Færslur: Gagnaver

Opna fyrsta áfanga hátæknigagnavers á Korputorgi í mars
Stefnt er að því að nýtt hátæknigagnaver, Reykjavík DC, verði tekið í notkun við Korputorg 1. mars. Gjaldþrot hollenska fyrirtækisins ICTroom, sem sá um skipulagningu framkvæmda og hönnun gagnaversins, hafði ekki teljandi áhrif á áætlanir um opnun.
10.01.2020 - 16:10
Bitcoin tvöfalt stærri en krónan
Notendahagkerfi rafmyntarinnar bitcoin er tvöfalt stærri en íslensku krónunnar. Raunvelta á mörkuðum með bitcoin eru þrír milljarðar dollara, um 375 milljarðar króna. Rafmynt er stærsti óháði gjaldmiðillinn sem ekki er gefinn út af seðlabanka.
21.07.2019 - 15:24
Telur framleiðslu bitcoin sóun á raforku
Fyrrum viðskiptaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að framleiðsla bitcoin sé sóun á orku og að það megi slá verulega varnagla við umhverfisáhrifunum sem henni fylgja því sóun orku sé eitt stærsta vandamálið sem jarðarbúar standa frammi fyrir.
17.07.2019 - 11:09
Stjórnvalda að ákveða viðbrögð við aflskorti
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvernig bregðast eigi við mögulegum aflskorti á Íslandi árið 2022. Ef ekki verður dregið úr rafmagnsnotkun eða meira framleitt af því, gæti þurft að skammta hér raforku innan þriggja ára. Þetta segir forstjóri Landsnets.
13.07.2019 - 21:32
Auknar líkur á raforkuskorti vegna gagnavera
Landsnet telur líkur á raforkuskorti innan þriggja ára, miðað við áætlaða notkun almennings og stórnotenda. Langstærsti hluti raforkunotkunar á Íslandi fer til stóriðju, eða um 83%.
13.07.2019 - 12:15
 · Gagnaver
Gagnaver Etix formlega opnað á Blönduósi
Nýtt 4000 fermetra gagnaver Etix á Blönduósi var formlega tekið í notkun í dag. Sveitarstjóri Blönduósbæjar segir afar mikils virði að fá slíka nýsköpun inn í samfélagið. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á vegum Etix á Blönduósi.
21.05.2019 - 19:03
Sindri fékk loforð um tugþúsundir evra
Allir sjö sakborningar í gagnaversmálinu svokallaða gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag, vegna þjófnaðar á um 600 tölvum úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi. Tveir sakborningar breyttu vitnisburði sínum og játuðu aðild að innbrotum í tvö gagnaver en segjast ekki hafa komið að skipulagi þeirra.
03.12.2018 - 20:15
 · Gagnaver
Ákæra sjö fyrir innbrot í gagnaver
Sjö eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð um síðustu áramót, að því er Fréttablaðið greinir frá. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september.
27.08.2018 - 06:20
Fyrsta skóflustungan að gagnaveri á Blönduósi
Fyrsta skóflustungan að gagnaveri á Blönduósi var tekin í dag. Í fyrstu verður um lítið gagnaver að ræða en framkvæmdastjóri Borealis Data Center segir mögulegt að byggja enn frekar upp á þessum stað.
23.05.2018 - 18:54
Varðhald yfir grunuðum tölvuþjófum framlengt
Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem hafa setið í haldi síðan í byrjun febrúar grunaðir um að tengjast innbrotum í þrjú gagnaver. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór lögregla fram á að mennirnir yrðu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins í næstu viku en dómari féllst einungis á að þeir sætu inni til miðvikudags.
02.03.2018 - 18:54
Reisa gagnaver á Korputorgi
Fyrsta gagnaverið í Reykjavík verður reist á Korputorgi. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Korputorgi síðdegis. Gagnaverið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Reiknistofu bankanna, Vodafone og Korputorgs, og mun hýsa gögn Reiknistofu bankanna. Þegar gagnaverið verður komið í fulla nýtingu verður orkuþörf þess á við orkuþörf allra heimila í landinu.
25.02.2018 - 15:15
Græða eða tapa á hávaðasömum heimagreftri
Ísland er talið gósenland fyrir gagnaver og slík starfsemi hefur verið í miklum vexti undanfarið, einkum á Ásbrú. Þau hýsa ofurtölvur og upplýsingar en þjónusta líka fyrirtæki sem grafa eftir rafeyri á borð við Bitcoin, Ethereum og Zcash. Sumir hafa hagnast verulega á að grafa rafeyri í bílskúrnum heima hjá sér. Skatturinn klórar sér í hausnum og stjórnvöld bíða eftir ESB.
03.02.2018 - 10:03