Færslur: Geðheilbrigðismál

Bið barns eftir lífsbjargandi meðferð umhugsunarverð
Formaður Geðhjálpar segir ánægjulegt að drengur með alvarleg geðræn vandamál hafi fengið meðferð í Hollandi niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Aftur á móti sé umhugsunarefni hvers vegna barn hafi þurft að bíða svo lengi eftir lífsnauðsynlegri meðferð að eina leiðin hafi verið að leita út fyrir landsteinana.
Átti ekki von á að lífsbjörg sonarins yrði niðurgreidd
Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að niðurgreiða milljónakostnað við geðræna meðferð þrettán ára drengs í Hollandi. Móðir drengsins vonar að þetta ryðji brautina fyrir aðra í sömu stöðu.
750 milljónum varið í viðbrögð vegna afleiðinga COVID
Ríkisstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum fyrir páska að verja 750 milljónum króna til sértækra aðgerða svo mæta megi félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að ráðast í níu verkefni af því tagi í ár.
Nám í klínískri geðhjúkrun í boði í fyrsta sinn
Meistaramám í klínískri geðhjúkrun verður í boði í fyrsta sinn við Háskóla Íslands frá og með næsta hausti. Gísli Kort Kristófersson, dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri segir vöntun á geðhjúkrunarfræðingum.
Álag á BUGL aldrei verið jafn mikið
Bráðainnlögnum á BUGL hefur fjölgað hratt síðustu tvö árin og álag á starfsfólk aldrei verið jafn mikið. Þetta kemur m.a. fram í úttekt Embættis landlæknis á BUGL. 
Sjónvarpsfrétt
Geðhjálp gagnrýnir Willum fyrir skort á samráði
Formaður Geðhjálpar furðar sig á því að ekki hafi verið haft samráð við notendur heilbrigðisþjónustu við breytingar á lögum um sjúklinga. Aðeins hafi verið haft samráð við Landspítalann. „Við áttum samtal við heilbrigðisráðherra 22. desember þar sem hann fullvissaði okkur um að það yrði samtal en svo kemur hann fram með það 2. mars og aftur í dag. Þannig að við erum svolítið undrandi yfir því hvað liggi svona á að keyra þetta í gegn, án alls samráðs við notendur þjónustunnar.“
Morgunútvarpið
Allt að 13 þúsund Íslendingar með ælufælni
Samkvæmt samantekt Kvíðameðferðarstöðvarinnar þjást allt að 13 þúsund Íslendingar af ælufælni, óhóflegum ótta við ógleði. Óttinn getur verið slíkur að konur fresti eða hætti við að eignast börn vegna mögulegrar morgunógleði sem fylgir meðgöngu.
Sjónvarpsfrétt
Birtingarmynd langvarandi sveltis
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir ákvörðun Landspítalans um að loka leguplássum á Kleppi birtingarmynd geðheilbrigðiskerfis sem hafi verið svelt um margra ára skeið.
Legurýmum á geðdeild fækkar um tíu prósent um áramót
Tíu langleguplássum á geðdeild Landspítalans á Kleppi verður lokað tímabundið frá áramótum vegna manneklu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, framkvæmdastjóra skrifstofu forstjóra spítalans, að ástæða þessa sé „verulegur skortur á hjúkrunarfræðingum og læknum í geðþjónustu Landspítala.“
Geðheilbrigðismálin vanmetin í fjárlagafrumvarpi
Samtökin Geðhjálp segja fjárlagafrumvarp og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar skorta yfirsýn í geðheilbrigðismálum. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri samtakanna, segir frumvarpið vera vonbrigði og kallar eftir betra samráði við fagaðila. Hann segir fjárhæðirnar sem ætlaðar séu í málaflokkinn séu aðeins dropi í hafið og þá sérstaklega á tímum heimsfaraldurs sem margfaldi þjónustuþörfina.
Andleg líðan helst í hendur við hæð faraldursins
Ný rannsókn bendir til þess að andleg líðan fólks sveiflist að einhverju leyti með nýgengi covid-smita. Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor er einn rannsakenda og segir hópinn vinna að mun fleiri verkefnum um geðheilsu í faraldrinum.
Áfram tilefni til að fylgjast með frelsissviptingum
Umboðsmaður Alþingis segir embættið áfram fylgjast grannt með aðbúnaði þeirra sem eru frelsissviptir á Íslandi. Hann vill ítarlegri skýringar frá Landspítalanum á því að sjúklingur hafi dvalið í 572 daga á öryggisgangi á Kleppi, meðal annars upplýsingar um aðbúnað sjúklingsins og aðdraganda vistunarinnar.
Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Yfirlæknir BUGL: Erfitt að vita af börnum sem bíða
Yfirlæknir á BUGL segir að geðheilbrigðismál barna og ungmenna hafi verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld virðist lítinn áhuga hafa á að bæta þar úr. Erfitt sé að vita af börnum sem bíða meðferðar við átröskun.
Sjónvarpsfrétt
„Ég var heppin - ég fékk stuðning“
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag. Tilgangur dagsins er að beina sjónum að forvörnum og stuðningi við aðstandendur. Verkefnastjóri í sjálfsvígsvörnum segir að þeir sem missi ástvin í sjálfsvígi þurfi faglegan stuðning. Mikilvægt sé að sorgin sé ekki sjúkdómsvædd.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Sjónvarpsfrétt
Fá ekki næði á geðdeildum og súrefni af skornum skammti
Læstir, skítugir gluggar, reykingalykt og skortur á næði er það sem sjúklingarnir á fíknigeðdeild Landspítalans þurfa að búa við. Fólkið hefur engan aðgang að útisvæði og kemst lítið út undir bert loft. Allt húsnæðið er löngu úrelt og sumt er beinlínis hættulegt. Deildarstjórinn segir ömurlegt að fólk geti ekki fengið sér frískt loft.
10.09.2021 - 19:00
Spegillinn
Arkitektúr getur haft áhrif á geðheilsu sjúklinga
Arkitektúr, litaval og umhverfi getur haft raunveruleg og mælanleg áhrif á geðheilsu fólks. Á geðdeild í Brighton í Bretlandi fækkaði legudögum um 14% eftir að deildin var flutt úr aldargömlu húsnæði í nýtt hús, með einstaklingsherbergjum og góðu aðgengi að náttúru.
Fólk sem langar ekki til að lifa getur ekki beðið
Á hverjum degi koma 15 manns í sjálfsvígshugleiðingum til viðtals hjá ráðgjöfum Píeta-samtakanna og eldra fólki í þessum hópi hefur fjölgað. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag og sjónum er beint að forvörnum og stuðningi við aðstandendur.
Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala
Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í . Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Sjónvarpsfrétt
„Geðrofsgul” geðdeild í löngu úreltu húsnæði á Kleppi
Húsnæði sérhæfðu endurhæfingardeildarinnar á Kleppi er svo úrelt að það hefur haft slæm áhrif á bata sjúklinganna. Loft og innréttingar eru í æpandi lit sem sjúklingar hafa kvartað yfir og einn þeirra kallaði geðrofsgulan. Deildarstjóri segir húsakostinn svo slæman að hann geti haft slæm áhrif á bata og líðan.
09.09.2021 - 19:00
Rannsókn á andláti sjúklings á geðdeild í fullum gangi
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða konu á geðdeild Landspítalans í ágúst er enn í fullum gangi. Nú standa yfir skýrslutökur og yfirheyrslur en rannsóknin er enn á mjög viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hjúkrunarfræðingurinn sem er grunaður um verknaðinn er laus út gæsluvarðhaldi.
Engar úrbætur á geðdeildum í 80 milljarða framkvæmd LSH
Þröngir gangar, reykingalykt, mikill fjöldi tvíbýla, gegndræpir gluggar og takmarkað aðgengi að útisvæði eru lýsingar sérnámslækna í geðlækningum um húsnæðiskost geðdeilda Landspítalans. Húsin eru sum að verða hundrað ára og er geðsviðið algjörlega undanskilið í framkvæmdum við nýjan Landspítala. Sérnámslæknir í geðlækningum segir nýja geðdeild einu lausnina til að þjónustan geti samræmst nútímakröfum.
Samfélagið
Samfélagsmiðlar og kröfur um menntun valda vanlíðan
Sonja Rún Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Grófinni geðræktarhúsi á Akureyri, hefur sínar hugmyndir um hrakandi heilsu ungs fólks og bendir á mikilvægi fræðslu og samtals.
02.09.2021 - 14:25