Færslur: garðyrkja

Landinn
Varð sérfræðingur í sólskinstómötum á mettíma
Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir er alin upp á Snæfellsnesi á bænum Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Amma hennar var mikil garðyrkjukonan og þær voru mikið saman. Engu að síður valdi hún sér hugvísindanám og lærði heimspeki, siðfræði, miðausturlandafræði og arabísku svo eitthvað sé nefnt. Hana langaði samt alltaf í Garðyrkjuskólann og lét að lokum slag standa.
08.05.2022 - 20:50
Spegillinn
Eðlilegast væri að draga uppsagnirnar til baka
Starfsemi Garðyrkjuskólans á Reykjum verður áfram þar eftir að námið færist til FSu og ríkið tekur yfir fasteignir á staðnum. Kennari við skólann segir of snemmt að fagna happi og að réttast væri að draga uppsagnir starfsfólks til baka. Sérstakur hópur verður skipaður um framtíð skólans, en forsvarsmenn skólans furða sig á því að atvinnulíf greinarinnar hafi ekki aðkomu að honum.
Loksins rigning
Eftir um mánaðar þurrka- og hlýindatíð er farið að rigna á Norður- og Austurlandi. Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir að nauðsynlegt hafi verið að vökva á hverjum degi frá lokum júní og er himinsæl að geta nú tekið frí frá vökvuninni.
28.07.2021 - 10:10
Sjónvarpsfrétt
Grænum fingrum fjölgað á Akureyri eftir faraldurinn
Algjör sprenging hefur orðið í ásókn Akureyringa í matjurtagarða bæjarins. Ung hjón sem nýlega komu sér upp garði segja vinnuna jafnast á við góðan jógatíma.
08.06.2021 - 20:01
Gefa Hafnfirðingum matjurtafræ
Allir Hafnarfirðingar fá í dag pakka með kryddjurtarfræjum að gjöf frá bæjarfélaginu. Gjöfinni er ætlað að hvetja Hafnfirðinga „til að staldra við, draga andann létt, lifa í núin og huga að mikilvægi eigin ræktunar í öllum skilningi,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá bænum.
30.04.2021 - 10:38
Of snemmt að setja út en ekki of seint að sá
Nú er tími til að huga að matjurtagörðum og það er ekki of seint að sá matjurtum og sumarblómum. Enn er þó of snemmt að setja út matjurtir, segir Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur. Þá mælir hann með því að fólk herði plöntur sem sáð hefur verið innandyra.
30.04.2021 - 08:35
Grænum fingrum borgarbúa greinilega að fjölga
Svo virðist sem íbúar í Reykjavík sýni matjurtaræktun meiri áhuga. Í dag var opnað fyrir umsóknir fyrir matjurtagarða á vegum borgarinnar og aðsóknin hefur sjaldan verið meiri. Útlit er fyrir að biðlisti myndist í vikunni eftir að fá úthlutað garði.
Garðyrkjuskólinn skilinn frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar­málaráðherra, hefur ákveðið að hefja skuli undirbúning að tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju á Reykjum í Ölfusi undir ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skólinn hefur til þessa tilheyrt Landbúnaðarskóla Íslands.
Myndskeið
Færir klassísku jólastjörnuna í nýjan búning
Birgir Steinn Birgisson, garðyrkjubóndi í Hveragerði hefur staðið í tilraunaræktun á síðustu mánuðum og klætt klassísku jólastjörnuna í nýjan búning. Meðal annars hvítar, gular og marglitar stjörnur fylgja þeirri rauðu sem flestir þekkja í verslanir í nóvember.
17.10.2020 - 19:20
Sögur af landi
Heimaræktaður kúrbítur reyndist eitraður
Elín Björk Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur, sinnir garðyrkju og grænmetisræktun í hjáverkum. Hún og eiginmaður hennar rækta ýmsar tegundir af grænmeti til eigin nota. Í sumar prófuðu þau sig áfram með kúrbít og grasker og sú tilraunamennska hafði nokkuð ævintýralegar afleiðingar.
17.09.2020 - 07:00
Myndskeið
Iðnaðarhampur vex og dafnar í Grímsnesi
Iðnaðarhampur vex nú á methraða í Grímsnesi á Suðurlandi, þar sem kjöraðstæður virðast vera til ræktunarinnar. Heilbrigðisráðherra heimilaði vor ræktun og innflutning iðnaðarhamps og ræktandinn telur að Íslendingar eigi eftir að taka plöntuna í sátt, enda sé hún til margra hluta nytsamleg.
06.09.2020 - 20:00
Myndskeið
Byggja gróðurhús og hótel í heimsfaraldri
Stærsta gúrku-, tómata- og blómaframleiðsla landsins verður bráðum í Reykholti í Biskupstungum, þar sem aðeins rúmlega tvö hundruð manns búa. Heimafólk ákvað að nýta tímann í faraldrinum til að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir og er bjartsýnt á framhaldið.
30.08.2020 - 21:15
Áhersla á að bæta innviði í garðyrkju í LBHÍ
Rektor Landbúnaðarháskólans segir áætlanir um nýtt garðyrkjunám á Íslandi jákvæðar. Margt sé hægt að gera betur í garðyrkjunáminu í LBHÍ.
24.08.2020 - 13:47
Vilja setja á fót nýtt garðyrkjunám á Íslandi
Fagfólk í garðyrkju hefur tekið sig sama um stofnun félagsins Garðyrkjuskóli Íslands. Það vill ná samningum við menntamálaráðherra um að koma á fót grunnnámi í garðyrkju á framhaldsskólastigi. Þar á að leggja áherslu á starfsmenntanám og samstarf við atvinnulíf.
Byggðu húsið og hönnuðu garðinn
Hjónin Vilhjálmur Þ. Kjartansson verkfræðingur og Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur byggðu húsið sitt sjálf fyrir 35 árum. „Við tókum fimm mjög skemmtileg sumur þar sem við náðum í skottið á þeim þjóðlega sið að byggja að mestu leyti sjálfur húsið sitt,“ segir Vilhjálmur stoltur. 
25.07.2020 - 09:34
„Sá þessa nörda og ætlaði ekki að vera ein af þeim“
„Ég hefði verið fyrsti nemandinn til að deyja úr leiðindum í lögfræði. Það hefði verið mjög sorglegt,“ segir Guðríður Helgadóttir garðyrkjuséní sem kveðst hafa sætt sig við, eftir nokkurt þref við sjálfa sig, að vera „lúðalegur garðyrkjufræðingur“ enda slær hjarta hennar með gróðrinum. Hún verður á skjám landsmanna í sumar í Sumarlandanum sem hóf göngu sína um helgina.
24.06.2020 - 09:16
Menningin
Sér flugeldasýningar í hverjum garði
Blómasýning sem er í senn flugelda- og danssýning verður opnuð í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 á þjóðhátíðardaginn.
Gúrkur hækkuðu í verði eftir febrúarstorminn
Útlitið var svart hjá garðyrkjubóndanum í Reykási í Hrunamannahreppi í febrúar. Gróðurhúsin voru mikið skemmd eftir óveður og uppskeran meira og minna ónýt. Nú er starfsemin komin á fullt og hefur verið aldrei meira að gera.
28.05.2020 - 20:08
Hátt í þúsund umsóknir um einstaka sumarstörf
Algjör sprenging hefur orðið í umsóknum um störf hjá garðaþjónustufyrirtækjum og hátt í þúsund manns bítast um einstaka störf. Dæmi eru um að menntaðir flugvirkjar og lögfræðingar sæki um ófaglærðar sumarstöður.
07.05.2020 - 11:44
Vekja athygli á veirusjúkdómi í tómötum og papriku
Matvælastofnun vekur athygli garðyrkjuræktenda að nýlegur plöntusjúkdómur hefur greinst í nokkrum löndum Evrópusambandsins síðustu mánuði. Sjúkdómurinn leggst helst að tómat og papriku.
20.02.2020 - 10:56
Íhugar flutning vegna hækkunar Veitna
Eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga segist ætla að færa starfsemina annað eða kynda stöðina með plasti og kolum vegna breytinga á gjaldskrá Veitna sem hefur í för með sér 97 prósenta hækkun fyrir stöðina.