Færslur: Geðheilbrigðismál

Sjónvarpsfrétt
Ef ekkert verður gert verður hann nauðungarvistaður
Ef ekkert verður að gert verður hann nauðungarvistaður á geðdeild þegar hann verður fullorðinn. Þetta segir faðir 11 ára drengs með flóknar geðraskanir. Barna- og unglingageðdeild telur sig ekki ráða við vanda drengsins og hefur ítrekað leitað eftir aðstoð frá Barnavernd án árangurs. Drengurinn hefur reynt að svipta sig lífi og ítrekað komist í kast við lögin. 
Yfirlæknir BUGL: Erfitt að vita af börnum sem bíða
Yfirlæknir á BUGL segir að geðheilbrigðismál barna og ungmenna hafi verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld virðist lítinn áhuga hafa á að bæta þar úr. Erfitt sé að vita af börnum sem bíða meðferðar við átröskun.
Sjónvarpsfrétt
„Ég var heppin - ég fékk stuðning“
Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag. Tilgangur dagsins er að beina sjónum að forvörnum og stuðningi við aðstandendur. Verkefnastjóri í sjálfsvígsvörnum segir að þeir sem missi ástvin í sjálfsvígi þurfi faglegan stuðning. Mikilvægt sé að sorgin sé ekki sjúkdómsvædd.
Sjónvarpsfrétt
Aldrei fleiri börn í átröskunarmeðferð á BUGL
Aldrei hafa verið fleiri börn og unglingar í átröskunarmeðferð á Barna- og unglingageðdeild Landspítala en nú og þetta er í fyrsta skiptið sem biðlisti er eftir að komast í meðferð. Það sem af er þessu ári hefur fleiri börnum verið vísað á BUGL vegna átröskunar en allt árið í fyrra. Læknir segir biðina geta verið lífshættulega.
Sjónvarpsfrétt
Fá ekki næði á geðdeildum og súrefni af skornum skammti
Læstir, skítugir gluggar, reykingalykt og skortur á næði er það sem sjúklingarnir á fíknigeðdeild Landspítalans þurfa að búa við. Fólkið hefur engan aðgang að útisvæði og kemst lítið út undir bert loft. Allt húsnæðið er löngu úrelt og sumt er beinlínis hættulegt. Deildarstjórinn segir ömurlegt að fólk geti ekki fengið sér frískt loft.
10.09.2021 - 19:00
Spegillinn
Arkitektúr getur haft áhrif á geðheilsu sjúklinga
Arkitektúr, litaval og umhverfi getur haft raunveruleg og mælanleg áhrif á geðheilsu fólks. Á geðdeild í Brighton í Bretlandi fækkaði legudögum um 14% eftir að deildin var flutt úr aldargömlu húsnæði í nýtt hús, með einstaklingsherbergjum og góðu aðgengi að náttúru.
Fólk sem langar ekki til að lifa getur ekki beðið
Á hverjum degi koma 15 manns í sjálfsvígshugleiðingum til viðtals hjá ráðgjöfum Píeta-samtakanna og eldra fólki í þessum hópi hefur fjölgað. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag og sjónum er beint að forvörnum og stuðningi við aðstandendur.
Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala
Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í . Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Sjónvarpsfrétt
„Geðrofsgul” geðdeild í löngu úreltu húsnæði á Kleppi
Húsnæði sérhæfðu endurhæfingardeildarinnar á Kleppi er svo úrelt að það hefur haft slæm áhrif á bata sjúklinganna. Loft og innréttingar eru í æpandi lit sem sjúklingar hafa kvartað yfir og einn þeirra kallaði geðrofsgulan. Deildarstjóri segir húsakostinn svo slæman að hann geti haft slæm áhrif á bata og líðan.
09.09.2021 - 19:00
Rannsókn á andláti sjúklings á geðdeild í fullum gangi
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða konu á geðdeild Landspítalans í ágúst er enn í fullum gangi. Nú standa yfir skýrslutökur og yfirheyrslur en rannsóknin er enn á mjög viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hjúkrunarfræðingurinn sem er grunaður um verknaðinn er laus út gæsluvarðhaldi.
Engar úrbætur á geðdeildum í 80 milljarða framkvæmd LSH
Þröngir gangar, reykingalykt, mikill fjöldi tvíbýla, gegndræpir gluggar og takmarkað aðgengi að útisvæði eru lýsingar sérnámslækna í geðlækningum um húsnæðiskost geðdeilda Landspítalans. Húsin eru sum að verða hundrað ára og er geðsviðið algjörlega undanskilið í framkvæmdum við nýjan Landspítala. Sérnámslæknir í geðlækningum segir nýja geðdeild einu lausnina til að þjónustan geti samræmst nútímakröfum.
Samfélagið
Samfélagsmiðlar og kröfur um menntun valda vanlíðan
Sonja Rún Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Grófinni geðræktarhúsi á Akureyri, hefur sínar hugmyndir um hrakandi heilsu ungs fólks og bendir á mikilvægi fræðslu og samtals.
02.09.2021 - 14:25
Kafnaði á geðdeild Landspítala
Lögreglan rannsakar manndráp á Landspítalanum. Kona á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að kona á sextugsaldri lést á einni af deildum Landspítalans um miðjan mánuðinn. Talið er að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.
29.08.2021 - 12:18
Sjónvarpsfrétt
Tugir geðfatlaðra bíða eftir húsnæði í Reykjavík
Þrettán geðfatlaðir einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið úrræði á vegum borgarinnar síðustu þrjú ár. 29 eru nú á biðlista eftir búsetu, þar af eru tíu með lögheimili annars staðar. Reykjavíkurborg gerir ekki kröfu um lögheimilisskráningu í Reykjavík þegar sótt er um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
Úrræði fyrir öryggisvistun mun rísa í Reykjanesbæ
Ríkið hefur leitast eftir samstarfi við Reykjanesbæ varðandi að fá lóð fyrir hús sem verður sérstaklega fyrir öryggisvistun og -gæslu einstaklinga.
Borgin segir spítalann aðstoða við lögheimilisflutninga
„Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búa í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild og hafa með aðstoð Landspítalans breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst.” Svo segir í yfirlýsingu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum í dag. Allri gagnrýni um úrræðaskort á vegum borgarinnar er vísað á bug. Sviðsstjóri velferðarsviðs vill engu bæta við yfirlýsinguna.
Sex sjúklingar fastir inni á geðdeildum Landspítalans
Sex útskriftarfærir sjúklingar eru fastir á geðdeildum Landspítalans vegna skorts á úrræðum á vegum sveitarfélaganna. Tveir hafa beðið lengur en sex mánuði, annar þeirra í tvö ár. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar segir sveitarfélögin ekki standa sig í uppbyggingu úrræða fyrir þennan hóp. Það gerir það að verkum að fólk festist inni á geðdeildum og fyllist vonleysi og uppgjöf.
Sjónvarpsfrétt
„Allir sammála um að hann sé á röngum stað”
Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Kleppi segir réttindi brotin á manni sem situr fastur á deildinni vegna úrræðaleysis kerfisins. Maðurinn þarf að komast í eigin íbúð með mikilli gæslu, en Reykjavíkurborg vísar á ríkið þar sem öryggisvistun er ekki lengur á borði sveitarfélagsins. Margfalt dýrara er að hafa fólk á réttargeðdeildinni en í úrræði úti í samfélaginu.
Sjónvarpsfrétt
Læstur inni á réttargeðdeild vegna ráðaleysis kerfisins
Mikið fatlaður maður hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni á Kleppi í fjögur ár, án allrar nauðsynlegrar þjónustu. Hann var sýknaður af alvarlegri líkamsáras og metinn ósakhæfur 2018. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar og ættingjar mannsins segja réttindi mannsins brotin með vistuninni. Hann er með alvarlega flogaveiki, heilaskaða og greindarskerðingu. Maðurinn er fæddur 1989. Sex ára gamall fékk hann alvarlega heilabólgu og flogaveiki og fór 18 ára í stóra heilaskurðaðgerð í Boston.
Telja nýtt húsnæði geðþjónustu LSH það eina í stöðunni
Húsnæði geðdeildar Landspítalans er verulega ábótavant og mikil þörf á að geðþjónusta spítalans fái húsnæði við hæfi. Tveir yfirlæknar geðþjónustunnar segja það vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir að reisa nýtt húsnæði fyrir geðþjónustusviðið í aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.
07.07.2021 - 17:21
Sjónvarpsfrétt
Trúir Britney og segir þörf á samtali um þvinganir
Bandaríska söngkonan Britney Spears segist hafa verið neydd til að koma fram en á sama tíma bannað að eignast börn og gifta sig. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar segir framburð hennar hafa verið trúverðugan og það sé skýlaus réttur hennar að fá annan forsjárman en föður sinn. Þörf sé á samtali um þvingunaraðgerðir hér á Íslandi.
Heimsóttu Klepp vegna frétta af slæmum aðbúnaði
Umboðsmaður Alþingis og starfsfólk hans heimsótti á föstudag réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérstaka endurhæfingardeild á Kleppi í tengslum við svokallað OPCAT eftirlit með frelsissviptum, sem umboðsmaður sinnir. Tilefni heimsóknarinnar var fyrst og fremst fréttaflutningur síðustu vikna af slæmum aðbúnaði á geðdeildum. Tilgangurinn var einnig að fylgja eftir atriðum í skýrslu umboðsmanns um eftirlit með geðdeildum á Kleppi frá árinu 2019.
47 sjálfsvíg á síðasta ári
47 sviptu sig lífi á Íslandi á síðasta ári, fimmtán konur og 32 karlar. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Landlæknisembættinu. Er það yfir meðaltali síðasta áratugar, sem er 39 sjálfsvíg á ári.
Sjónvarpsfrétt
Geðlæknaskortur bitnar á þjónustu við veikasta hópinn
Landspítalinn vill bregðast við miklum geðlæknaskorti með því að ráða geðlækna að utan. Forstöðumaður geðsviðs segir skortinn óhjákvæmilega bitna á sjúklingum, einkum veikasta hópnum. Til greina kemur að reyna að beina fleiri sjúklingum annað.