Færslur: gagnrýni

Gagnrýni
Stórkostleg skemmtun en líka umbreytandi afl
Verkið BALL, í uppsetningu Íslenska dansflokksins, er gríðarlega pólítískt um leið og það er ekkert nema gleði, fögnuður og ást þar sem dansarar bjóða upp á alls konar konfektmola samkvæmt Nínu Hjálmarsdóttur gagnrýnanda.
22.05.2022 - 14:00
Gagnrýni
Þessi Norðanmaður á að vera þungur
„Þrátt fyrir glæsilegt umfang og spretti er frásögnin of klippt og skorin til að draga fram það skemmtilegasta í fari leikstjórans,“ segir Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar um The Northman, nýja víkingamynd sem lenti í kvikmyndahúsum um páskana.
03.05.2022 - 10:48
Gagnrýni
Hér sé indí!
Ný plata Seabear, In Another Life, er indí fyrir allan peninginn, hvar allar rásir eru hlaðnar kræsingum. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Margt býr í þokunni
Barnasýningin Þoka var nýverið frumsýnd á Litla sviði Borgarleihússins. Þoka er íslensk/færeysk leiksýning fyrir börn sem leikur á mörkum vísinda og þjóðsagna. Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, skellti sér á sýninguna.
04.04.2022 - 14:33
Gagnrýni
Kúreki í sjálfskoðun
Hvernig nýtur maður ásta með karlmanni? Er það yfir höfuð hægt? Í hrárri en kröftugri leiksýningu Borgarleikhússins, How to Make Love to a Man, er leitað svara við þessum spurningum. Og eins og upp úr sjálfshálparbók fyrir bælda karlmenn, er húmor notaður til þess að sía einlægar og áleitnar spurningar niður í bitastærðir. Eva Halldóra Guðmundsdóttir leikhúsrýnir Víðsjár rýndi í verkið.
Gagnrýni
Slompaðir tittlingar teygðir í allar áttir
„Velgengni gamanmyndarinnar Síðasta veiðiferðin var ljós punktur í íslensku bíói á ófaraárinu 2020 en yfir langt tímabil hélt subberí sprellikallanna nánast eitt síns liðs uppi aðsókn er draumaverksmiðjan vestra setti allar sendingar í biðstöðu,“ segir Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar.
Gagnrýni
Tjsekhov og Murakami í rauðum Saab
„Hér er á ferðinni einstakur sagnamaður sem segir tilvistarlega og harmræna sögu fólks á hátt sem er fullur vonar og leikgleði,“ segir Gunnar Ragnarsson, kvikmyndarýnir Lestarinnar um japönsku kvikmyndina Drive My Car eftir Ryûsuke Hamaguchi.
23.03.2022 - 17:00
Gagnrýni
Kúreki eða sveitatittur?
„Leikhópurinn er flottur, leikmyndin æðisleg og tónlistin vel gerð en heildarmyndin óslípuð,“ segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, sem rýnir í Skugga-Svein í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.
Gagnrýni
Tragíkómedía í orðsins fyllstu merkingu
„Þegar leikstjóranum Guðmundi Inga Þorvaldssyni tekst að búa til heim sem er jafn skýr og þessi en um leið svo marglaga og frumlegur, þá skapast náttúruleg togstreita á milli elementa í sýningunni og hún lyftist á eitthvað æðra plan,“ segir Nína Hjálmarsdóttir leikhúsrýnir Víðsjár sem rýndi í Blóðugu Kanínuna sem sýnd er í Tjarnarbíó.
Gagnrýni
Tveggja heima stilla
Stay still er önnur plata plata Silju Rósar. Kemur hún í kjölfar hins vel heppnaða frumburðar Silence sem út kom fyrir fjórum árum síðan. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Ekki gleyma að tala um Svörtu sanda
Þættirnir um Verbúðina hafa hlotið mikil umtal, skiljanlega, en það er líka ástæða til að gefa glæpaþáttunum Svörtu söndum gaum sem sýndir voru á sama tíma. Þættirnir eru listilega útfærðir með frábærum leik, vel skrifuðum karakterum og samtölum og gefa öðrum góðum skandinavískum glæpaþáttum lítið eftir. Það er full ástæða til að sökkva sér í þá, samkvæmt Júlíu Margréti Einarsdóttur gagnrýnanda Lestarinnar.
06.02.2022 - 12:00
Gagnrýni
Herskyldan lofuð í ævintýralegum ofurhetjuþáttum
Um jólin kom út nýjasta viðbótin við Marvel söguheiminn, þættirnir Hawkeye, með Jeremy Renner í titilhlutverki. Salvör Bergmann, sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar, horfði á þættina.
29.01.2022 - 12:00
Gagnrýni
Ef frúin í Hamborg gæfi manni í alvöru fullt af pening
Kona finnur tæpar sjö hundruð milljónir í ferðatösku í skógi og hún ákveður að hirða hana og þvo peninginn í gegnum hverfisbakarí á Lidingö í Svíþjóð. Glæpamennirnir sem rændu peningnum upprunalega eru þó ekki tilbúnir að sætta sig við að þeir séu horfnir og þeir svífast einskis. Júlía Margrét Einarsdóttir rýndi í sænsku spennuþættina Deg.
11.12.2021 - 13:57
Gagnrýni
Hreðjalaust hommagrín og þunn persónusköpun
Gunnar Ragnarsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar fór á kvikmyndina Leynilöggu. Myndin hefur hlotið góða dóma erlendis, meðal annars fyrir afbökun á heterónormatívum hasarmyndarstílnum, en Gunnari þykja ástarsenurnar fremur dauflegar.
28.10.2021 - 16:11
Gagnrýni
Sullandi heilaslettur og blóðbað í barnaleikjum
Squid game, eða smokkfiskaleikur, er margrómaður og ofurofbeldisfullur suður-kóreskur Netflix-þáttur sem hefur vakið upp sannkallað æði um allan heim. Þættirnir sýna fátækt fólk í stéttskiptri Suður-Kóreu sem í vonleysi og örvæntingu leikur barnaleiki til að freista þess að fá vegleg peningaverðlaun og snúa við blaðinu, jafnvel þó leikurinn muni mögulega frekar kosta það lífið. Júlía Margrét Einarsdóttir rýndi í þættina.
Lestin
Það getur ekki verið gott að fyrsta verk fái 5 stjörnur
Jólabókaflóðið í Fréttablaðinu verður stjörnulaust í ár. Blaðið hefur aflagt stjörnugjafir í listdómum sínum og segir Kolbrún Bergþórsdóttir, menningarritstjóri blaðsins, að það hafi verið löngu tímabært.
05.10.2021 - 13:40
Gagnrýni
Á Skrattavaktinni
Platan Hellraiser IV er fjórða útgáfa Skratta. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt var plata vikunnar í síðustu viku á Rás 2
23.08.2021 - 11:26
Pistill
Ljóðrænn Aziz Ansari eftir ásakanir í #metoo-bylgju
Í byrjun árs 2018 var leikarinn Aziz Ansari sakaður um að fara langt yfir mörkin í samskiptum við ónefnda konu á stefnumóti með þrálátu suði um kynlíf, ýtni og virðingarleysi. Hann dró sig í hlé eftir umdeilda afsökunarbeiðni en sneri aftur rúmu ári síðar með nýtt uppistand. Þriðja serían af þáttum hans Master of None hefur litið dagsins ljós og nú er hans karakter lúserinn í bakgrunni í ástarsögu tveggja sterkra kvenna.
03.06.2021 - 14:19
Gagnrýni
Sameiginleg áfallastreituröskun svartra Bandaríkjamanna
Katrín Guðmundsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar fjallar um hrollvekjuþættina Them. Þeir segja frá tímum „brottflutninganna miklu“ þegar um sex milljónir svartra Bandaríkjamanna hröktust frá Suðurríkjunum til annarra hluta landsins á síðustu öld.
Gagnrýni
Skapandi svar höfundar við loftslagsvánni
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um bókina Stríð og kliður eftir Sverri Norland. Í henni glímir höfundur við ýmsar stærstu spurningar samtímans.
Gagnrýni
Stíliseraður áttuóður
Visions of Ultraflex er fyrsta plata íslensk-norska dúettsins Ultraflex. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Gagnrýni
Og þá var slegist, reykt og slúðrað í höllinni
„Fyrir þá sem dáðu Disney-prinsessur, söfnuðu pónýhestum, glansmyndum eða postulínsdúkkum er þetta kærkomin nostalgía um hinn fullkomna þykjó-heim mömmóleikjanna.“ Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öld.
10.01.2021 - 10:00
Gagnrýni
Stórbrotin jól!
Jól með Jóhönnu er jólaplata þar sem öllu er til tjaldað, glæsileikinn er keyrður upp í ellefu og tónlist og flutningur eftir því. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Plata vikunnar
Lífið er yndislegt
Skilaboðin mín er ný sólóplata Hreims Arnar Heimissonar. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt var plata síðustu viku á Rás 2.
23.11.2020 - 11:22
Gagnrýni
Sjálfsfróun sænsku menningarelítunnar
Þó það sé ekki skynsamlegt að fróa sér í vinnunni og það geti haft alvarlegar afleiðingar þá hafa flestir gott af því að gera einhverskonar uppreisn. Love and Anarchy, nýir sænskir sjónvarpsþættir sem sýndir eru á Netflix og fjalla meðal annars um þetta, eru stórkostlegir, að sögn Júlíu Margrétar Einarsdóttur sjónvarpsgagnrýnanda Lestarinnar.
19.11.2020 - 09:17