Færslur: Garðabær

Hæst laun í Garðabæ og Kópavogi en lægst í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Garðabæjar er launahæstur bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, bæjarstjóri Kópavogs fylgir þar á eftir, samkvæmt samantekt fréttastofu á mánaðarlaunum borgar- og bæjarstjóra. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er launalægstur.
Almar ráðinn bæjarstjóri Garðabæjar
Almar Guðmundsson er nýr bæjarstjóri Garðabæjar en hann tekur við starfinu af Gunnari Einarssyni, sem lætur af störfum eftir 17 ára starf.
Garðabæjarlistinn kærir ekki framkvæmd kosninga
Garðabæjarlistinn mun ekki leggja fram kæru vegna framkvæmdar utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Holtagörðum. Umboðsmaður listans lagði fram bókun í gær þar sem kallað var eftir því að það yrði gert skýrara hvaða flokkar séu í framboði.
Íþróttahúsið Miðgarður opnað í dag
Hið nýja fjölnota íþróttahús Garðabæjar, Miðgarður, var opnað með formlegum hætti í dag laugardaginn 30. apríl þegar boðið var til hátíðar í húsinu frá 13 til 16.
30.04.2022 - 21:22
Brynja Dan leiðir Framsókn í Garðabæ
Félagsfundur Framsóknar í Garðabæ samþykkti lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í kvöld. 
07.04.2022 - 21:03
Banaslys í Garðabæ
Karlmaður á fertugsaldri lést eftir fall á vinnusvæði í Urriðaholti í Garðabæ í dag.
Færð upp um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á fundi Fulltrúarráðs í kvöld. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, skipar fyrsta sæti listans.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir leiðir Garðabæjarlistann
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, grunnskólakennari, er nýr oddviti Garðabæjarlistans, sameiginlegs framboðs Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og óháðra. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista var samþykkt einróma á félagsfundi Garðabæjarlistans í dag.
Heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins
Heitavatnslaust er á hluta höfuðborgarsvæðins og verður líklega til um klukkan sex í kvöld, vegna bilunar í Nesjavallavirkjun, þegar sprenging varð í tengivirki Landsnets. Höfuðborgarbúar eru beðnir að fara sparlega með heitt vatn á meðan viðgerðirnar standa yfir.
28.01.2022 - 14:55
Viðreisn segir skilið við Garðabæjarlistann
Viðreisn í Garðabæ hefur gefið út þau munu bjóða fram eigin framboðslista í komandi sveitastjórnarkosningum. Þar með skilja þau sig frá framboði Garðabæjarlistans sem kosinn var 2018, þá með fulltrúum frá Viðreisn, Samfylkingu, Vinstri Grænum og Bjartri framtíð.
13.12.2021 - 23:09
Gunnar Einarsson hættir sem bæjarstjóri í Garðabæ
Bæjarstjóri og oddviti meirihlutans í Garðabæ, Gunnar Einarsson, hefur sagt hann muni hætta störfum að loknu kjörtímabili. Þá verður Gunnar orðinn 67 ára og búinn að vera bæjarstjóri í 17 ár.
Lét Garðabæ vita af harðræði Hjalteyrarhjóna
Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manneskju sem dvaldi á vistheimili hjónanna á Hjalteyri. Þetta segir bæjarstjórinn í Garðabæ. Viðkomandi hafði verið látinn borða sápu á vistheimilinu á Hjalteyri. „Þar var mikill agi, börnum hótað, þau látin borða sápu og rassskellt.“
24.11.2021 - 15:30
Tveir á bráðamóttöku með stungusár og tveir í haldi
Lögregla var kölluð að Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna harðra slagsmála utan við verslunina. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að slagsmál hafi brotist út á milli manna í Garðabæ og þau hafi endað með því að tveir menn hlut stungusár.
Viðtal
Fjöldi hefur skoðað hvalshræið í morgun
Margir hafa lagt leið sína á norðanvert Álftanes í morgun til að sjá hvalshræið sem fannst þar seint í gærkvöld. Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa rannsakað hræið í morgun og þegar því lýkur kemur það í hlut sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar að ákveða hvað verður gert við það.
30.09.2021 - 13:17
Hrefnu rak á land á Álftanesi
Átta metra langt hvalshræ rak á land við Jörfa á norðanverðu Álftanesi, líklega í gær. Að sögn Daníels Daníelssonar, starfsmanns þjónustuvers Garðabæjar, er talið líklegt að þetta sé hrefna, fullorðinn tarfur. Lögreglu var tilkynnt um hvalrekann í gær og bæjarfélaginu í morgun.
30.09.2021 - 10:56
Sjónvarpsfrétt
Óttast að friðlýsing kippi fótunum undan sjódrekaflugi
Maður sem iðkar sjódrekaflug í Skerjafirði við Álftanes segir áform um að friðlýsa svæðið til þess fallin að kippa fótunum undan íþróttinni, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Friðlýsingaráformin byggja á því að fuglalífið á svæðinu hafi alþjóðlegt mikilvægi. 
19.07.2021 - 21:45
Sjónvarpsfrétt
Spyr hvort Álftnesingar þurfi golfvöll
Umhverfisverndarsamtök segja að með framkvæmdum við nýjan golfvöll á Álftanesi sé varpfuglum sýnt mikið tillitsleysi. Bæjarstjóri Garðabæjar segir að fuglar og menn geti þar lifað í sátt og samlyndi. 
04.06.2021 - 18:48
Myndskeið
Litríkir hverafuglar til sýnis á Garðatorgi
Glatt var á hjalla á Garðatorgi í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag þegar fyrsta Barnamenningarhátíð bæjarins var sett við hátíðlega athöfn. Það voru sjöttu bekkingar úr Álftanesskóla sem opnuðu sýninguna Hverafuglar á bjargi ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra.
07.05.2021 - 13:43
Sumaropnun leikskóla fyrir börn, foreldra og starfsfólk
Meginmarkmið með heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði er að koma til móts við óskir og þarfir foreldra og barna um að geta verið saman í sumarfríi. Þetta segir í bókun meirihluta fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá því í gær.
25.03.2021 - 17:07
Karlmaður lést í umferðarslysi í Garðabæ
Maður á áttræðisaldri lést þegar hann varð fyrir bíl á mótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ. Í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að slysið hafi verið tilkynnt rétt fyrir klukkan átta í morgun. Lögreglan auglýsir eftir vitnum að slysinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu, segir í tilkynningunni.
17.02.2021 - 16:05
Verðmunur á bensínlítra getur numið allt að 47 krónum
Algengasta verð á bensínlítra hjá N1 er 236,90 krónur en lítrinn kostar 189,90 hjá Costco í Garðabæ. Verðmunurinn er því 47 krónur á hvern lítra. Innkoma Costco á markaðinn hefur haft mikil áhrif á verðmyndun og samkeppni á eldsneytismarkaðnum.
Rafmagnslaust í Garðabæ
Rafmagnslaust er að hluta í Garðabæ vegna háspennubilunar. Unnið er að viðgerð segir á vef Veitna og vonast er til þess að rafmagn verið aftur komið á innan stundar.
27.01.2021 - 06:40
Segir eineltisáætlanir í stöðugri endurskoðun
Bæjarstjóri Garðabæjar segir að bærinn hafi lagt mikið á sig til að vinna gegn einelti í skólum og að allar áætlarnir séu í stöðugri endurskoðun. Tvö alvarleg eineltismál hafa komið upp í bænum á síðustu misserum.
29.11.2020 - 12:34
Heita vatnið streymir á ný í Hafnarfirði og Álftanesi
Vinnu við viðgerð á stórri hitaveitulögn í Hafnarfirði er lokið og heitu vatni hefur verið hleypt aftur á stofnlagnir þeirra hverfa í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðbæ, sem verið höfðu heitavatnslaus um lengri og skemmri tíma. Byrjað var að hleypa heitu vatni á Álftanesið laust fyrir þrjú í nótt, að því er fram kemur á heimasíðu Veitna, og var vatninu síðan hleypt á annars staðar í áföngum. „Síðustu áhleypingu“ lauk klukkan 6.30, samkvæmt vef Veitna, og ættu allir að vera komnir með heitt vatn.
22.08.2020 - 05:19
50 ungmenni í sóttkví
50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er kominn í sóttkví eftir að einn flokkstjóra greindist með Covid-19. Nokkrir flokkstjórar eru einnig í sóttkví en ákveðið hefur verið að skima alla flokkstjóra fyrir veirunni.
29.06.2020 - 15:31