðlæknir og varaformaður félagsins komu í Mannlega þáttinn í dag og töluðu um geðheilbrigði ungra barna á Íslandi.
Læra um ljóstillífun en ekki geðsjúkdóma
Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðinemi og formaður geðfræðslufélagsins Hugrúnar, segir að þörfin fyrir að fræða ungt fólk um geðheilbrigði sé mjög brýn. Krakkar í grunn- og framhaldsskólum læri um ljóstillífun og fari í kistinfræði en svo fá þau kvíðaköst og þá viti enginn hvað á að gera. Stóra vandamálið sé landsbyggðin því þar eru úrræðin sem standa krökkunum til boða mun færri. Taka ætti geðfræðslu inn í námskrár.
Sterk tengsl á milli áfalla í æsku og sjúkdóma
Sterk tengsl eru á milli áfalla í æsku og ýmissa sjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Með auknum stuðningi við fjölskyldur í vanda væri hægt að minnka þessi áhrif, að sögn Karenar Hughes, sérfræðings hjá heilsugæslu Wales. Hún hélt erindi í morgun á ráðstefnunni Börnin okkar, sem haldin er af Geðhjálp.
„Við erum að gefast upp á ungu fólki“
„Við erum að gefast upp á ungu fólki.“ Þetta segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk, starfsendurhæfingarsjóðs. Færst hefur í aukana að ungt fólk fái örorkumat, einkum vegna geðraskana. Ungt fólk með geðraskanir leitar í auknum mæli til Virk en Vigdís segir það ekki alltaf tilbúið til þess að fara í starfsendurhæfingu því það hafi ekki fengið grunnþjónustu í geðheilbrigðiskerfinu.
Bera skömm vegna kynferðisofbeldis í hljóði
Einn af hverjum sex karlmönnum verður fyrir kynferðisofbeldi einhvern tíma á ævinni. Móðir drengs, sem fyrirfór sér eftir að hann varð fyrir kynferðisofbeldi, segir að enn fylgi mikil skömm þolendum. Pilturinn hélt ofbeldinu leyndu fyrir fjölskyldunni árum saman og sagði vinum sínum aldrei frá því. 
„Við erum komin í algert öngstræti“
„Það kann kannski að hljóma skrítilega að starfsmaður Greiningarstöðvar sé að hnýta í greiningar en við erum bara búin að sjá það að þetta kerfi er ekki að virka vel fyrir börn og það þarf að gera eitthvað í því,“ segir Evald Sæmundsen, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
Úttekt gerð á geðheilbrigðismálum barna
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að vinna aðallúttekt á geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Markmiðið er að kanna hvort alvarlegir annmarkar séu á skipulagi þjónustunnar. Dæmi eru um að börn bíði í þrjú ár eftir greiningu. Heilbrigðisráðuneytið lofar auknum fjárveitingum.