Færslur: gæludýr

Vilja að hundaeftirlitið sinni hundum
Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt yfir milljarð í hundaleyfisgjöld frá árinu 2007. Þetta segir Freyja Kristinsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Félagið sendi kvörtun til umboðsmanns borgarbúa þar sem þess er krafist að fénu verði eingöngu varið í hundahald en ekki önnur verkefni borgarinnar.
Myndskeið
Þórólfur: Fólk ætti ekki að fá sér tígrisdýr
Það gæti verið óvarlegt að fá sér tígrisdýr á tímum heimsfaraldurs kórónaveirunnar, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag var hann spurður út í sýkingu kórónaveirunnar frá mönnum í dýr og hvort fólk ætti að forðast umgang við gæludýr.
06.04.2020 - 14:49
Myndskeið
Skjálfa og æla af hræðslu við flugeldasprengingar
Dýralæknir segir mikilvægt að eigendur gæludýra séu rólegir um áramótin þegar flugeldasprengingar kveða við, því það geti róað dýrin. Þau geti skolfið, ælt og verið of hrædd til þess að vilja fara út að pissa.
29.12.2019 - 18:36
Innlent · gæludýr · flugeldar · Hundar · kettir
Saltið óþægilegt fyrir ferfætlinga
Dreifing sjóvatns og salts á Akureyri í baráttu gegn svifryki hefur haft áhrif á ferfætlinga. Dýralæknir mælir með þvotti eftir göngutúra til að forðast særindi.
26.11.2019 - 15:29
Flugeldar gætu valdið dýrum ofsahræðslu
Dýraeigendur eru beðnir um að huga vel að gæludýrum sínum á meðan flugeldaskotum stendur um og á áramótum. Sprengingar flugelda geta valdið dýrum ofsahræðslu. Matvælastofnun bendir á það í tilkynningu að dýrin geti valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við þessar aðstæður.
29.12.2018 - 07:35
Jólaskreytingar geta verið hættulegar dýrum
Hefðbundnu jólahaldi á heimilum geta fylgt ýmsar hættur fyrir gæludýrin. Til dæmis geta sælgæti, jólaseríur og skreytingar valdið dýrunum meiri vandamálum en gleði. Á vef MAST er að finna ýmsar leiðbeiningar sem gott er fyrir gæludýraeigendur að hafa í huga yfir hátíðirnar.
20.12.2018 - 09:55
Leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gæludýrahald verði leyft í félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Því er íbúum nú leyfilegt að halda hunda eða ketti.
07.09.2018 - 19:28
Loki var lækning við þunglyndi
Loki býr í New York og vekur athygli hvert sem hann fer. Hann er sömuleiðis mjög ástríkur, kelinn og félagslyndur. Hann hefur sérstaka ánægju af löngum lúrum, eftirlætis maturinn hans er kjúklingur og eggjahræra og honum þykir einkar gott að láta klóra sér á kollinum. Það má einnig fylgja sögunni að Loki er köttur.
18.04.2018 - 11:25
Fegurðarsamkeppni kattanna
„Það er annars vegar metið út frá ræktunarstaðli og hins vegar er þetta fegurðarsamkeppni,“ sagði Ólafur Sturla Njálsson um vorsýningar Kynjakatta sem haldnar voru í Officera-klúbbnum í Reykjanesbæ um helgina. Lestin á Rás 1 spjallaði við þátttakendur.
17.03.2018 - 09:45
Samþykktu einróma að leyfa gæludýr í strætó
Stjórn Strætó bs. samþykkti einróma á fundi sínum í dag að leyfa farþegum að taka gæludýr með í strætó. Óljóst er hvenær leyfið tekur formlega gildi. Öll dýrin, nema hundar, verða að vera í búri.
02.02.2018 - 15:44
Bráðsmitandi sýking í hundum og köttum
Töluvert hefur verið um væga öndunarfærasýkingu meðal hunda og katta á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Nú virðist hún vera að stinga sér niður úti á landi og í gær bárust fréttir um einkenni í hundum og köttum á Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
10.11.2017 - 16:56
Kanna gæludýrahald Íslendinga.
Þjóðminjasafnið hyggst kanna gæludýrahald Íslendinga og hefur sett upp spurningaskrá á vefsíðu sína þar sem almenningur er beðinn um að veita upplýsingar um gæludýr og tengsl manna og dýra.
23.12.2016 - 13:54