Færslur: Gabríela Friðriksdóttir

Viðtal
Þetta er bara eins og hver önnur vinna
„Ég er búin að læra það með árunum að hver dagur er vinna. Því meira jafnvægi og stöðugleiki sem er í vinnunni því betur skilar þú orkunni í verkin,“ segir Gabríela Friðriksdóttir. Gabríela opnaði sýningu í Hverfisgallerí um liðna helgi og bauð Víðsjá heim af því tilefni.
Velur liti eftir bragði
„Þetta er rosalega nálægt mér þannig að þetta er svolítið eins og að opna hjarta sitt,“ segir Gabríela Friðriksdóttir listamaður sem sýnir 55 ný verk í Hverfisgallerí um þessar mundir. Þar má sjá samantekt verka sem ólíkt öðrum verkum hennar eru unnin á striga. Höfundareinkennin eru þó enn til staðar; litagleði, grímur af ýmsum toga og ríkjandi fantasíuyfirbragð.
12.04.2018 - 11:04