Færslur: Garðabær
Íþróttahúsið Miðgarður opnað í dag
Hið nýja fjölnota íþróttahús Garðabæjar, Miðgarður, var opnað með formlegum hætti í dag laugardaginn 30. apríl þegar boðið var til hátíðar í húsinu frá 13 til 16.
30.04.2022 - 21:22
Brynja Dan leiðir Framsókn í Garðabæ
Félagsfundur Framsóknar í Garðabæ samþykkti lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í kvöld.
07.04.2022 - 21:03
Banaslys í Garðabæ
Karlmaður á fertugsaldri lést eftir fall á vinnusvæði í Urriðaholti í Garðabæ í dag.
31.03.2022 - 20:47
Færð upp um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á fundi Fulltrúarráðs í kvöld. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, skipar fyrsta sæti listans.
25.03.2022 - 00:00
Þorbjörg Þorvaldsdóttir leiðir Garðabæjarlistann
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, grunnskólakennari, er nýr oddviti Garðabæjarlistans, sameiginlegs framboðs Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og óháðra. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista var samþykkt einróma á félagsfundi Garðabæjarlistans í dag.
13.03.2022 - 19:06
Heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins
Heitavatnslaust er á hluta höfuðborgarsvæðins og verður líklega til um klukkan sex í kvöld, vegna bilunar í Nesjavallavirkjun, þegar sprenging varð í tengivirki Landsnets. Höfuðborgarbúar eru beðnir að fara sparlega með heitt vatn á meðan viðgerðirnar standa yfir.
28.01.2022 - 14:55
Viðreisn segir skilið við Garðabæjarlistann
Viðreisn í Garðabæ hefur gefið út þau munu bjóða fram eigin framboðslista í komandi sveitastjórnarkosningum. Þar með skilja þau sig frá framboði Garðabæjarlistans sem kosinn var 2018, þá með fulltrúum frá Viðreisn, Samfylkingu, Vinstri Grænum og Bjartri framtíð.
13.12.2021 - 23:09
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ, Gunnar Einarsson, hefur sagt hann muni hætta störfum að loknu kjörtímabili. Þá verður Gunnar orðinn 67 ára og búinn að vera bæjarstjóri í 17 ár.
13.12.2021 - 20:39
Lét Garðabæ vita af harðræði Hjalteyrarhjóna
Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manneskju sem dvaldi á vistheimili hjónanna á Hjalteyri. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Viðkomandi hafði verið látinn borða sápu á vistheimilinu á Hjalteyri. „Þar var mikill agi, börnum hótað, þau látin borða sápu og rassskellt.“
24.11.2021 - 15:30
Tveir á bráðamóttöku með stungusár og tveir í haldi
Lögregla var kölluð að Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna harðra slagsmála utan við verslunina. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að slagsmál hafi brotist út á milli manna í Garðabæ og þau hafi endað með því að tveir menn hlut stungusár.
13.11.2021 - 06:47
Fjöldi hefur skoðað hvalshræið í morgun
Margir hafa lagt leið sína á norðanvert Álftanes í morgun til að sjá hvalshræið sem fannst þar seint í gærkvöld. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa rannsakað hræið í morgun og þegar því lýkur kemur það í hlut sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar að ákveða hvað verður gert við það.
30.09.2021 - 13:17
Hrefnu rak á land á Álftanesi
Átta metra langt hvalshræ rak á land við Jörfa á norðanverðu Álftanesi, líklega í gær. Að sögn Daníels Daníelssonar, starfsmanns þjónustuvers Garðabæjar, er talið líklegt að þetta sé hrefna, fullorðinn tarfur. Lögreglu var tilkynnt um hvalrekann í gær og bæjarfélaginu í morgun.
30.09.2021 - 10:56
Óttast að friðlýsing kippi fótunum undan sjódrekaflugi
Maður sem iðkar sjódrekaflug í Skerjafirði við Álftanes segir áform um að friðlýsa svæðið til þess fallin að kippa fótunum undan íþróttinni, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Friðlýsingaráformin byggja á því að fuglalífið á svæðinu hafi alþjóðlegt mikilvægi.
19.07.2021 - 21:45
Spyr hvort Álftnesingar þurfi golfvöll
Umhverfisverndarsamtök segja að með framkvæmdum við nýjan golfvöll á Álftanesi sé varpfuglum sýnt mikið tillitsleysi. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að fuglar og menn geti þar lifað í sátt og samlyndi.
04.06.2021 - 18:48
Litríkir hverafuglar til sýnis á Garðatorgi
Glatt var á hjalla á Garðatorgi í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag þegar fyrsta Barnamenningarhátíð bæjarins var sett við hátíðlega athöfn. Það voru sjöttu bekkingar úr Álftanesskóla sem opnuðu sýninguna Hverafuglar á bjargi ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra.
07.05.2021 - 13:43
Sumaropnun leikskóla fyrir börn, foreldra og starfsfólk
Meginmarkmið með heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði er að koma til móts við óskir og þarfir foreldra og barna um að geta verið saman í sumarfríi. Þetta segir í bókun meirihluta fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá því í gær.
25.03.2021 - 17:07
Karlmaður lést í umferðarslysi í Garðabæ
Maður á áttræðisaldri lést þegar hann varð fyrir bíl á mótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ. Í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að slysið hafi verið tilkynnt rétt fyrir klukkan átta í morgun. Lögreglan auglýsir eftir vitnum að slysinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu, segir í tilkynningunni.
17.02.2021 - 16:05
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.
06.02.2021 - 13:56
Rafmagnslaust í Garðabæ
Rafmagnslaust er að hluta í Garðabæ vegna háspennubilunar. Unnið er að viðgerð segir á vef Veitna og vonast er til þess að rafmagn verið aftur komið á innan stundar.
27.01.2021 - 06:40
Segir eineltisáætlanir í stöðugri endurskoðun
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að bærinn hafi lagt mikið á sig til að vinna gegn einelti í skólum og að allar áætlarnir séu í stöðugri endurskoðun. Tvö alvarleg eineltismál hafa komið upp í bænum á síðustu misserum.
29.11.2020 - 12:34
Heita vatnið streymir á ný í Hafnarfirði og Álftanesi
Vinnu við viðgerð á stórri hitaveitulögn í Hafnarfirði er lokið og heitu vatni hefur verið hleypt aftur á stofnlagnir þeirra hverfa í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðbæ, sem verið höfðu heitavatnslaus um lengri og skemmri tíma. Byrjað var að hleypa heitu vatni á Álftanesið laust fyrir þrjú í nótt, að því er fram kemur á heimasíðu Veitna, og var vatninu síðan hleypt á annars staðar í áföngum. „Síðustu áhleypingu“ lauk klukkan 6.30, samkvæmt vef Veitna, og ættu allir að vera komnir með heitt vatn.
22.08.2020 - 05:19
50 ungmenni í sóttkví
50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er kominn í sóttkví eftir að einn flokkstjóra greindist með Covid-19. Nokkrir flokkstjórar eru einnig í sóttkví en ákveðið hefur verið að skima alla flokkstjóra fyrir veirunni.
29.06.2020 - 15:31
Framkvæmdir legið niðri í ár vegna dýptar mýrarinnar
Framkvæmdir við nýtt knatthús í Vetrarmýri í Garðabæ hafa legið niðri í um ár. Bærinn leitar nú leiða til að koma til móts við verktakann en mýrin er dýpri og meiri en áætlað var og framkvæmdin því kostnaðarsamari.
10.06.2020 - 12:52
Gaman að froskunum í Garðabæ
Froskar hafa verið á ferli í Garðabæ að undanförnu. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að sér sé ekki kunnugt um að froskar hafi fundist annars staðar á landinu. Þeir eru með öllu skaðlausir, bera ekki sjúkdóma og eru ekki eitraðir.
26.07.2019 - 15:16
Froskar á ferli í Garðabæ
Froskur fannst í garði við Melás í Garðabæ í dag. Rósa Berglind Arnardóttir segir að faðir hennar hafi verið að slá grasið þegar hann sá froskinn skoppa í grasinu í kring um sig. Miklar umræður sköpuðust á lokuðum Facebook-hópi Garðbæinga eftir að Rósa birti myndband af froskinum. Fleiri íbúar sögðust hafa séð froska á ferli við Melás og Breiðaás í bænum.
24.07.2019 - 18:20