Færslur: Gagnaver

Sjónvarpsfrétt
Ofurtölvur sem gætu fundið lausn á umhverfisvá
Í gagnaverinu Borealis Data Center við Blönduós er unnið að byggingu áttunda hússins undir tölvur með mjög öfluga reiknigetu. Í framtíðinni er stefnt á að hýsa ofurtölvur sem gætu fundið lausnir á stórum vandamálum, til dæmis umhverfisvá.
Gagnaver á Akureyri tekið í notkun vorið 2023
Bæjarstjórn Akureyrar og forstjóri atNorth ehf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um lóð undir gagnaver í bænum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að gangnaverið taki til starfa í byrjun næsta árs.
07.04.2022 - 12:51
Gagnaver og kálver í pípunum á Akureyri
Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að veita fyrirtækinu að atNorth ehf. vilyrði fyrir lóð undir gagnaver í bænum. Þá eru hugmyndir uppi um að nýta varman frá verinu í gróðurhús.
24.01.2022 - 15:29
Sjónvarpsfrétt
Skerðingin hefur mikil áhrif á gagnaverin
Ákvörðun Landsvirkjunar um að skerða raforkuafhendingu til stórnotenda hefur mikil áhrif á rekstur gagnavera. Nokkur þeirra hafa þegar þurft að skerða þjónustu vegna þessa.
07.12.2021 - 22:00
Sjónvarpsfrétt
Skortur á raforku gæti verið hamlandi
Mikil uppbygging hefur verið á Blönduósi síðustu ár og er nú verið að byggja ríflega 4000 fermetra af iðnaðarhúsnæði í bænum auk íbúðarhúsnæðis. Sveitarstjóri óttast þó að skortur á raforku geti haft hamlandi áhrif á uppbygginguna.
06.12.2021 - 17:30
Hörgull á rafmagni leiðir til olíunotkunar verksmiðja
Fiskimjölsverksmiðjur í landinu gætu þurft að grípa til olíu í stað rafmagns við vinnslu sína í vetur en Landsvirkjun hefur ákveðið að láta þeim nægja 25 megawött í janúar. Á fullum afköstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 megawött.
Gagnaver gæti risið við Akureyri
Akureyrarbær hefur vinnu að deiliskipulagi með það fyrir augum að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers. Tilkoma Hólasandslínu 3 mun breyta stöðu mála varðandi raforku á Akureyri og að gera orkufrekan iðnað fýsilegri á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.
21.09.2021 - 13:42
Snjallnet nýtt í gagnaver
Landsnet hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við rekstraraðila gagnavers á Blönduósi um aukinn flutning raforku til starfseminnar þar. 
04.08.2021 - 09:20
Gagnaver falli vel að hugmyndum um grænan iðngarð
Á iðnaðarsvæðinu á Bakka gæti risið gagnaver innan árs ef áætlanir fyrirtækisins GreenBlocks ganga eftir. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sótt um afnot af lóð á Bakka undir starfsemina.
26.07.2021 - 08:43
Grænn raforkusamningur undirritaður
Landsvirkjun og Verne Global hf. tilkynntu í dag undirritun nýs græns raforkusamnings sem gildir til 2030, en í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.
30.06.2021 - 14:48
Vilja nýta hitann sem streymir frá gagnaverinu
30.000 fermetra gróðurhús gæti risið við gagnaverið á Blönduósi þar sem heitur útblástur úr verinu yrði nýttur til ylræktar. Þetta er hluti af verkefni þar sem kannaðir eru möguleikar á að skapa verðmæti úr afgangsvarma frá fyrirtækjum á Norðurlandi vestra.
14.03.2021 - 14:10
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Ekkert eftirlit með „námagreftri“ eftir rafmynt
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fylgist hvorki með né hefur upplýsingar um rafmynt, eða sýndarfé, sem „grafin er upp“ í námum í íslenskum orkuverum. Það varar þó við áhættu af notkun hennar.
11.02.2021 - 08:05
Raforkuverð til stóriðju skerðir ekki samkeppnisstöðu
Raforkukostnaður stórnotenda skerðir almennt ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart samanburðarlöndum. Þetta kemur meðal annars fram í úttekt þýska rannsóknarstofnunarinnar Fraunhofer á samkeppnishæfni íslenskrar stóriðju með tilliti til raforkukostnaðar.
14.11.2020 - 08:05
Opna fyrsta áfanga hátæknigagnavers á Korputorgi í mars
Stefnt er að því að nýtt hátæknigagnaver, Reykjavík DC, verði tekið í notkun við Korputorg 1. mars. Gjaldþrot hollenska fyrirtækisins ICTroom, sem sá um skipulagningu framkvæmda og hönnun gagnaversins, hafði ekki teljandi áhrif á áætlanir um opnun.
10.01.2020 - 16:10
Bitcoin tvöfalt stærri en krónan
Notendahagkerfi rafmyntarinnar bitcoin er tvöfalt stærri en íslensku krónunnar. Raunvelta á mörkuðum með bitcoin eru þrír milljarðar dollara, um 375 milljarðar króna. Rafmynt er stærsti óháði gjaldmiðillinn sem ekki er gefinn út af seðlabanka.
21.07.2019 - 15:24
Telur framleiðslu bitcoin sóun á raforku
Fyrrum viðskiptaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að framleiðsla bitcoin sé sóun á orku og að það megi slá verulega varnagla við umhverfisáhrifunum sem henni fylgja því sóun orku sé eitt stærsta vandamálið sem jarðarbúar standa frammi fyrir.
17.07.2019 - 11:09
Stjórnvalda að ákveða viðbrögð við aflskorti
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvernig bregðast eigi við mögulegum aflskorti á Íslandi árið 2022. Ef ekki verður dregið úr rafmagnsnotkun eða meira framleitt af því, gæti þurft að skammta hér raforku innan þriggja ára. Þetta segir forstjóri Landsnets.
13.07.2019 - 21:32
Auknar líkur á raforkuskorti vegna gagnavera
Landsnet telur líkur á raforkuskorti innan þriggja ára, miðað við áætlaða notkun almennings og stórnotenda. Langstærsti hluti raforkunotkunar á Íslandi fer til stóriðju, eða um 83%.
13.07.2019 - 12:15
 · Gagnaver
Gagnaver Etix formlega opnað á Blönduósi
Nýtt 4000 fermetra gagnaver Etix á Blönduósi var formlega tekið í notkun í dag. Sveitarstjóri Blönduósbæjar segir afar mikils virði að fá slíka nýsköpun inn í samfélagið. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á vegum Etix á Blönduósi.
21.05.2019 - 19:03
Sindri fékk loforð um tugþúsundir evra
Allir sjö sakborningar í gagnaversmálinu svokallaða gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag, vegna þjófnaðar á um 600 tölvum úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi. Tveir sakborningar breyttu vitnisburði sínum og játuðu aðild að innbrotum í tvö gagnaver en segjast ekki hafa komið að skipulagi þeirra.
03.12.2018 - 20:15
 · Gagnaver
Ákæra sjö fyrir innbrot í gagnaver
Sjö eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð um síðustu áramót, að því er Fréttablaðið greinir frá. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september.
27.08.2018 - 06:20
Fyrsta skóflustungan að gagnaveri á Blönduósi
Fyrsta skóflustungan að gagnaveri á Blönduósi var tekin í dag. Í fyrstu verður um lítið gagnaver að ræða en framkvæmdastjóri Borealis Data Center segir mögulegt að byggja enn frekar upp á þessum stað.
23.05.2018 - 18:54
Varðhald yfir grunuðum tölvuþjófum framlengt
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hafa setið í haldi síðan í byrjun febrúar grunaðir um að tengjast innbrotum í þrjú gagnaver. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór lögregla fram á að mennirnir yrðu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins í næstu viku en dómari féllst einungis á að þeir sætu inni til miðvikudags.
02.03.2018 - 18:54
Reisa gagnaver á Korputorgi
Fyrsta gagnaverið í Reykjavík verður reist á Korputorgi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Korputorgi síðdegis. Gagnaverið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Reiknistofu bankanna, Vodafone og Korputorgs, og mun hýsa gögn Reiknistofu bankanna. Þegar gagnaverið verður komið í fulla nýtingu verður orkuþörf þess á við orkuþörf allra heimila í landinu.
25.02.2018 - 15:15