Færslur: Gaza

Abbas boðar til kosninga í Palestínu
Mahmud Abbas forseti Palestínu tilkynnti í dag hvenær gengið yrði til kosninga í landinu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hann segir að gengið verði að kjörborðinu á öllum landsvæðum Palestínu, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
15.01.2021 - 22:22
Lífið þungbært fyrir fatlað fólk á Gaza-svæðinu
Mannréttindavaktin segir líf fatlaðs fólks á Gaza-svæðinu sérstaklega erfitt. Því valdi herkví Ísraela og skortur á liðsinni af hálfu Hamas-liða sem ráða ríkjum á svæðinu. Tvær milljónir Palestínumanna búa á svæðinu sem hefur löngum verið þjakað af fátækt og afleiðingum stríðsátaka. 
03.12.2020 - 05:55
Skærur halda áfram milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar herþotur og -þyrlur gerðu í gær árás á suðurhluta Gaza-svæðisins til þess að eyðileggja jarðgöng sem Hamas-liðar eru sagðir hafa lagt yfir til Ísraels.
21.10.2020 - 00:58
Eldflaugaárásir Hamas á Ísrael magnast
Ísraelskar herþotur réðust á skotmörk á Gaza síðastliðna nótt. Með atlögunni var brugðist við eldflaugaárás Hamas-liða á bæinn Sderot í suðurhluta Ísraels, rétt handan landamæranna. Eldflaugavarnir Ísraela stöðvuðu sex flaugar en ein sprakk á þaki húss í bænum án þess að manntjón yrði.
21.08.2020 - 17:55
Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Landamæri Gaza og Egyptalands opnuð í 72 klukkustundir
Landamæri Gazasvæðisins og Egyptalands í Rafah eru nú opin í báðar áttir. Það er í fyrsta sinn frá því að kórónuveirufaraldurinn brast á í mars. Opnunin varir í 72 klukkustundir.
11.08.2020 - 13:40
Hamas segja innlimun jafngilda stríðsyfirlýsingu
Undanfarnar vikur hefur friðaráætlun Donalds Trump í deilunni milli Ísrael og Palestínu verið mótmælt harðlega á Gaza-svæðinu.
28.06.2020 - 08:19
Ísraelskir hermenn skutu Palestínumann
Palestínskur maður var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum er hann fór frá Gaza til Ísraels og skaut á hermennina. Tveir hermenn særðust.
Segja Palestínu auka á ófrið vegna Eurovision
Forsætisráðherra Ísraels hefur fyrirskipað frekari árásir á Gaza eftir hörð átök á svæðinu um helgina. Í borginni Tel Aviv, sem er um sjötíu kílómetrum frá átakasvæðinu, stendur yfir undirbúningur fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
05.05.2019 - 12:25
Erlent · Gaza · Ísrael · Palestína
Myndskeið
Þrír Palestínumenn skotnir til bana á Gaza
Í eitt ár hafa Palestínumenn á Gaza komið saman og mótmælt við landamæri Ísraels. Nærri tvö hundruð Palestínumenn hafa fallið í mótmælunum, þar af þrír í dag.
Íslendingur í haldi ísraelska hersins
Íslendingur var handtekinn af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Gaza-strandarinnar í dag. Ellefu aðrir aðgerðasinnar eru í haldi hersins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu ISM-samstöðu samtakanna eða International Solidarity Movement. 
03.08.2018 - 18:03
Erlent · Gaza
Vopnahlé á Gaza
Eftir átök á Gaza-svæðinu í dag virðist sem að vopnahlé hafi verið komið á milli stríðandi fylkinga með milligöngu Egypta og Sameinuðu þjóðanna.
Viðtal
„Örvæntingarfullt fólk með brostnar vonir“
„Í einu orði sagt, þá er aðstaða fólks sem þarna býr ömurleg,“ sagði Jón Björgvinsson, fréttamaður, á Morgunvaktinni á Rás 1, þar sem hann sagði frá heimsókn sinni til Gaza og Jerúsalem.
15.05.2018 - 10:30
Fréttamaður lést af skotsárum á Gaza
Palestínski útvarpsfréttamaðurinn Ahmed Abu Hussein lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Hann starfaði fyrir útvarpsstöð á Gaza og var skotinn og særður þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á Palestínumenn sem tóku þátt í mótmælum við landamæri Gaza.
25.04.2018 - 16:06
Fleiri skotnir til bana í mótmælum á Gaza
Ísraelskir hermenn hafa skotið tólf Palestínumenn til bana á landamærum Ísrales og Gaza-strandarinnar í dag. 350 eru særðir. BBC hefur þetta eftir palestínska heilbrigðisráðuneytinu.
Tónleikar fyrir konur á Gaza
Tónleikar verða haldnir í Háskólabíói annað kvöld, þann 10. maí. Sveinn Rúnar Hauksson kom í lestina til að ræða Palestínu og tónleikana.
Fjárhagsaðstoð skilar sér ekki til Gaza
Hálft ár er liðið frá því að milljörðum dollara var heitið til að endurreisa það sem Ísraelsher eyðilagði í 50 daga sprengjuárásum á Gaza í fyrrasumar. 12.400 hús voru gjöreyðilögð í árásunum og 160 þúsund heimili skemmd.
13.04.2015 - 08:10
Komi í veg fyrir starfsemi ISIS á Gaza
Abu Saayaf, leiðtogi einnar af mörgum vígasveitum Palestínumanna á Gaza ströndinni, hafnar því alfarið að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi skotið þar rótum.
02.04.2015 - 20:07
Með tvo ljónsunga á heimilinu
Efnahagsþrengingar og fátækt geta átt sér óvæntar birtingarmyndir. Á Gazasvæðinu hafa dýragarðsverðir ekki lengur efni á að fóðra öll ljónin sín og hafa því selt nokkur sem gæludýr.
23.03.2015 - 20:31
Erlent · Asía · Mannlíf · Gaza
Ójafn leikur Ísraels og Palestínu
Aflsmunirnir eru miklir í átökum Ísrealshers og Palestínuaraba á Gaza. Friðrik Páll Jónsson gerði grein fyrir því í Sjónmáli hversu ójafn þessi leikur er.
15.07.2014 - 16:32