Færslur: Gaza

Vopnahléið hélt í nótt
Vopnahlé á milli Ísraela og Palestínumanna hélt á Gaza-svæðinu í nótt. Tugir Palestínumanna höfðu farist í átökum dagana á undan, þeim mannskæðustu í rúmt ár.
08.08.2022 - 11:45
Vopnahlé á Gaza í kvöld
Ísraelsmenn og leiðtogar íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar PIJ hafa samþykkt tillögu Egypta um vopnahlé á Gaza, sem tekur gildi klukkan hálf níu í kvöld að íslenskum tíma, á miðnætti á Gaza-ströndinni.
Vopnahlé í sjónmáli á Gaza en árásir halda áfram
Sautján eru látin eftir eldflauga- og loftárásir Ísraela á Gaza-ströndinni síðdegis að sögn yfirvalda á Gaza. Meðal þeirra eru níu börn. Fleiri en 40 hafa látið lífið og rúmlega 300 eru særð frá því hörð átök brutust út að nýju milli Ísraela og Palestínumanna, skærur sem hafa staðið yfir linnulaust síðustu þrjá sólarhringa.
Yfir þrjátíu hafa fallið í átökunum á Gaza
Ekkert lát er á átökunum á Gaza-ströndinni. Yfir þrjátíu manns hafa týnt lífi, þar af sex börn. Þá hefur eldflaugum verið skotið á Jerúsalem frá Palestínu.
07.08.2022 - 12:46
Hörðustu átökin á Gaza í eitt ár
Minnst tólf hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gazaströndinni. Þetta eru mestu átök sem þar hafa geisað í rúmt ár. Palestínumenn hafa svarað með eldflaugaárásum í átt að Ísrael..
06.08.2022 - 12:34
Minnst níu látin eftir loftárás Ísrael á Gaza
Að minnsta kosti níu voru drepin og tugir særðust í eldflauga- og loftárásum Ísraelshers á Gaza-borg í dag. Samtökin Jihad eða Heilagt stríð segja árásirnar jafngilda því að Ísraelsmenn hafi lýst yfir stríði og að árásunum verði svarað.
05.08.2022 - 18:28
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Loftárásir á Gaza og eldflaugaárásir á Ísrael
Ísraelskar herþotur gerðu tvær árásir á Gaza-svæðið í kvöld. Árásunum var ætlað að bregðast við eldflaugaárásum Hamas-liða á ísraelsku borgina Sderot fyrr í dag. Hamas liðar svöruðu loftárásunum með því að skjóta fjórum flaugum að Ísrael.
21.04.2022 - 00:30
Kosningar á vesturbakkanum í dag
Íbúar á vesturbakka Jórdan-fljóts ganga til sveitarstjórnarkosninga í dag. Þetta er önnur umferð kosninganna en sú fyrri fór fram í desember þegar íbúar 154 þorpa á svæðinu kusu sér fulltrúa.
26.03.2022 - 08:20
Ísraelsher gerir atlögu að Hamas eftir eldflaugaárás
Ísraelsher gerði atlögu að stöðvum Hamas á sunnanverðu Gaza-svæðinu í kvöld. Það var gert í kjölfar þess að eldflaugum var skotið frá svæðinu í átt að Ísrael snemma á nýársdag.
02.01.2022 - 00:55
Byggingu „járnmúrsins“ milli Ísraels og Gaza lokið
Ísraelar hafa lokið smíði og uppsetningu á 65 kílómetra löngum, rammgerðum „járnvegg“ á landamærunum að Gaza. Járnveggurinn er að hluta til neðanjarðar og teygir sig líka í sjó fram. Hann er ekki aðeins úr járni - eða stáli öllu heldur - heldur líka steypu, og er búinn hundruðum myndavéla, hreyfiskynjurum, radar og öðrum hátæknibúnaði. Er honum meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að Palestínumenn nái að grafa göng undir landamærin.
08.12.2021 - 04:24
Ísraelsk hjón sökuð um njósnir í Tyrklandi látin laus
Ísraelsku hjónunum Mordi og Natali Orknin var sleppt úr haldi í Tyrklandi í morgun eftir viku varðhald vegna gruns um njósnir. Þau voru handtekin í síðustu viku eftir heimsókn í Camlica turninn í Istanbúl og færð fyrir dómara.
Haniyeh endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi Hamas
Hamas-samtökin tilkynntu í dag að Ismail Haniyeh hefði verið endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi samtakanna. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna frá árinu 2017.
Ísraelski flugherinn gerir loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á Gazasvæðið í kvöld eftir að svífandi gasblöðrur sem bera eldfimt efni voru sendar þaðan yfir landamærin að suðurhluta Ísraels. Þetta er þriðji dagurinn röð sem slíkar árásir eru gerðar.
17.06.2021 - 22:08
Ísraelar hefja loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.
Sjónvarpsfrétt
„Þótt ég sé fluttur frá Gaza er hugur minn þar“
Ragheb Besaiso, Palestínumaður búsettur á hér á landi, segir erfitt að sjá fréttir af mannfalli og neyð á Gaza, borginni sem hann ólst upp í. Brýnt sé að alþjóðasamfélagið þrýsti á Ísraela að tryggja tveggja ríkja lausn.
24.05.2021 - 19:57
Biden fagnar vopnahléi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnaði í kvöld vopnahléssamkomulagi milli ísraelskra stjórnvalda, Hamas og Íslamsks jihads sem binda á enda á ellefu daga blóðbað á Gaza. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og sagðist hafa heitið Ísraelum aðstoð við að byggja aftur upp eldflaugavarnakerfi þeirra til að verjast flugskeytaárásum frá Gaza. Hann sagðist reiðubúinn að vinna með palestínskum yfirvöldum, en ekki Hamas því það gæti hjálpað þeim að endurnýja vopnabúr sitt.
Engin flugskeyti frá Gaza í nótt
Engum flugskeytum var skotið frá Gaza í nótt að sögn ísraelska dagblaðsins Times of Israel. Ísraelsher hélt loftárásum sínum áfram, að sögn Times var þeim beint gegn umfangsmiklum neðanjarðargöngum sem Hamas hefur grafið í gegnum Gaza. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eftir nóttina. 
20.05.2021 - 06:40
Myndskeið
Mótmæli og fagnaðaróskir við komu Blinken
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í Hörpu skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þar ræðir hann við íslenska ráðamenn í dag, þeirra fyrstan Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem tók á móti honum með góðum kveðjum. Utandyra var fólk sem hélt á fánum og mótmælaspjöldum þar sem krafist var aðgerða til að stöðva árásir ísraelskra stjórnvalda á Palestínumenn.
Skrifstofur Rauða hálfmánans sprengdar á Gaza
Sprengjur Ísraelshers hæfðu höfuðstöðvar katarska Rauða hálfmánans á Gaza í kvöld. 
Ræðir við Blinken og Lavrov um árásir á Gaza
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir koma hingað til lands í vikunni. Hún ætlar að hvetja bæði ríkin til að beita sér á alþjóðavettvangi til að ná fram friðsamlegri lausn.
Sjónvarpsfrétt
Netanyahu segir hernaðaraðgerðir halda áfram
Minnst 42 létust í loftárás Ísraelshers á Gaza-borg laust eftir miðnætti. Forsætisráðherra Ísraels segir ekki útlit fyrir að hernaðaraðgerðum ljúki strax og lítið virðist ganga að miðla málum.
16.05.2021 - 20:00
Viðtal
Loftárásir Ísraelshers gera hjálparstarf illmögulegt
Aldrei hafa sést jafnkröftugar og umfangsmiklar loftárásir á Gaza og nú. Rauði krossinn segir árásirnar gera hjálparstarf á svæðinu illmögulegt.
16.05.2021 - 19:40
Segist beita hörku þar til öryggi Ísraels er tryggt
Þrjátíu og þrjú eru látin í árásum Ísraelshers á Gaza það sem af er degi. Forsætisráðherra Ísraels segir hörku beitt þar til öryggi þeirra verði tryggt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðana ræðir stöðuna á opnum fundi síðar í dag.
16.05.2021 - 12:38
Samstöðufundir vegna Palestínu víða um Evrópu í dag
Tugir þúsunda Evrópubúa fóru í göngur til stuðnings málstað Palestínu í dag. Skipuleggjendur fullyrða að 150 þúsund manns hafi gengið um götur Lundúna, nærri Hyde Park, með skilti með áletrunum á borð við „Hættið sprengjuárásum á Gaza“.
15.05.2021 - 21:45