Færslur: gauti kristmannsson

Víðsjá
Stjörnukerfið fullkomlega marklaust
Kolbrún Bergþórsdóttir og Gauti Kristmannsson bókagagnrýnendur segja að bókaárið 2020 hafi verið þokkalegt en hápunktar fáir. Kolbrún segir að stjörnuregnið í bókadómum blaðanna hafi ekki verið í neinu samræmi við sjálfa útgáfuna. „Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það eigi ekki bara að leggja þetta stjörnukerfi af.“
Gagnrýni
Heildstæð mynd í broti úr tíma
Skáldsaga Yrsu Þallar Gylfadóttur, Strendingar, fjallar um venjulega fjölskyldu sem tekst á við venjulega, en um leið einstaka tilveru, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „ Ekkert er dregið undan í þessum fyrstu persónu frásögnum, sem samanlagðar skapa heildstæða mynd í broti úr tíma.“
Gagnrýni
Afhjúpandi kímnisögur frá ólíkindaskáldi
Sagnasafnið Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur er bráðfyndið en að baki liggur stundum þung alvara, hugrenningatengsl um heimilisofbeldi, einmanaleika og útskúfun, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Voldugu tré umplantað í íslenska skáldskaparjörð
Þýðandinn Magnús Sigurðsson tekst á við meintan óþýðanleika Emily Dickinson af þrótti sem er innblásandi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi um nýútkomið safn ljóða hennar á íslensku, Berhöfða líf.
Gagnrýni
Úrvinnsla á hinu óumflýjanlega
„Þrátt fyrir húmorinn og íronískar þversagnirnar er þetta samt saga um sorg og frásögnin sjálf er einhvern veginn eins og úrvinnsla á hinu óumflýjanlega,“ segir Gauti Kristmannsson um skáldsöguna Dauða skógar eftir Jónas Reyni. „Hún er eins og samningur við hverfulleika lífsins, manns sjálfs, ástvina og meira að segja jarðarinnar.“
Gagnrýni
Skáldið skemmtir sér og losnar undan oki ljóðrænunnar
Bókarýnir Víðsjár segir Draumstol eftir Gyrði Elíasson vera á skjön við viðteknar hugmyndir um hvernig ljóðabækur eigi að vera. „Skáldið er líka að skemmta sér aðeins, ekki með neinum gauragangi, heldur með léttum húmor blönduðum saman við dálitla kaldhæðni hér og þar.“
Gagnrýni
Merkilega breið þjóðlífsmynd á fáum síðum
Skáldsagan Tíkin, eftir kólumbíska rithöfundinn Pilar Quintana, heldur áfram að krefjast svara að lestri loknum, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Pistill
Er eitthvað til sem heitir há- eða lágmenning
Er eitthvað til sem heitir lágmenning eða hámenning? Sumir fræðimenn segðu að þetta sé bara tilbúningur, aðrir að orðin standi bara fyrir afstöðu yfirstéttar til menningarafurða alþýðunnar, en hvað sem því líður liggur fyrir að þessi fyrirbæri eru þekkt og það sem meira er, margir geta hugsað sér þau í samtímanum. Reynum að átta okkur á hvað lágmenning og hámenning eru.
Pistill
Þjóðir og þjóðarmorð
„Þjóðin og þjóðríkið, eins og við skiljum þessi fyrirbrigði í dag, eru tiltölulega nýtilkomin, þau eru afleiðingar byltinga og lýðræðisvæðingar frá síðari hluta átjándu aldar og fram á þessa öld, þegar nýlendur losnuðu loks undan oki Vesturlanda.“ Gauti Kristmannsson fjallar um þjóðir og þjóðarmorð í Víðsjárpistli.
09.09.2018 - 08:00
Merkur viti fyrir okkur öll
„Með þessu verki hefur Modiano alveg áreiðanlega byggt mikinn og merkan vita fyrir okkur öll,“ segir Gauti Kristmannsson um Dóru Bruder franska nóbelskáldsins Patrick Modiano í þýðingu Sigurðar Pálssonar.
Gagnrýni
Dansað út úr röðinni
„Með þessu þéttriðna neti um hlutverk listarinnar og fjölskyldunnar í lífinu hefur höfundi tekist að vekja áleitnar spurningar og samtímis fléttað þær saman í lesvæna og áhugaverða sögu um mannlega, ef ekki móðursýkislega, þrá manneskjunnar eftir viðurkenningu samfélagsins á fjölskyldu sinni og um leið sjálfri sér.“ Gauti Kristmannsson rýnir í nýjustu bók Yrsu Þallar Gylfadóttur, Móðurlífið, blönduð tækni.
Gagnrýni
Oft eru lygn vötn djúp
„Þetta er söguþráðarlaus saga með æði þéttum söguþræði, önnur þversögn sem gerir lesturinn spennandi, lestur um afar óspennandi fólk sem við þekkjum öll úr blokkum samtímans.“ Gauti Kristmannsson rýndi í Formann húsfélagsins eftur Friðgeir Einarsson.