Færslur: gauti kristmannsson

Gagnrýni
Viðhorfi að andleg veikindi séu vesaldómur ögrað
Viðfangsefni skáldsögu Ingólfs Eiríkssonar, Stóra bókin um sjálfsvorkun, er mikilvægt og stórt, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Ný aðferð til sjálfsupphafningar
Með því að láta ástkonu sína segja eigin sjálfsævisögu losnar skáldkonan undan ábyrgðinni af sjálfshólinu sem gegnumsýrir textann, skrifar Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi, um Sjálfsævisögu Alice B. Toklas eftir Gertrude Stein.
Gagnrýni
Knöpp frásögn um flókna tilveru nútímakvenna
Önnu Stínu Gunnarsdóttur tekst að byggja upp samlíðan með söguhetjum í frumraun sinni, skáldsögu um flókna tilveru nútímakvenna, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. Sagan sé hins vegar svo stutt að ekki gefst pláss til að rugla lesendur í ríminu til að magna upp spennu og ófyrirsjáanleika.
Gagnrýni
Eftirtektarverð frumraun um sjúka ást
Sólveig Johnsen spinnur hugvitssamlega frásögn í sinni fyrstu skáldsögu um brenglað samband, sem bendir líka á að ofbeldi og misnotkun eru ekki alltaf líkamleg, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Sussað á sársaukaöskur tilfinninganna
Halla Þórlaug Óskarsdóttir lætur hugarstreymi ljóðmælanda vinna áfram, í margar áttir, í bókinni Þagnarbindindi, en tengir allt saman þannig að lesendur skynja og finna lífið í textanum, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Það er ekkert verið að skafa af neinu, við fáum að sjá beint inn í kvikuna.“
Gagnrýni
Fornfrægir textar fá á sig hrikalegri mynd
Þegar goðsögur Óvíds eru sagðar út frá sjónarhorni kvennanna blasir við hrikalegt ofbeldi sem er greinilega kerfisbundið, segir Gauti Kristmannsson, gagnrýnandi um Vaknaðu, Sírena. Óvíd endursunginn eftir blaðamanninn Ninu MacLaughlin.
Gagnrýni
Nýr höfundur snýr lipurlega upp á karlmennskuna
Frumraun Einars Lövdahl, smásagnasafnið Í miðju mannhafi, lofar góðu, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Hann er greinilega lipur penni og hefur ágætt vald á formi smásögunnar og kryddar hana með nútímavæðingu eins og formi tölvupóstsins.“
Gagnrýni
Frumraun sem lítur alls ekkert út eins og frumraun
Karl Ágúst Úlfsson tekst á við stórar spurningar um lífið í skáldsögunni Eldur í höfði, frumraun sem kemur á óvart og feykir fordómum út í veður og vind segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Mannbætandi verk fyrir sál og sinni
Þráður mennskunnar og viljans til betra lífs liggur í gegnum skáldsöguna Nickel-strákarnir, eftir Colson Whitehead, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Hún sýnir hve þunnt skæni siðmenningar var og er hjá mörgum hvítum Bandaríkjamönnum, einkum körlum, sem kalla sig kristna og líta á sig sem gott fólk.“
Gagnrýni
Andi Nabokovs svífur yfir sögu um einsemd
Frásagnarháttur Vladimirs Nabokovs, með hvörfum og tilviljunum, er áberandi í skáldsögunni Um endalok einsemdarinnar eftir Benedict Wells, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Skelfilega ánægjuleg skilnaðarsaga
Það er gleðiefni að fá hvert verkið af öðru eftir Peter Handke, Nóbelsskáldið umdeilda, á íslensku segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi í umfjöllun um bókina Hið stutta bréf og hin langa kveðja. „Með þessari þroskasögu skilnaðarins höfum við fengið mikið listaverk í hendur á okkar máli.“
Gagnrýni
Stormsveipur af texta
Orðbragðið er makalaust í skáldsögunni Ef við værum á óvenjulegum stað eftir Juan Pablo Villalobos, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Þótt þetta sé einhvern veginn þroskasaga er erfitt að sjá hvernig sá þroski er til einhvers gagns og það undirstrikar fáránleika samfélagsins sem höfundur lýsir.“
Gagnrýni
Skapandi svar höfundar við loftslagsvánni
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um bókina Stríð og kliður eftir Sverri Norland. Í henni glímir höfundur við ýmsar stærstu spurningar samtímans.
Gagnrýni
Undir fjölskyldusögu er dynur stríðs og blóðsúthellinga
Sjálfsævisöguleg skáldsaga Saša Stanišić er uppgjör við þjóðarmorð og ofsóknir sem minnir lesendur á að skæni mennskunnar er þunnt og brotgjarnt.
Gagnrýni
Oksanen afhjúpar grimmdina sem konum hefur verið sýnd
„Sofi Oksanen er þekkt fyrir sínar stórbrotnu sögur um konur og hún beinir ekki bara kastljósinu að vöruvæðingu kvenlíkamans í þeim, heldur setur hana beinlínis undir stækkunargler,“ segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi í umfjöllun um nýjustu bók finnska rithöfundarins, Hundagerðið.
Gagnrýni
Hrollvekjandi og áleitin saga um alkóhólisma
Skáldsagan Shuggie Bain, eftir Douglas Stuart, fjallar blátt áfram um alkóhólisma og meðvirkni frá sjónarhorni barns, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Sagan er svo áleitin og lifandi að ég spurði mig fljótlega hvort hún væri ekki sjálfsævisöguleg, það er svo mikið margt í henni, smáatriði sem manni fannst ósvikin og lifuð.“
Gagnrýni
Forvitnilegt safn sagna frá Sovét
Sagnasafnið Sögur frá Sovétríkjunum hefur að geyma nítján sögur í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Sögurnar gefa fjölbreytta mynd af sovéskum bókmenntum allt frá byrjun 20. aldar og fram til fyrstu áranna eftir að Sovétríkin liðu undir lok.
Gagnrýni
Samhengislaust rugl í fullkomnu samhengi
Elísabet Jökulsdóttir sýnir aðdáunarverða leikni í skáldsögunni Aprílsólarkuldi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Þrælskemmtilegur Balzac loksins á íslensku
Ný íslensk þýðing á Brostnum vonum eftir Honoré de Balzac er uppfull af orðheppni og hnyttni sem unun er að lesa, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Víðsjá
Stjörnukerfið fullkomlega marklaust
Kolbrún Bergþórsdóttir og Gauti Kristmannsson bókagagnrýnendur segja að bókaárið 2020 hafi verið þokkalegt en hápunktar fáir. Kolbrún segir að stjörnuregnið í bókadómum blaðanna hafi ekki verið í neinu samræmi við sjálfa útgáfuna. „Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það eigi ekki bara að leggja þetta stjörnukerfi af.“
Gagnrýni
Heildstæð mynd í broti úr tíma
Skáldsaga Yrsu Þallar Gylfadóttur, Strendingar, fjallar um venjulega fjölskyldu sem tekst á við venjulega, en um leið einstaka tilveru, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „ Ekkert er dregið undan í þessum fyrstu persónu frásögnum, sem samanlagðar skapa heildstæða mynd í broti úr tíma.“
Gagnrýni
Afhjúpandi kímnisögur frá ólíkindaskáldi
Sagnasafnið Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur er bráðfyndið en að baki liggur stundum þung alvara, hugrenningatengsl um heimilisofbeldi, einmanaleika og útskúfun, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Voldugu tré umplantað í íslenska skáldskaparjörð
Þýðandinn Magnús Sigurðsson tekst á við meintan óþýðanleika Emily Dickinson af þrótti sem er innblásandi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi um nýútkomið safn ljóða hennar á íslensku, Berhöfða líf.
Gagnrýni
Úrvinnsla á hinu óumflýjanlega
„Þrátt fyrir húmorinn og íronískar þversagnirnar er þetta samt saga um sorg og frásögnin sjálf er einhvern veginn eins og úrvinnsla á hinu óumflýjanlega,“ segir Gauti Kristmannsson um skáldsöguna Dauða skógar eftir Jónas Reyni. „Hún er eins og samningur við hverfulleika lífsins, manns sjálfs, ástvina og meira að segja jarðarinnar.“
Gagnrýni
Skáldið skemmtir sér og losnar undan oki ljóðrænunnar
Bókarýnir Víðsjár segir Draumstol eftir Gyrði Elíasson vera á skjön við viðteknar hugmyndir um hvernig ljóðabækur eigi að vera. „Skáldið er líka að skemmta sér aðeins, ekki með neinum gauragangi, heldur með léttum húmor blönduðum saman við dálitla kaldhæðni hér og þar.“