Færslur: Galapagos

Gos á Galapagos
Eldgos er hafið í eldfjallinu Wolf, hæsta fjalli Galapagoseyja. Fjallið er á eyjunni Isabelu, stærstu eyju þessa einstaka eyjaklasa, sem rís úr Kyrrahafinu rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador. Á Isabelu eru heimkynni bleiku igúana-eðlunnar, sem er í bráðri útrýmingarhættu og finnst hvergi annars staðar.
08.01.2022 - 06:19
Myndskeið
Skjaldbaka reyndist ekki vera útdauð
Rannsóknir hafa staðfest að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagos-eyjum árið 2019 er af tegund sem talið var að hefði dáið út árið 1906. Vísindamenn úr Yale-háskóla rannsökuðu málið með því að bera erfðaefni úr þessari skjaldböku saman við sýni sem tekið var úr annarri fyrir hundrað og fimmtán árum.
27.05.2021 - 22:02
Risaskjaldbaka af tegund sem talin var útdauð
Yfirvöld í Ekvador staðfestu í gær að risaskjaldbaka sem fannst á Galapagoseyjum árið 2019 sé af tegund sem talið var að hefði dáið út fyrir rúmri öld. Guardian greinir frá þessu. Starfsmenn þjóðgarðsins á eyjunum ætla að leita að fleiri skjaldbökum sömu tegundar til að reyna að bjarga stofninum.
27.05.2021 - 03:53