Færslur: gagnrýni

Gagnrýni
Vermandi og vel útfært popp
Warmland er dúett þeirra Arnars Guðjónssonar og Hrafns Thoroddsen og er Unison Love þeirra fyrsta breiðskífa. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
14.06.2019 - 16:05
Gagnrýni
Reggí gott af Reykjanesi
Allt er eitt er sjötta hljóðversplata Hjálma. Snúningar sveitarinnar á þetta indælisform hafa verið alls konar í gegnum tíðina, og hér er einn til kominn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Leðurklætt rokk og ról
Þriðja plata Atómstöðvarinnar eða Atomstation kallast Bash og var tekin upp í rokkborginni Los Angeles. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Skaparinn sem skrifar sjálfa sig sem engil
Einstaklega fallegur og sterkur sjónrænn stíll bætir upp fyrir að stundum reynist ómögulegt að botna í því sem gerist á skjánum, í öðrum hluta þáttaraðarinnar The OA.
06.04.2019 - 11:45
Gagnrýni
Dansað inn í ljósið
In the Dark er önnur breiðskífa Vakar og er hún til muna poppaðri en fyrirrennarinn, Figure. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Mjúka rappið
Flóni 2 er önnur plata Flóna og fylgir í kjölfarið á fyrstu plötunni, sem kom út síðla árs 2017. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
01.03.2019 - 13:18
Gagnrýni
Fallegt og knýjandi verk
Mitt bláa hjarta – 14 nýir jazzsöngvar, er eftir Karl Olgeirsson og er plata sem býr yfir knýjandi sköpunaþörf. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Dæmigerður reynsluheimur stúlkna á 21.öld
„Sagan snýst langmest um stelpur sem eru skotnar í strákum, fara á túr, skoða instagram og eru á trúnó, horfa á þætti, mála sig, fara á ball og fá sér bjór. Sennilega er þetta raunsæislegur reynsluheimur flestra íslenskra unglingsstúlkna á 21. öld og það er frábært að draga hann fram,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir um Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur, en þarf myndmálið að vera svona dæmigert og niðurdrepandi, spyr Steinunn um leið.
Söngvaskáld í sællegum gír
Ást & friður er plata eftir söngvaskáldið Halla Reynis og harmonikkuleikarann Vigdísi Jónsdóttur. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Gagnrýni
Blúsrokkað af lífi og sál
Gateways er ný plata Álftanessveitarinnar The Vintage Caravan, sem er leidd af gítarundrinu Óskari Loga Ágústssyni. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Reffileg rokkplata
Þögn er fyrsta plata rokksveitarinnar Norður sem er skipuð reynsluboltum úr rokkinu. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Berskjölduð angurværð
See through er fyrsta plata Árnýjar og einkennist gripurinn af lágstemmdu rökkurpoppi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Bókhaldari bjargar landsbyggðinni
„Það sem er að gerast í þessum göngum vekur ekki áhuga minn. Ég einblíni bara á þá flottu mynd sem göngin eru og hugleiði enn einu sinni til hvers er að reka þjóðleikhús sem er fast í einhverri snyrtilegri forneskju jafnvel þegar fjallað er um nútímann.“ María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um Svartalogn.
03.05.2018 - 16:31
Hver lesning veitir nýja sýn á söguna
„Eitt af því sem heldur athygli lesandans eru innbyrðis vísanir og speglanir í sögunni, hvað eftir annað rekst lesandinn á orð, atburði eða tákn sem vísa aftur í texta bókarinnar og mynda þannig vef af tengingum sem auka verulega gæði sögunnar og ánægju lesandans.“ Andri M. Kristjánsson las Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur.
Gagnrýni
Dansað út úr röðinni
„Með þessu þéttriðna neti um hlutverk listarinnar og fjölskyldunnar í lífinu hefur höfundi tekist að vekja áleitnar spurningar og samtímis fléttað þær saman í lesvæna og áhugaverða sögu um mannlega, ef ekki móðursýkislega, þrá manneskjunnar eftir viðurkenningu samfélagsins á fjölskyldu sinni og um leið sjálfri sér.“ Gauti Kristmannsson rýnir í nýjustu bók Yrsu Þallar Gylfadóttur, Móðurlífið, blönduð tækni.
Gagnrýni
Oft eru lygn vötn djúp
„Þetta er söguþráðarlaus saga með æði þéttum söguþræði, önnur þversögn sem gerir lesturinn spennandi, lestur um afar óspennandi fólk sem við þekkjum öll úr blokkum samtímans.“ Gauti Kristmannsson rýndi í Formann húsfélagsins eftur Friðgeir Einarsson.
Gagnrýni
Flæðir áfram, líkt og fallegt fljót
Hvernig fylgir maður eftir gríðarlega vinsælum frumburði? Ekki með því að endurtaka sig, lexía sem Ásgeir Trausti hefur haft gæfu til að fylgja. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í aðra plötu hans, Afterglow, sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Gagnrýni
Aron fer upp á við en angistin læsir klónum
Platan Ínótt er önnur plata Aron Can á tveimur árum og tikkar í flestöll þau box sem hin „erfiða“ plata númer tvö á að gera. Utan að tónlistarlega er hún einkar farsæl. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
05.05.2017 - 09:33
Margslunginn bútasaumur úr ýmsum áttum
Sigurður Arent Jónsson, dansgagnrýnandi Víðsjár, var hugsi eftir frumsýningu Da Da Dans síðastliðinn laugardag.
15.11.2016 - 16:18
Ægifögur sáttargjörð við lífið
„Ljóð Sigurðar Pálssonar í Ljóð muna rödd munu seint líða mér úr minni. Svo sterk eru þau, fögur — magnþrungin og ægifögur sáttargjörð við lífið,“ segir Sigríður Albertsdóttir í gagnrýni sinni á nýjustu ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð muna rödd.
Falleg Hestvík og kómískir Endurfundir
Guðrún Baldvinsdóttir gagnrýndi Hestvík eftir Gerði Kristnýju og Endurfundi eftir Orra Harðarson í Víðsjá.
01.11.2016 - 14:15
„Þetta var bara sprengikvöld“
Hlín Agnarsdóttir fjallar um Mávinn eftir Anton Tsjekhov í Menningunni í Kastljósi. Sýningin var frumsýnd í Borgarleikhúsinu fyrir helgi.
Verulega áhrifaríkt hjá Eddu Björg
Brynja Þorgeirsdóttir ræðir við Hlín Agnarsdóttur og Arnar Eggert Thoroddsen um sýningu Þjóðleikhússins, 4,48 Psychosis sem frumsýnt var í Kúlunni 10. september sl. og er frumuppfærsla verksins á Íslandi.
  •