Færslur: Geðheilbrigðismál

Margir leita aðstoðar Píeta-samtakanna
Símtöl til Píeta-samtakanna voru rúmlega tvöfalt fleiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Um þrjátíu einstaklingar hafa heimsótt samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum í kjölfarið.
Myndskeið
Ríkið verði að setja aukið fé í geðheilbrigðismál
Brýnt er að ríkið veiti auknum fjármunum til geðheilbrigðismála, segir forstjóri Landspítalans. Viðbúið sé að kórónuveirufaraldurinn verði til þess að fleiri þurfi á geðþjónustu að halda í haust og vetur.
Myndskeið
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust.  Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25
Myndskeið
Fleiri leita hjálpar á geðdeild Landspítalans
Óvenju mikil aðsókn er að geðdeild Landspítalans. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans telur líklegt að rekja megi það til kórónuveirufaraldursins. Forstjóri heilsugæslunnar óttast að fleiri þurfi aðstoð á næsta ári þegar því er spáð að margir verði án vinnu. 
Harry Styles svæfir þig með sögu fyrir svefninn
Nú getur þú hlustað á ljúfa rödd söngvarans Harry Styles lesa sögu fyrir svefninn. Söguna les Styles í samvinnu við hugleiðsluforritið Calm, sem margir nýta til að slaka á og róa sig fyrir svefninn.
09.07.2020 - 10:57
Myndskeið
Reyna að halda geðdeildum opnum í sumar
Geðdeildum verður ekki lokað eins og seinustu sumur vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu. Starfandi forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir að fjölga þurfi sértækum búsetuúrræðum.
06.07.2020 - 19:46
Myndskeið
Alvarlega geðfatlaður maður nánast á vergangi án úrræða
Geðfatlaður maður sem þarf aðgang að stuðningi allan sólarhringinn fær ekki viðeigandi úrræði eftir útskrift af endurhæfingargeðdeild Landspítalans. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir óboðlegt hvernig ríki og sveitarfélög taki á geðheilbrigðismálum.
05.07.2020 - 19:08
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið síðustu tuttugu ár og það er áhyggjuefni. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia-háskóla í Bandaríkjunum, greindi frá þessu í fyrirlestri á vegum Háskólans í Reykjavík í dag sem bar yfirskriftina: Koffínneysla ungmenna.
„Það var of snemmt að byrja að drekka 11 ára“
„Ég og áfengi áttum aldrei samleið, eða ég og fíkniefni,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem byrjaði að neyta áfengis á barnsaldri, en drakk sinn síðasta drykk fyrir 25 árum. Foreldrar hans voru óreglufólk svo hann segir neyslu sína að mörgu leyti hafa verið óumflýjanlega þróun.
SÞ vara við áhrifum faraldursins á geðheilbrigði
Sameinuðu þjóðirnar vara við skaða á geðheilsu fólks af völdum kórónuveirufaraldursins og segja að lönd þurfi að auka við fjárútlát til geðheilbrigðismála. SÞ segja þá að síðustu mánuði hafi áhersla verið lögð á að vernda líkamlegt heilbrigði, en ekki megi gleyma andlegu hliðinni.
Myndskeið
Biðtími fjórfalt lengri en fyrir ári
Biðtími eftir meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans er fjórfalt lengri nú en fyrir ári. Ung kona, sem hefur strítt við átröskun, segir það vera eins og að fá blauta tusku í andlitið að fá ekki aðstoð, sem getur verið lífsnauðsynleg.
12.02.2020 - 19:55
Geðlæknar fást ekki til starfa á Akureyri
Skortur er á geðlæknum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Erfiðlega gengur að fá afleysingalækna og framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af stöðunni. Þetta auki álag á allt starfsfólk.
29.11.2019 - 11:38
Fjölbreytni í geðheilbrigðisþjónustu nauðsynleg
Geðverndarmiðstöðin Grófin á Akureyri fær 12 milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Gleðitíðindi segir forstöðumaður, enda þurfi meira til að ná geðheilsu heldur en geðlækna og lyf.
Viðtal
Aðeins 25% ADHD-fólks fær aðstoð
Aðeins um fjórðungur þeirra sem eru með athyglisbrest og ofvirkni fá aðstoð, segir geðlæknir. ADHD sé algengt vandamál um allan heim en mikill fjöldi greininga hér á landi megi rekja til áhuga geðlækna á málefninu. Þeir sem eru með athyglisbrest og ofvirkni glíma við það alla ævi, segir geðlæknir. Krakkar séu óþekkir og gangi illa í skóla en miðaldra fólk glími við áfallastreitu og kulnun. 
17.11.2019 - 12:40
„Þau þrífast ekki í almennum úrræðum“
„Geðheilbrigðisþjónusta almennt hentar mjög illa fyrir fólk með þroskahömlun og einhverfu vegna þess að þau þurfa sértaka aðlögun vegna fötlunar sinnar,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
26.10.2019 - 18:22
Segja mannréttindabrot framin í skjóli laganna
Landssamtökin Geðhjálp segir nýja eftirlitsskýrslu umboðsmanns Alþingis staðfesta að mannréttindabrot séu framin á hverjum degi á fólki með geðrænan vanda. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld bregðist við án tafar.
18.10.2019 - 17:21
Mega ekki taka ákvarðanir umfram læknismeðferð
Starfsfólk geðheilbrigðisstofnana hefur ekki fullnægjandi heimild í lögum til að að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem eru stjórnarskrárvarin, segir í nýrri skýrslu frá Umboðsmanni Alþingis.
Hljóðmynd
Einsemd og einangrun hættuleg heilsunni
Miklu skiptir að draga úr einangrun og einsemd þeirra sem ekki geta verið á vinnumarkaði í skóla. Þetta segir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs í Borgatúni í Reykjavík. Þar fær fólk sem ekki getur verið á vinnumarkaði tækifæri til að taka þátt í samfélaginu með margvíslegum hætti. Þar er boðið upp á myndlistarkennslu, jóga, slökun, dans, sjósund og matseld. Framkvæmdastjórinn segir það brýnt að fólk hafi eitthvað til að vakna til á morgnana. 
16.10.2019 - 18:28
Myndskeið
Samstarfsyfirlýsing sem brýtur niður múra
Geðheilsuteymi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu geta nú veitt enn betri og einstaklingsmiðaðri þjónustu. Samstarfsyfirlýsing sem undirrituð var í gær er sögð brjóta niður múra á milli ríkis og sveitarfélaga.
Fækkun rúma á geðdeild óásættanleg
Geðdeild er komin að sársaukamörkum vegna fækkunar legurýma að mati framkvæmdastjóra geðsviðs. Viðhald á húsnæði geðdeildarinnar gæti orðið 1,6 milljarðar króna. Velferðarnefnd Alþingis fékk kynningu á stöðu geðdeildar Landspítalans í morgun. 
14.10.2019 - 12:35
Setjum pressu með ósveigjanlegum reglum
Ef þú getur ekki elskað sjálfan þig, hvernig í ósköpunum ætlar þú að elska einhvern annan? Hvernig metum við hvers virði við erum sem manneskjur og hvers vegna flækist sjálfsástin fyrir svona mörgum?
08.10.2019 - 14:43
Gott mál ef fólk leitar til barnaverndarnefnda
Hundruð fjölskyldna eru í vanda vegna úrræðaleysis í aðstæðum vegna barna með ADHD-greiningu, segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Samtals eru um þúsund á biðlista eftir greiningu hjá Landspítala og þroska- og hegðunarstöðinni.
Fækka rúmum á bráðageðdeild um helming
Ein þriggja bráðageðdeilda Landspítalans mun fækka legurýmum um 15 frá deginum í dag. Lokunin verður í gildi þar til eftir verslunarmannahelgi.
05.07.2019 - 15:14
Fólk frelsissvipt nánast daglega á Íslandi
„Það líður vart sá dagur á Íslandi að fólk með geðrænan vanda sé ekki frelsissvipt, svipt ákvörðunarrétti eða þvingað á stofnun. Flest þessara mannréttindabrota eru framin í skjóli gildandi lögræðislaga. Með því að endurskoða lögin frá grunni í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þá trúum við því að þessi mannréttindabrot líði undir lok,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
20.06.2019 - 15:16