Færslur: Garður

Myndskeið
Fjölgað um 10 prósent frá sameiningu
Frá því Sandgerði og Garður sameinuðust í Suðurnesjabæ fyrir þremur árum hefur íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 10 prósent. Fyrirhugað er að opna ný dagdvalarrými en bæjaryfirvöld kalla eftir heilsugæslu.
01.07.2021 - 19:17
Vilja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vilja fá heilsugæslustöð í bæjarfélagið. Mörg ár eru síðan heilsugæslustöðvum þar var lokað og þurfa íbúar að sækja sér heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ.
Ráðuneyti samþykkir nafnið Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er nú opinbert heiti sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt heitið og tók sú samþykkt gildi á nýársdag.
06.01.2019 - 18:33
Býst við einhug um nafnið Suðurnesjabær
Nafnið Suðurnesjabær naut mests stuðnings meðal þeirra sem greiddu atkvæði um nafn á nýtt sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis í gær. Kjörsókn var ekki nema rúm 34 prósent og er niðurstaðan því ekki bindandi. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, á þó von á því að einhugur verði innan bæjarstjórnar um að sveitarfélagið beri nafnið Suðurnesjabær.
04.11.2018 - 12:31
Kjósa um þrjú nöfn á sveitarfélagið
Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs fá að kjósa 3. nóvember næstkomandi um nafn á sveitarfélagið. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í vikunni að kosið verði á milli nafnanna Heiðarbyggð, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Miðgarður. Kosið verður með hefðbundnum hætti og kjörstaðir settir upp. Verði kosningaþátttaka yfir fimmtíu prósent og ef ein tillaga hlýtur meira en helming greiddra atkvæða er bæjarstjórn skuldbundin til að fara eftir niðurstöðu kosninganna.
05.10.2018 - 14:29
Stefna að nafnakosningu 3. nóvember
Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs samþykkti verkáætlun um val á nafni á sveitarfélagið á fundi sínum í síðustu viku og að Hvíta húsið aðstoði bæjarstjórn við val á tillögum að nafni sem íbúar kjósa um.
23.09.2018 - 16:34
Leggja til að kosið verði um nafn á ný
Bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur lagt til við bæjarstjórn að íbúar fái að kjósa um nafn á sveitarfélagið með hefðbundnum hætti, það er með kjörseðli á kjörstað. Sameining sveitarfélaganna tók gildi eftir sveitarstjórnarkosningar í vor en illa gekk að velja nafn á sveitarfélagið.
31.08.2018 - 12:43
Sjálfstæðisflokkur og H-listi í viðræðum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og H-lista fólksins hafa rætt saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Að sögn Einars Jóns Pálssonar, oddvita Sjálfstæðisflokks, hófust viðræðurnar á sunnudagsmorgunn og verður þeim haldið áfram í kvöld.
Skiptar skoðanir um nafnið Heiðarbyggð
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í Garði og Sandgerði um nafnið Heiðarbyggð sem hlaut flest atkvæði í atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag. Um 20 prósent íbúa greiddu atkvæði.
Enn óvissa um nafn þrátt fyrir atkvæðagreiðslu
Það kemur í hlut nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis að taka ákvörðun um nafn sveitarfélagsins. Ekki er sjálfgefið að farið verði eftir niðurstöðu ráðgefandi atkvæðagreiðslu íbúanna þar sem nafnið Heiðarbyggð fékk flest atkvæði, enda var þátttaka í kosningunni afar dræm.
224 af 500 skiluðu auðu í nafnakosningu
224 af 500 skiluðu auðu í síðari umferð rafrænnar atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Niðurstöðurnar voru kynntar í golfskálanum í Sandgerði á hádegi. 2.692 voru á kjörskrá. Nafnið Heiðarbyggð fékk 176 atkvæði og Suðurbyggð 100 atkvæði.
Skiptar skoðanir um tillögur nafnanefndar
Íbúar í Sandgerði og Garði eru ekki á eitt sáttir um fimm tillögur að nafni nýs sameinaðs sveitarfélags. Rafræn kosning stendur yfir um tillögur nafnanefndar sveitarfélaganna.
06.05.2018 - 12:17
Kosning um nýtt nafn hafin
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs er hafin og stendur fyrri umferð til klukkan 23.59 á fimmtudaginn kemur, 10. maí.
04.05.2018 - 16:14
Velja á milli fimm nafna á nýtt sveitarfélag
Íbúar í Garði og Sandgerði velja á næstunni nafn á sameinað sveitarfélag. Nefnd sem var skipuð til að undirbúa tillögur að nafni á nýtt sveitarfélag sendi fyrst 15 tillögur til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Hún lagðist gegn átta nöfnum.
08.04.2018 - 14:36
Daði leiðir Framsókn í Sandgerði og Garði
Framsókn og óháðir í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hafa stillt upp framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Hátt í 400 tillögur að nafni á sveitarfélag
Hátt í 400 tillögur bárust að nafni á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Á vef Sveitarfélagsins Garðs segir að sérstaklega hafi verið óskað eftir tillögum frá nemendum grunnskólanna og að tillögurnar hafi verið fjölbreyttar og skemmtilegar. Frá nemendum grunnskólanna komu nokkrar frumlegar, eins og til dæmis Frábær.
28.02.2018 - 07:53
Íbúar kjósa um nafn á nýtt sveitarfélag
Skipuð hefur verið nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í kosningu 11. nóvember síðastliðinn.
Ferskir vindar í Garði í fimmta sinn
Fjörutíu listamenn af tuttugu og einu þjóðerni eru þátttakendur í alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar sem fram fer í Garði á næstu dögum. Er þetta í fimmta skiptið sem hátíðin er haldin.
02.01.2018 - 19:46