Færslur: GDRN

Vikan
Væri synd ef þetta myndi hverfa
Guðrún Ýr, GDRN, og Magnús Jóhann flutti tvö lög af nýju plötu sinni, Tíu íslensk sönglög, í Vikunni með Gísla Marteini síðastliðna helgi.
29.09.2022 - 09:00
Gagnrýni
Strípað, næmt og stillt
Tíu íslensk sönglög, með GDRN & Magnúsi Jóhanni, er plata vikunnar á Rás 2. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn.
Söngvakeppnin
Frábær ábreiða GDRN á Open your heart
Mikil voru herlegheitin í Gufunesi í kvöld þar sem fólk skemmti sér konunglega á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Seinni fimm lögin voru flutt með glæsibrag og var skemmtiatriðið ekki af síðri kantinum þar sem söngkonan GDRN flutti frábæra ábreiðu af laginu Open your heart.
05.03.2022 - 22:01
GDRN: Hugarró
„Ekki vera svona gagnrýnin við sjálfa þig“
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð hefur í gegnum tíðina glímt við þann vanda að efast um sjálfa sig. Fengi hún tækifæri til að hitta sjálfa sig í fortíðinni myndi hún hvetja ungu Guðrúnu Ýr til að þora og hætta að rífa sig niður. Sem betur fer öðlaðist hún aukið sjálfstraust og varð í kjölfarið ein stærsta tónlistarstjarna Íslands ásamt því að slá í gegn á skjánum í sjónvarpsþáttunum Kötlu á árinu.
30.12.2021 - 12:38
Mynd með færslu
Í BEINNI
Útgáfutónleikar GDRN
Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð þurfti þrisvar að fresta útgáfutónleikum sínum sem loksins fóru fram í fjórðu tilraun í september á þessu ári. Í dag, á annan í jólum, er tónleikunum útvarpað í heild sinni á Rás 2.
26.12.2021 - 15:30
Tónatal
Eftir aðgerðina „þá var þetta svolítið búið“
GDRN átti sér draum um að verða fótboltastjarna. Aðeins fimmtán ára gömul lék hún með meistaradeild Aftureldingar og íþróttin átti hug hennar allan. Það var mikið áfall fyrir hana að slasast og neyðast til að leggja skóna á hilluna, en reynslan kenndi henni að verja tíma sínum í það sem henni þykir gaman.
09.10.2021 - 12:27
Tónaflóð
Ekkert fær GDRN haggað
Síðasta föstudag kíkti söngkonan GDRN á Bíldudal, ásamt fríðu föruneyti Tónaflóðs, þar sem hún söng ábreiðu af laginu Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns. Tónaflóð verður á Akureyri annað kvöld með Magna, Guðrúnu Árnýju, Ágústu Evu og Aroni Can.
15.07.2021 - 15:48
Sjónvarpsfrétt
Segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á Kötlu
Katla er ferðalag í gegnum mannlegar tilfinningar. Þannig lýsir Sigurjón Kjartansson, einn handritshöfundanna, fyrstu íslensku sjónvarpsþáttaröðinni sem framleidd er í samstarfi við Netflix. Hann segir að enginn verði samur eftir að hafa horft á þættina.
16.06.2021 - 21:07
Straumar
GDRN syngur fyrsta Daðasmellinn með sínu nefi
GDRN flutti þessa frábæru útgáfu af Daðasmellinum Hvað með það? í Straumum.
15.03.2021 - 11:03
Mynd með færslu
GDRN í beinni frá Hljómahöllinni
Bein útsending frá tónleikum GDRN í Hljómahöllinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er hægt að fylgjst með streymi hér á vefnum og þá er tónleikunum einnig útvarpað í beinni á Rás 2.
07.04.2020 - 19:46
Lestarklefinn
Þakklátt og þægilegt frá GDRN
Viðmælendur Lestarklefans hrósuðu GDRN fyrir að prófa nýja hluti á nýútkominni breiðskífu sinni en kölluðu jafnframt eftir að íslenska tónlistarsenan myndi finna sinn einkennishljóm á ný í stað þess að apa upp eftir vinsælli tónlist frá útlöndum.
26.03.2020 - 10:58
Myndskeið
Kraftmikil vögguvísa Hatara og GDRN
Rauðupplýstur og óvenju myrkur og grímuklæddur Óháði kórinn hóf útsendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna á RÚV í kvöld þegar gjörningasveitin Hatari og poppdrottningin GDRN stilltu saman strengi sína og fluttu nokkuð tregafullan ástardúett. 
11.03.2020 - 20:20
Plata vikunnar
DGNÐR, elja og þolgæði
GDRN gefur hér út aðra breiðskífu sína og er hún samnefnd henni. Frumburðurinn var svellkaldur og svalur en hér er hins vegar meira um birtu og yl.
29.02.2020 - 15:57
GDRN - GDRN
Guðrún Ýr Eyfjörð sem er betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN sendi frá með plötuna Hvað ef árið 2018 og sú sló heldur betur í gegn. Það hefur þess vegna verið nokkur spenna fyrir því að GDRN sendi frá sér sína aðra sólóplötu en biðinni lauk á föstudag.
24.02.2020 - 15:18
Myndskeið
GDRN í Vikunni með Gísla Marteini
Söngkonan GDRN mætti með einvala lið tónlistarfólks í Vikuna með Gísla Marteini. Þau tóku lagið Upp af glænýrri plötu GDRN.
21.02.2020 - 22:24
Poppland
„Mér finnst þetta hafa gerst í gær“
Loksins er önnur plata poppdrottningarinnar GDRN væntanleg og í gær fengu aðdáendur smjörþef af henni þegar fyrst lagið af henni kom opinberlega út. Guðrún Ýr stimplaði sig rækilega inn í íslenska tónlistarsenu fyrir tveimur árum og er nú ein vinsælasta tónlistarkona landsins.
08.02.2020 - 15:34
Aðventugleði Rásar 2
Glænýtt lag með GDRN á aðventugleði Rásar 2
GDRN kom fram á aðventugleði Rásar 2 fyrir skemmstu og tók lagið Af og til af væntanlegri plötu. Tónlistarveislan stendur yfir frá klukkan 9 til 16, þar sem fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur og tekur lagið í beinni útsendingu á Rás 2 og í hljóði og mynd á RÚV.is.
06.12.2019 - 12:39
GDRN og Bríet flytja Hin fyrstu jól
Dagur íslenskrar tónlistar er á næsta leiti og í tilefni þess leiddu GDRN og Bríet saman hesta sína og fluttu hið hugljúfa jólalag Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs.
29.11.2019 - 21:20
GDRN bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
Tónlistarkonan GDRN, eða Guðrún Ýr Eyfjörð, var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar í ár. Guðrún tók á móti viðurkenningarfé og verðlaunagrip eftir listakonuna Elínu Ingu á Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, í dag.
01.09.2019 - 16:44
Þau koma fram á Tónaflóði á Menningarnótt
Tónaflóð, árlegir stórtónleikar Rásar 2 á Menningarnótt, verður í beinni útsendingu á RÚV á laugardag frá Arnarhóli. ClubDub, Auður og GDRN hefja leik í boði RÚV núll og þeim fylgja eftir Vök, Valdimar og Hjaltalín. Sigga, Grétar og félagar í Stjórninni slá botninn í dagskrána.
23.08.2019 - 13:30
Laugardagslög GDRN
Tónlistarkonuna GDRN þekkja flestir. Hún byrjaði að gera tónlist árið 2017 og hefur verið að gera það gott síðan. Fyrr á þessu ári skaraði hún fram úr á íslensku tónlistarverðlaununum þar sem hún hlaut fern verðlaun. Það er nóg fram undan hjá GDRN en hún er með tónleika á Gljúfrasteini 30. júní kl. 16 og svo hitar hún upp fyrir Lykke Li í Laugardalshöll 4. júlí.
29.06.2019 - 10:05
Myndskeið
„Ég er hérna svona af og til“
Hljómsveitin Hjálmar er á sinni fyrstu hringferð um landið þessa dagana og á ferð sinni hittu þeir fyrir tónlistarkonuna GDRN á heimavelli hennar í Mosfellsbæ. Þar drukku þau kaffi og tóku lagið saman.
12.06.2019 - 14:35