Færslur: Geðheilbrigðismál

Morgunvaktin
Við þurfum að breyta væntingum okkar til hamingjunnar
Lífið er í eðli sínu erfitt og við verðum að gangast við því. Við höfum hins vegar alltaf val um það hvað við gerum, alveg sama hvernig okkur líður. Hvort við komum fram af umhyggju, heiðarleika og einlægni, og ef við lifum í samræmi við þau gildi þá líður okkur alveg bærilega þegar við leggjumst á koddann á kvöldin. Þetta segir Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur.
26.10.2020 - 11:37
„Þó að maður fái kvef - þá er maður ekki kvef“
Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar, telur að stjórnvöld þurfi að forgangsraða fjármunum betur til geðheilbrigðismála. Um tíu prósent af fjárveitingum stjórnvalda til heilbrigðiskerfisins renni beint til geðheilbrigðismála. Umfang málaflokksins sé hins vegar áætlaður um þrjátíu prósent.
17.10.2020 - 21:01
Hressingarhæli nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar
Hressingarhælið í Kópavogi verður nýtt í þágu lýðheilsu og geðræktar. Kópavogsbær tilkynnti þessi áform í dag 10. október í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins, hefur alla tíð tengst heilbrigðismálum í Kópavogi.
Bjarni orðlaus eftir kennslustund Þorgerðar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar óttast að stjórnvöld muni ekki standa við samþykktir þingsins um að efla geðheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu. Á tímum faraldursins skipti sú þjónusta gríðarlega miklu máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina vera að gera mun betur.
Myndskeið
Minni einmanaleiki í COVID
Einmanaleiki hefur aldrei mælst minni en í fyrstu bylgju faraldursins. Þá hugðu fleiri betur að andlegri og líkamlegri heilsu, sem hefur síðan dvínað. Embætti landlæknis hefur mælt áhrif faraldursins og samkomutakmarkana á fólk í samanburði við sama tímabil árið á undan.
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
„Það er ekkert að því að leita sér hjálpar“
Geðhvörf geta verið stórhættuleg og „það getur bjargað mannslífi að hringja þegar manni líður illa og er farinn að hugsa hugsanir sem maður kannast ekki við,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur og kvikmyndagerðamaður. Heimildarmyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ og Anni Ólafsdóttur gerist í Nepal og fjallar um sjúkdóminn. Hún verður frumsýnd 24. september og er opnunarmynd RIFF í ár.
19.09.2020 - 08:55
Myndband
Segir mikilvægt að talað sé um sjálfsskaða
Ung kona, sem stundaði sjálfsskaða í sjö ár, segir mikilvægt að fólk í sömu stöðu segi frá og leiti sér aðstoðar. Geðlæknir sem hefur meðhöndlað sjálfsskaða segir fólk geta fengið hjálp víða. Myndir sem konan birti á samfélagsmiðlum á dögunum hafa vakið mikla athygli.
Allir eru á öðrum stað en þeir ætluðu að vera
„Allir eru einhvern veginn á öðrum stað en þeir ætluðu að vera og það veldur streitu“, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil aðsókn er í sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar. Hún óttast að þeir sem þjást af langvinnum sjúkdómum leiti ekki á heilsugæslurnar af ótta við COVID-19.
Margir leita aðstoðar Píeta-samtakanna
Símtöl til Píeta-samtakanna voru rúmlega tvöfalt fleiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Um þrjátíu einstaklingar hafa heimsótt samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum í kjölfarið.
Myndskeið
Ríkið verði að setja aukið fé í geðheilbrigðismál
Brýnt er að ríkið veiti auknum fjármunum til geðheilbrigðismála, segir forstjóri Landspítalans. Viðbúið sé að kórónuveirufaraldurinn verði til þess að fleiri þurfi á geðþjónustu að halda í haust og vetur.
Myndskeið
Þeir sem misstu tökin í faraldrinum leita aðstoðar núna
Tvöfalt fleiri hafa leitað til Geðhjálpar í ár en á sama tíma í fyrra. Samtökin vilja að geðheilbrigðiskerfið verði tilbúið að takast á við mikinn skell í haust.  Á Vog leitar nú fólk sem missti tökin á neyslunni í faraldrinum.
19.07.2020 - 19:25
Myndskeið
Fleiri leita hjálpar á geðdeild Landspítalans
Óvenju mikil aðsókn er að geðdeild Landspítalans. Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans telur líklegt að rekja megi það til kórónuveirufaraldursins. Forstjóri heilsugæslunnar óttast að fleiri þurfi aðstoð á næsta ári þegar því er spáð að margir verði án vinnu. 
Harry Styles svæfir þig með sögu fyrir svefninn
Nú getur þú hlustað á ljúfa rödd söngvarans Harry Styles lesa sögu fyrir svefninn. Söguna les Styles í samvinnu við hugleiðsluforritið Calm, sem margir nýta til að slaka á og róa sig fyrir svefninn.
09.07.2020 - 10:57
Myndskeið
Reyna að halda geðdeildum opnum í sumar
Geðdeildum verður ekki lokað eins og seinustu sumur vegna mikillar eftirspurnar eftir þjónustu. Starfandi forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir að fjölga þurfi sértækum búsetuúrræðum.
06.07.2020 - 19:46
Myndskeið
Alvarlega geðfatlaður maður nánast á vergangi án úrræða
Geðfatlaður maður sem þarf aðgang að stuðningi allan sólarhringinn fær ekki viðeigandi úrræði eftir útskrift af endurhæfingargeðdeild Landspítalans. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir óboðlegt hvernig ríki og sveitarfélög taki á geðheilbrigðismálum.
05.07.2020 - 19:08
„Tímamót í sögu geðheilbrigðismála“
Alþingi var frestað á þriðja tímanum í nótt og kemur það aftur saman í lok ágúst. Fjöldi frumvarpa varð að lögum, þar á meðal frumvarp 23 þingmanna úr öllum flokkum um að sálfræðiþjónusta falli undir Sjúkratryggingar.
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið
Neysla koffíndrykkja hefur aukist mikið síðustu tuttugu ár og það er áhyggjuefni. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia-háskóla í Bandaríkjunum, greindi frá þessu í fyrirlestri á vegum Háskólans í Reykjavík í dag sem bar yfirskriftina: Koffínneysla ungmenna.
„Það var of snemmt að byrja að drekka 11 ára“
„Ég og áfengi áttum aldrei samleið, eða ég og fíkniefni,“ segir Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem byrjaði að neyta áfengis á barnsaldri, en drakk sinn síðasta drykk fyrir 25 árum. Foreldrar hans voru óreglufólk svo hann segir neyslu sína að mörgu leyti hafa verið óumflýjanlega þróun.
SÞ vara við áhrifum faraldursins á geðheilbrigði
Sameinuðu þjóðirnar vara við skaða á geðheilsu fólks af völdum kórónuveirufaraldursins og segja að lönd þurfi að auka við fjárútlát til geðheilbrigðismála. SÞ segja þá að síðustu mánuði hafi áhersla verið lögð á að vernda líkamlegt heilbrigði, en ekki megi gleyma andlegu hliðinni.
Myndskeið
Biðtími fjórfalt lengri en fyrir ári
Biðtími eftir meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans er fjórfalt lengri nú en fyrir ári. Ung kona, sem hefur strítt við átröskun, segir það vera eins og að fá blauta tusku í andlitið að fá ekki aðstoð, sem getur verið lífsnauðsynleg.
12.02.2020 - 19:55
Geðlæknar fást ekki til starfa á Akureyri
Skortur er á geðlæknum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Erfiðlega gengur að fá afleysingalækna og framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af stöðunni. Þetta auki álag á allt starfsfólk.
29.11.2019 - 11:38
Fjölbreytni í geðheilbrigðisþjónustu nauðsynleg
Geðverndarmiðstöðin Grófin á Akureyri fær 12 milljónir króna frá ríkinu á næsta ári. Gleðitíðindi segir forstöðumaður, enda þurfi meira til að ná geðheilsu heldur en geðlækna og lyf.
Viðtal
Aðeins 25% ADHD-fólks fær aðstoð
Aðeins um fjórðungur þeirra sem eru með athyglisbrest og ofvirkni fá aðstoð, segir geðlæknir. ADHD sé algengt vandamál um allan heim en mikill fjöldi greininga hér á landi megi rekja til áhuga geðlækna á málefninu. Þeir sem eru með athyglisbrest og ofvirkni glíma við það alla ævi, segir geðlæknir. Krakkar séu óþekkir og gangi illa í skóla en miðaldra fólk glími við áfallastreitu og kulnun. 
17.11.2019 - 12:40
„Þau þrífast ekki í almennum úrræðum“
„Geðheilbrigðisþjónusta almennt hentar mjög illa fyrir fólk með þroskahömlun og einhverfu vegna þess að þau þurfa sértaka aðlögun vegna fötlunar sinnar,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
26.10.2019 - 18:22