Færslur: gamma novus

Stjórn GAMMA vill fá kaupauka endurgreidda
Stjórn GAMMA, sem er dótturfélag Kviku banka, er sögð hafa farið fram á það við fyrrverandi forstjóra félagsins og fyrrverandi sjóðsstjóra að þeir endurgreiði félaginu samtals um 12 milljónir vegna kaupauka sem greiddir voru til þeirra á árunum 2018 og 2019. Þetta er fullyrt í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins. Þá er stjórnin einnig sögð hafa ákveðið að afturkalla kaupaukagreiðslur upp á tugi milljóna til 11 fyrrverandi starfsmanna sem átti að hluta til eftir að greiða út.
30.09.2020 - 07:52
Fleiri greiðslur til Péturs kærðar til héraðssaksóknara
Úttekt á starfsemi fasteignafélagsins Upphafs og fjárfestingasjóðsins Gamma Novus sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þeirra. Greiðslur til fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs hafa verið kærðar til embættis héraðssaksóknara.
Fjárhagslegri endurskipulagningu Upphafs lokið
Vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Upphafs fasteignafélags slhf. með útgáfu forgangsskuldabréfs að fjárhæð 1 milljarðs króna er lokið. Með þessu er tryggt að Upphafi takist að klára þær framkvæmdir sem félagið er með í gangi.
31.10.2019 - 16:49