Færslur: Garðabær

50 ungmenni í sóttkví
50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er kominn í sóttkví eftir að einn flokkstjóra greindist með Covid-19. Nokkrir flokkstjórar eru einnig í sóttkví en ákveðið hefur verið að skima alla flokkstjóra fyrir veirunni.
29.06.2020 - 15:31
Framkvæmdir legið niðri í ár vegna dýptar mýrarinnar
Framkvæmdir við nýtt knatthús í Vetrarmýri í Garðabæ hafa legið niðri í um ár. Bærinn leitar nú leiða til að koma til móts við verktakann en mýrin er dýpri og meiri en áætlað var og framkvæmdin því kostnaðarsamari.
10.06.2020 - 12:52
Gaman að froskunum í Garðabæ
Froskar hafa verið á ferli í Garðabæ að undanförnu. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að sér sé ekki kunnugt um að froskar hafi fundist annars staðar á landinu. Þeir eru með öllu skaðlausir, bera ekki sjúkdóma og eru ekki eitraðir.
26.07.2019 - 15:16
Myndskeið
Froskar á ferli í Garðabæ
Froskur fannst í garði við Melás í Garðabæ í dag. Rósa Berglind Arnardóttir segir að faðir hennar hafi verið að slá grasið þegar hann sá froskinn skoppa í grasinu í kring um sig. Miklar umræður sköpuðust á lokuðum Facebook-hópi Garðbæinga eftir að Rósa birti myndband af froskinum. Fleiri íbúar sögðust hafa séð froska á ferli við Melás og Breiðaás í bænum.
24.07.2019 - 18:20
Rafmagn komið á í Hafnarfirði og Garðabæ
Rafmagn er komið á aftur í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, en það fór af í tvígang í kvöld, fyrst á sjöunda tímanum og svo aftur seint á áttunda tímanum. Á Facebook-síðu HS Veitna kemur fram að bilun hafi orðið í háspennustreng.
17.05.2019 - 00:32
Álftin í góðum holdum þrátt fyrir hremmingar
Álftin, sem bjargað var í dag við Urriðakotsvatn, er í góðum holdum þrátt fyrir að hafa verið með áldós fasta á neðri skoltinum í að minnsta kosti tvær vikur. Álftin er nú komin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Á vef garðsins segir að hún hafi átt erfitt með að nærast, verið orðin ræfilsleg og orðið fyrir aðkasti annarra álfta.
04.03.2019 - 16:51
Innlent · Fuglalíf · Fuglar · Álft · Garðabær
Telja aðstæður við húsbyggingu lífshættulegar
Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu fyrirtækisins U2-bygg við Hraungötu 2 til 6 í Garðabæ. Eftirlitið mat aðstæður á vettvangi á þann veg að þær væru lífi og heilbrigði starfsmanna verulega hættulegar. Fyrirtækið má ekki hefja vinnu á ný fyrr en ýmsar úrbætur hafa verið gerðar.
27.02.2019 - 15:06
Langþráð meðferðarheimili á Vífilsstaðahálsi
Velferðarráðherra vonar að nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga verði tilbúið árið 2020. Það á að rísa á Vífilsstaðahálsi í Garðabæ. Viljayfirlýsing bæjarins, Barnaverndarstofu og stjórnvalda var undirrituð í dag. 
Viðbragðsbúnaður virkaði ekki sem skyldi
Vegna bilunar í viðbragðsbúnaði hafði rafmagnsleysið í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi í gærkvöld víðtækari áhrif en ella. Rafmagnslaust var í eina klukkustund frá klukkan frá 21:57.
31.08.2018 - 16:37
Ráðist á átta ára stúlku í Garðabæ
Drengur á unglingsaldri veittist í dag að átta ára stúlku sem var á göngu í Garðabæ með hund fjölskyldu sinnar. Drengurinn sló stúlkuna á bakhlutann svo sá á henni og móðir hennar segir að hún hafi fengið áfall. Atvikið var tilkynnt til lögreglu sem sagðist lítið geta aðhafst vegna málsins.
Hafa lokað opnu bókhaldi þriggja sveitarfélaga
KPMG hefur lokað upplýsingasíðum þriggja sveitarfélaga þar sem gögn úr bókhaldi þeirra voru birtar eftir að í ljós kom að viðkvæm gögn sem ekki mátti birta voru birt. Persónuvernd hefur hafið skoðun á málinu.
30.04.2018 - 14:11
Slysahætta á nýju útisvæði Ásgarðslaugar
„Við erum mjög svekkt yfir því að þetta er svona og hörmum að fólk hafi dottið. Sem betur fer hefur ekki orðið stórskaði,“ segir Kári Jónsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar og yfirmaður íþróttamannvirkjanna í bænum. Mjög hált er á nýsteyptu útisvæði Ásgarðslaugar í Garðabæ sem opnuð var á ný eftir framkvæmdir á sumardaginn fyrsta.
25.04.2018 - 14:08
Hagkaup vill selja áfengi í Litlatúni
Framkvæmdastjóri Hagkaups hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ til fá leyfi til að selja áfengi innan verslunar Hagkaups í verslunarkjarnanum Litlatúni.
10.04.2018 - 15:48