Færslur: Gautaborg

Skólastjóri dæmdur fyrir stórfelldan fjárdrátt
 Abdirizak Waberi, fyrrverandi skólastjóri í Römosse-grunnskólunum í Gautaborg hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og bókhaldsbrot.
29.04.2022 - 16:50
Skotinn til bana á líkamsræktarstöð í Gautaborg
Maður á þrítugsaldri var skotinn til bana á líkamsræktarstöð í Gautaborg í Svíþjóð síðdegis í gær. Sænska ríkissjónvarpið SVT hefur eftir lögreglu að nokkuð hafi miðað áfram í rannsókn málsins þótt enginn hafi verið handtekinn enn. Tilkynning barst um skothvell inni á líkamsræktarstöðinni á sjöunda tímanum í gær að staðartíma. Fjöldi fólks var þar við æfingar þegar þetta gerðist.
29.04.2022 - 05:28
Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg
Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.
Lögregla í Gautaborg rannsakar manndrápstilraun
Lögreglan í Gautaborg næststærstu borg Svíþjóðar rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í kvöld sem tilraun til manndráps. Að minnsta kosti einn var fluttur særður eftir hnífsstungur á sjúkrahús.
Enn er glímt við eld í stóru skipi utan við Gautaborg
Sænska strandgæslan býst ekki við eldur um borð í flutningaskipinu Almirante Storni úti fyrir Gautaborg í Svíþjóð verði endanlega slökktur fyrr en með morgninum.
05.12.2021 - 01:56
Spegillinn
Sakaðir um fjárdrátt í Svíþjóð - sendu fé til mosku hér
Skólayfirvöld í Gautaborg leita nú flestra leiða til að loka þremur einkareknum grunnskólum eftir að upp komst um umfangsmikið fjármálamisferli. Skólastjórnendur hafa verið gagnrýndir undanfarna tvo áratugi, meðal annars fyrir að skipta nemendum upp eftir kynjum og neyða þá til að taka þátt í bænahaldi. Annar einkarekinn skóli í Örebro, hefur greitt félaginu sem rekur mosku í Ýmishúsinu í Reykjavík jafnvirði um 18 milljóna íslenskra króna.
04.12.2021 - 08:30
Táningur sakfelldur fyrir að drepa lögreglumann
Sautján ára unglingur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa skotið lögreglumann til bana í Gautaborg í sumar.  
20.11.2021 - 14:27
Sprengjumaður í Gautaborg fannst látinn í sjónum
Hálfsextugur maður sem sænska lögreglan hefur leitað logandi ljósi að síðustu daga fannst í dag látinn í sjónum úti fyrir Gautaborg.
06.10.2021 - 12:52
Myndskeið
Sextán flutt á sjúkrahús eftir sprengingu í Gautaborg
Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir sprengingu við íbúðarhús í Gautaborg í Svíþjóð í morgun og sextán hafa verið fluttir á sjúkrahús, fólk á aldrinum tíu til áttatíu ára. Eldur kviknaði í þremur stigagöngum í kjölfar sprengingarinnar og nokkur hundruð íbúar í húsinu hafa verið fluttir þaðan.  
28.09.2021 - 09:07
Bergman var heltekinn af tónlistarþránni
Svíar gera ýmislegt forvitnilegt á nýja árinu til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fæðingu kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergaman, 14. júlí næstkomandi. Eitt af því eru tónleikar sem Gautaborgarsinfónían og Kvikmyndahátíð Gautaborgar standa saman að í febrúarbyrjun. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Arnbjörg María Daníelssen sem sagði frá tónleikunum í Víðsjá á Rás 1.
Lögregla í átökum við nýnasista í Gautaborg
Þrjátíu hafa verið handteknir í Gautaborg í Svíþjóð í dag eftir að átök brutust út í göngu á vegum nýnasistahreyfingarinnar NMR. Gönguna ber upp á sama dag og Yom Kippur, hátíðisdag gyðinga.
30.09.2017 - 15:52
Ekki lengur grunaður um morð konu og barna
Manni, sem grunaður var um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn í Gautaborg, var sleppt úr haldi síðdegis. Hin látnu fundust í íbúð á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Slökkvilið var kallað til vegna elds í íbúðinni. Konan og eitt barn voru þá látin, en tvö önnur börn létust síðar sama dag. Lögreglan taldi að konuninni hefðu verið veittir áverkar sem leiddu hana til dauða áður en eldurinn varð laus.
26.07.2017 - 21:13
Faðir grunaður um morðin í Gautaborg
Dómstóll í Gautaborg hefur úrskurðað mann á sextugsaldri í gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt konu sína og þrjú börn þeirra í Angered, úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Þau fundust í íbúð þar á fimmtudagsmorgun.
22.07.2017 - 12:20