Færslur: Gambía

Alþjóðadómstóllinn rannsakar meðferðina á Róhingjum
Alþjóðadómstóllinn í Haag ætlar að taka til meðferðar kæru á hendur Mjanmar fyrir að hafa framið þjóðarmorð á minnihlutahópi Róhingja. Stjórnvöld í Gambíu lögðu kæruna fram fyrir þremur árum. Mörg hundruð þúsund Róhingjar hröktust yfir til Bangladess þar sem þeir hafast við í flóttamannabúðum.
Barrow endurkjörinn forseti í Gambíu
Adama Barrow var endurkjörinn forseti Vestur-Afríkuríkisins Gambíu í gær. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti um endurkjör Barrows í dag en hann hefur þegar setið eitt kjörtímabil.
05.12.2021 - 23:50
Metfjöldi flóttafólks nær landi á Kanaríeyjum
Yfir eitt þúsund flóttamenn frá Afríku hafa náð landi á Kanaríeyjum undanfarna tvo sólarhringa. Annar eins fjöldi flóttafólks hefur ekki sést á eyjunum í meira en áratug.
Holland og Kanada með í málsókn Gambíu
Holland og Kanada ætla að taka þátt í málsókn Gambíu á hendur stjórnvöldum í Mjanmar vegna ásakana um þjóðarmorð gegn minnihlutahópi Róhingja. Utanríkisráðherrar Hollands og Kanada tilkynntu þetta í sameiginlegri yfirlýsingu í gær.
03.09.2020 - 08:47
Erlent · Afríka · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Holland · Kanada · Gambía · Mjanmar
Gambar vilja rannsókn á láti diplómatasonar
Yfirvöld í Gambíu krefjast þess nú að rannsókn verði gerð á aðdraganda þess að sonur diplómata var skotinn til bana af lögreglu í Georgíuríki Bandaríkjanna í síðustu viku. Samkvæmt frumrannsókn rannsóknarlögrelgu Georgíu var Momodou Lamin Sisay skotinn til bana eftir að lögregla hafði veitt honum eftirför. Að sögn lögreglu dró Sisay upp byssu.
04.06.2020 - 06:10
Vísar á bug ásökunum um þjóðarmorð
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, viðurkenndi í morgun að stríðsglæpir kynnu að hafa verið framdir gegn Róhingjum í heimalandi hennar, en vísaði á bug ásökunum um þjóðarmorð. 
23.01.2020 - 10:46
Erlent · Afríka · Asía · Mjanmar · Gambía · Róhingjar
Bandaríkin
Ógilda áritun yfirsaksóknara Glæpadómstólsins
Bandarísk yfirvöld hafa ógilt vegabréfsáritun yfirsaksóknara Alþjóða glæpadómstólsins í Haag, þar sem hún hyggst ekki hætta rannsóknum sínum á mögulegum stríðsglæpum bandarískra hermanna og bandamanna þeirra í Afganistan.
05.04.2019 - 05:50
Jammeh grunaður um milljarða þjófnað
Adama Barrow, Gambíuforseti, hefur skipað rannsóknarnefnd til að fara í saumana á fjármálum forvera síns á forsetastóli, Yahya Jammeh. Jammeh er sakaður um að hafa dregið sér stórfé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna áður en hann flúði land fyrr á þessu ári. Talið er að fjárdrátturinn - eða þjófnaðurinn - nemi allt að 50 milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til ríflega 5 milljarða íslenskra króna.
15.07.2017 - 05:25