Færslur: Gamlárskvöld

Sjónvarpsfrétt
Kveikt í 874 bílum í Frakklandi á gamlárskvöld
Kveikt var í tæplega níu hundruð bílum víðs vegar um Frakkland á gamlárskvöld. Slík skemmdarverk eru unnin á hverju gamlárskvöldi í landinu og þakkar innanríkisráðherra lögreglu að ekki fór verr.
02.01.2022 - 19:37
Sjónvarpsfrétt
Hundruð sinuelda af völdum skotelda
Þótt brennur væru bannaðar þessi áramót þá hefur sjaldan brunnið eins mikið á Suður- og Vesturlandi. Neistar úr skoteldum og óleyfisbrennum kveiktu þar hundruð sinuelda sem slökkvilið börðust við í alla nótt. 
Eyða áramótunum úti á sjó og uppi á fjöllum
Fólk eyðir áramótunum á misjafnan hátt, meðal annars úti á sjó og uppi á fjöllum. Á meðan skipverjar á loðnuskipi borða áramótasteikina á landleið, fagnar tuttugu manna hópur áramótunum í fjallaskála í Básum.
31.12.2021 - 12:16
Sjónvarpsfrétt
Yfir þúsund sprengjur í flugeldasýningunni á Akureyri
Það tekur marga mánuði að undirbúa stórar flugeldasýningar fyrir áramótin og mikil tæknivinna liggur þar að baki. Á annað þúsund sprengjur þeytast í loft upp í flugeldasýningunni á Akureyri klukkan níu annað kvöld.
30.12.2021 - 20:24
Búa sig undir leit að týndum dýrum á nýársnótt
Sjálfboðaliðar samtakanna Dýrfinnu, búa sig undir langar nætur næstu daga á meðan landsmenn sprengja flugelda til þess að fagna nýju ári. Samtökin leita að týndum gæludýrum og segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn sjálfboðaliðanna, þau sjaldan hafa eins mikið að gera og um hátíðarnar. Þau leita oftast að týndum hundum, en einnig komi fyrir þau leiti að köttum sem talið sé að gætu verið í hættu.
30.12.2021 - 09:12
Kaldi við suðurströndina á gamlárskvöld
Í dag er von á norðaustan vindátt, töluvert hægari en í gær. Á morgun er svo spáð vaxandi vindi við suðurströndina með kvöldinu, 10-15 m/s. Hægari vindar annarsstaðar á landinu. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig og vissara að klæða sig vel þar sem verður mikil vindkæling.
30.12.2021 - 07:44
Viðtal
Fallegu áramótaveðri spáð
Spáð er fallegu áramótaveðri með nægri gjólu víðast hvar til að blása burtu svifryki frá flugeldum, ef frá er talinn Eyjafjörður. Veðurblíðan hverfur hins vegar skyndilega á nýársnótt og Veðurstofan ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta. Viðbúið er að sett verði gul eða appelsínugul viðvörun fyrir veðrið á nýársdag, segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. 
29.12.2021 - 12:18
Rakettuverð gæti rokið upp eftir bras við innflutning
Landsbjörg hefur gengið brösuglega að flytja inn flugelda í ár vegna gámaskorts. Formaður flugeldanefndar segir kostnað við innflutning hafa margfaldast sem mun hafa áhrif á útsöluverð.
07.12.2021 - 11:30
Myndskeið
Mengun og brot á sóttvarnareglum á nýársnótt
Margir virtust gleyma samkomutakmörkunum á nýársnótt. Við Hallgrímskirkju var fjölmenni og margir grímulausir. Svifryksmengun fór í hæstu hæðir á höfuðborgarsvæðinu. Marga sveið í háls og augu, til dæmis loftgæðasérfræðing Umhverfisstofnunar. 
Bjóða landsmönnum á gamlárstónleika sem hliðarsjálf
Tónlistarmennirnir Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Grýlurnar, Auður, Bríet og Friðrik Dór munu öll stíga á svið á gamlárskvöld á áramótafögnuði sem fer fram í þrívíðum ævintýraheimi á RÚV að loknu áramótaskaupi. Um er að ræða fyrsta gagnvirka sjónvarpsviðburð sinnar tegundar hér á landi og þótt víðar væri leitað samkvæmt framleiðendum viðburðarins.
26.12.2020 - 17:29