Færslur: Gasa

Biden fagnar vopnahléi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnaði í kvöld vopnahléssamkomulagi milli ísraelskra stjórnvalda, Hamas og Íslamsks jihads sem binda á enda á ellefu daga blóðbað á Gaza. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og sagðist hafa heitið Ísraelum aðstoð við að byggja aftur upp eldflaugavarnakerfi þeirra til að verjast flugskeytaárásum frá Gaza. Hann sagðist reiðubúinn að vinna með palestínskum yfirvöldum, en ekki Hamas því það gæti hjálpað þeim að endurnýja vopnabúr sitt.
Tveir Ísraelsmenn í haldi á Gaza
Tveir Ísraelsmenn eru fangar Hamassamtakanna á Gazasvæðinu, að því er ísraelska landvarnaráðuneytið greindi frá. Annar er Ísraeli af eþíópískum uppruna. Hinn er arabi með ísraelskt ríkisfang.
09.07.2015 - 13:08