Færslur: G7

Trump heggur í sama knérunn á Twitter
Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á forsætisráðherra Kanada áfram á Twitter í nótt. Hann segir Kanada mokgræða á viðskiptum sínum við Bandaríkin, á meðan Bandaríkin fái lítið til baka.
11.06.2018 - 04:21
Leiðtogar munnhöggvast í kjölfar fundar G7
Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogar hinna G7-ríkjanna hafa skipst á skotum í kjölfar fundar þeirra sem lauk í gær. Svo virðist sem samstarf ríkjanna sem alla jafna hefur verið með besta móti sé í uppnámi. Eftir átakafund virtist vera sátt um sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna sjö en á síðustu stundu dró Trump samþykki sitt til baka sem hleypti öllu í bál og brand.
10.06.2018 - 18:41
Erlent · Stjórnmál · G7
Segir Trudeau hafa stungið Bandaríkin í bakið 
Deilum í kjölfar fundar G7-ríkjanna virðist ekki ætla að ljúka í bráð. Helsti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, hefur lýst því yfir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafi stungið Bandaríkin í bakið í kjölfar fundarins. 
10.06.2018 - 14:11
Erlent · G7
Pútín segir yfirlýsingu G7 innantómt þvaður
Vladimír Pútín Rússlandsforseti kveðst reiðubúinn að eiga fund með Donald Trump, starfsbróður sínum í Bandaríkjunum, hvenær sem stjórnvöld í Washington eru tilbúin. Þessu greindi Pútín frá við blaðamenn í Kína þar sem hann er í opinberri heimsókn.
10.06.2018 - 08:12
Erlent · Rússland · G7
Trump styður ekki sameiginlega yfirlýsingu G7
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að biðja þingmenn Bandaríkjaþings um að styðja ekki sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga G7 ríkjanna. Hann segir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafa logið á blaðamannafundi að leiðtogafundinum loknum og Kanada leggi háa tolla á bandarískar vörur.
09.06.2018 - 23:17
Erlent · G7
Trump vill frjáls viðskipti milli G7-ríkjanna
Ekki náðist samkomulag milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og leiðtoga annarra ríkja í G7-hópnum um tollamál. Forsetinn lagði til að felldir yrðu niður allir tollar og aðrar viðskiptahindranir milli ríkja G7 sem ekki hlaut hljómgrunn meðal kollega hans.
09.06.2018 - 18:47
Þétt handaband Trump og Macron vekur athygli
Myndir af handabandi Donald Trump Bandaríkjaforseta og Emmanuel Macron forseta Frakklands á fundi G7-ríkjanna í Quebéc í Kanada hafa verið til umræðu á samfélagsmiðlum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem handaband forsetanna vekur athygli en í júlí síðastliðnum tókust þeir félagar í hendur í heilar 29 sekúndur þegar Trump var gestur Macron á þjóðhátíðardegi Frakka.
09.06.2018 - 16:00
Erjur í seinni hluta G7 fundar
Ekki hefur verið leyst úr erjum G7 ríkjanna á tveggja daga leiðtogafundinum sem enn stendur yfir í Quebec í Kanada. Leiðtogana greinir á um nokkra hluti og viðskiptastríð vofir enn yfir eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að setja tolla á innflutt ál og stál frá þjóðum sem yfirleitt teljast til vinaþjóða Bandaríkjanna.
09.06.2018 - 13:22
Erlent · G7
Trump bjartsýnn á sameiginlega yfirlýsingu
Leiðtogar G7 ríkjanna eru sammála um að viðræðum hafi miðað vel áfram í dag. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Haft var eftir embættismanni af fundinum fyrr í dag að mikill ágreiningur hafi verið milli leiðtoganna, en Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi meina að viðræðurnar væru búnar að vera opnar og beinskeittar. 
09.06.2018 - 01:39
Erlent · G7
Trump vill Rússa aftur í G7 
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að Rússland ætti að fá aftur inngöngu í G7 hópinn, samtök stærstu iðnríkja heims. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í aðdraganda fundar G7 ríkjanna í Kanada. Rússlandi var vísað úr G7 fyrir fjórum árum eftir að Rússar hertóku Krímskaga. 
08.06.2018 - 14:13
Trump ætlar fyrr heim af G7 fundi
Bandaríkjaforseti hyggst yfirgefa leiðtogafund G7 ríkjanna snemma á laugardag, nokkrum klukkustundum áður en fundinum lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu að sögn CNN. Forsetinn lætur ráðgjöfum sínum eftir að sitja síðustu fundina. 
08.06.2018 - 04:49
Erlent · Bandaríkin · G7
Stefnir í hörð átök á fundi G7 stórveldanna
Allt bendir til þess að hart verði tekist á um alþjóðleg viðskipti á tveggja daga fundi G7 ríkjanna, helstu iðnríkja heims, sem hefst í Quebec í Kanada á morgun. Viðskiptastríð vofir yfir, eftir að stjórnvöld í Washington ákváðu að hækka tolla á vörur frá helstu vinaþjóðum Bandaríkjanna. Forseti Frakklands virðist boða viðvarandi samstöðu sex stórvelda gegn Bandaríkjunum.
07.06.2018 - 22:41
Erlent · G7 · Bandaríkin
Búist við deilum á leiðtogafundi G7 ríkjanna
Búast má við átakafundi þegar leiðtogar G7 hópsins, - sjö helstu iðnríkja heims, - hittast á fundi í Kanada á morgun. Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að leggja verndartolla á innflutt stál og ál mælist einkar illa fyrir og því er talið að Donald Trump forseti fái á sig harða gagnrýni.
07.06.2018 - 16:33
Erlent · Stjórnmál · G7
Trump frestar ákvörðun um loftslagssáttmála
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ætlar að fresta ákvörðun sinni fram í næstu viku um hvort stjórnvöld í Washington draga sig út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Þetta var niðurstaða tveggja daga leiðtogafundar helstu iðnríkja heims úr G7 hópnum svokallaða, sem lauk á Ítalíu í dag. Leiðtogar hinna ríkjanna sex stóðu saman um að virða sáttmálann. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði að niðurstaðan af fundinum hafi ekki verið nógu góð.
27.05.2017 - 14:30
  •