Færslur: G20

Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Sádar herða tökin gegn andófi og málfrelsi
Mannréttindasamtök segja stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa blygðunarlaust aukið ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og andófsfólki í landinu undanfarna sex mánuði og aftökum hefur fjölgað.
Ísland og 129 önnur ríki styðja alheimsfyrirtækjaskatt
Ísland er í hópi 130 ríkja sem lýst hafa yfir stuðningi við áform G7-ríkjanna um samræmdan lágmarksfyrirtækjaskatt.
02.07.2021 - 20:00
Erlent · Innlent · G7 · G20 · Janet Yellen
myndband
Ætla að tryggja fátækum ríkjum bóluefni
Leiðtogar tuttugu helstu iðnríkja heims, G20, samþykktu í dag að tryggja jafnan aðgang allra jarðarbúa að bóluefni við COVID-19. Varað hefur verið við að fátækari ríki heims verði útundan þegar dreifing á bóluefni hefst. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti yfir áhyggjum af því, eftir fundinn, að ekki sé í höfn allsherjar samkomulag um bólusetningu í fátækum ríkjum.
22.11.2020 - 19:15
Hvetur leiðtoga G20 til djarflegrar ákvarðanatöku
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur leiðtoga G20 ríkjanna, sem koma saman í Sádi-Arabíu næstu helgi, til að sýna metnað og djörfung í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum.
18.11.2020 - 00:37
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Tækifæri til að byggja réttlátari heim
Þrátt fyrir að efnahagslíf heimsins sýni ákveðin batamerki stendur það frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Meðal þeirra er möguleikinn á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.
G20: COVID-19 sýndi veikleika í heilbrigðiskerfum
Kórónuveirufaraldurinn sýndi fram á kerfislæga veikleika í heilbrigðiskerfum heims. Þetta sagði í tilkynningu sem heilbrigðisráðherrar G20-ríkjanna sendu frá sér eftir viðræður um fjarfundarbúnað í gær. Faraldurinn hefði einnig staðfest varnarleysi heilbrigðiskerfisins á heimsvísu við ógn sem þessari.
20.04.2020 - 08:41
„G19“ heita að framfylgja Parísarsáttmálanum
Nítján meðlimir G20 hópsins - allir nema Bandaríkin - samþykktu í morgun „óafturkallanleika" Parísarsamkomulagsins um aðgerðir í loftslagsmálum, og hétu því í sameiginlegri yfirlýsingu að framfylgja því til hins ýtrasta. Orðalag yfirlýsingarinnar er nær samhljóða yfirlýsingu þessara sömu átján ríkja og Evrópusambandsins, sem samþykkt var á leiðtogafundi G20 í Buenos Aires í Argentínu í fyrra, þrátt fyrir mótbárur Bandaríkjanna.
Kína og Bandaríkin hefja viðræður á ný
Donald Trump, Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, sammæltust um það á fundi sínum í Osaka í morgun að taka aftur upp þráðinn í samningaviðræðum um lausn á viðskiptadeilu ríkjanna. Trump sagði fund þeirra Xi hafa verið „stórgóðan" og að samningaviðræðurnar færu brátt á fullan skrið á nýjaleik. Stjórnin í Peking hefur þegar staðfest að ákveðið hafi verið að hefja viðræður að nýju og að þær eigi að fara fram „undir merkjum sanngirni og gagnkvæmrar virðingar."
29.06.2019 - 07:23
Trump vill hitta Kim til að „segja halló“
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist gjarnan vilja heilsa upp á Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, þegar hann bregður sér til Suður Kóreu í næstu viku. Trump er á leiðtogaráðstefnu G20-ríkjanna í Osaka í Japan og mun halda þaðan til Seúl, þar sem þeir Moon Jae-in, forseti Suður Kóreu, ætla að ráða ráðum sínum.
29.06.2019 - 00:24
May sagði Pútín að skipta sér ekki af
Fundur G20-ríkjanna, stærstu iðnríkja heims, stendur nú yfir í Osaka í Japan. Viðskiptadeilur Bandaríkjanna við hin ýmsu ríki og harðnandi deilur þeirra við Írana eru ofarlega á blaði á fundinum, en einnig tekist á um umhverfis- og loftslagsmál.
28.06.2019 - 11:46
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan · G20
Leiðtogafundur G20 ríkjanna hafinn
Tveggja daga leiðtogafundur G20-ríkjanna, 19 stærstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, hófst í Osaka í Japan í dag.Leiðtogar ríkjanna hafa streymt til Japans hver af öðrum síðustu daga og grannt er fylgst með hverju orði sem þar fellur, enda töluverð spenna milli leiðtoga einstakra ríkja.
28.06.2019 - 06:53
Efnahagsmál · Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan · Bandaríkin · Rússland · Þýskaland · G20
Xi og Abe ræða aukið samstarf Kína og Japans
Xi Jinping, forseti Kína, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, funduðu í Osaka í Japan í dag, þar sem leiðtogafundur G20 ríkjanna fer fram um helgina. Svo virðist sem samskipti þessara asísku stórvelda fari vaxandi og batnandi, en samband ríkjanna hefur löngum verið giska stirt. Erlendir fréttaskýrendur segja áhyggjur af stefnu og framgöngu Bandaríkjamanna í utanríkisviðskiptum og kjarnorkuvopnaáætlun Norður Kóreu ýta undir aukið samstarf ríkjanna.
28.06.2019 - 02:10
Viðskipti · Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan · Kína · G20
Vígreifur Trump skammar vini jafnt sem fjendur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lætur skammirnar ganga yfir hverja þjóðina á fætur annarri í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna, þar sem 19 stærstu iðnríki heims og Evrópusambandið eiga fulltrúa. Í viðtali sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Fox Business í gær, sama dag og forsetinn lagði af stað til Osaka, þar sem leiðtogafundurinn fer fram, fór hann hörðum orðum um Kína, Víetnam, Þýskaland og Japan. Í morgun bættist svo Indland á lista ríkja sem Trump lætur heyra það fyrir fundinn.
27.06.2019 - 05:51
Viðskipti · Erlent · Asía · Evrópa · Norður Ameríka · Stjórnmál · Bandaríkin · Kína · Japan · Indland · Þýskaland · Víetnam · G20
Pútín fordæmir viðskiptaþvinganir
Vladimir Pútín Rússlandsforseti fordæmdi grimmilega notkun viðskiptaþvingana og verndarstefnu í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu G20 ríkjanna í Buenos Aires í Argentínu í dag. Hann sagði öllum augljóst að óheiðarleg samkeppni hafi tekið við af ærlegum samræðum byggðum á jafnrétti meðal ríkja. Ríki heims fari framhjá reglum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaviskiptasambandsins og alþjóðlegra viðmiða þegar þú beiti grimmilegum einhliða viðskiptaþvingunum, sagði Pútín.
30.11.2018 - 15:21
Myndband
Trump slaufar fundinum með Pútín
Donald Trump Banaríkjaforseti hefur aflýst fundinum með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á leiðtogafundi G20- ríkjanna í Argentínu á morgun. Atburðir sem hafa valdið óróleika í alþjóðasamfélaginu setja mark sitt á fundinn.
29.11.2018 - 22:20
Erlent · G20
31 mánaðar fangelsi fyrir að kasta flöskum
21 árs Hollendingur var í dag dæmdur í tveggja ára og sjö mánaða fangelsi vegna þátttöku í óeirðum í Hamborg í júlí, þegar leiðtogar G20 funduðu í borginni.
28.08.2017 - 17:02
Vill að óeirðarseggir verði merktir með ólum
Þeir sem eru taldir líklegir til að efna til óeirða ættu að njóta takmarkaðs ferðafrelsis og vera merktir með sérstökum ólum. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas de Maiziere, á vef BBC. Eins og kunnugt er voru miklar óeirðir í Hamborg í kringum ráðstefnu G20-ríkjanna fyrr í mánuðinum en hugmyndum Thomas de Maiziere er ætlað að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Með ólunum væri hægt að fylgjast með staðsetningu grunaðra uppþotsmanna.
15.07.2017 - 19:52
Erlent · Evrópa · G20 · Þýskaland
Þvinganir vegna Krímskaga verða áfram í gildi
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga verða áfram í gildi. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í dag. Kvaðst hann ekki taka til greina að slaka á þvingunum fyrr en „vandamálin í Úkraínu og Sýrlandi“ væru leyst. Aftur á móti talaði hann fyrir „uppbyggilegra“ sambandi við Rússa eftir fund hans við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Hamborg á föstudag. Fréttastofa BBC segir frá þessu.
09.07.2017 - 19:51
Trump og Pútín: Ólík líkamstjáning leiðtoganna
Þjóðarleiðtogarnir Donald Trump og Vladmír Pútín hittust í fyrsta skiptið augliti til auglitis á ráðstefnu G20-ríkjanna sem lauk í Hamborg á föstudag. Var það um margt sögulegur fundur og mörg mál til umræðu, þar á meðal málefni Sýrlands og Norður-Kóreu. Meðal þess sem vakti athygli hjá hinum ýmsu fjölmiðlum var ólík líkamstjáning leiðtoganna, hvort sem um var að ræða handaband, augnsamband eða líkamsstöðu.
09.07.2017 - 17:42
Óvæntar breytingar á G20: Tyrkir ekki með
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er ekki samstíga flestum leiðtoga G20 ríkjanna í afstöðu sinni til loftslagsmála. Angela Merkel las í dag sameiginlega yfirlýsingu allra G20 ríkja utan Bandaríkjanna um skuldbindingu þeirra við Parísarsáttmálann. Blekið var hinsvegar varla þornað á yfirlýsingunni þegar Erdogan lýsti yfir vissum skilyrðum við þátttöku Tyrkja í Parísarsáttmálanum, eins og sagt er frá á vef Der Spiegel.
08.07.2017 - 20:08
Erlent · G20 · Erdogan
G20: Bandaríkin einangruð í loftslagsmálum
Nítján af þeim tuttugu ríkjum, sem sækja G20-fundinn í Hamborg, hafa samþykkt sameiginlega yfirlýsingu um skuldbindingu þeirra við Parísarsáttmálann. Sáttmálinn er sagður óafturkallanlegur í yfirlýsingunni, sem bendir á einangraða stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum. Eins og þekkt er dró Trump Bandaríkin úr Parísasáttmálanum í upphafi síðasta mánaðar.
08.07.2017 - 15:58
Ivanka Trump sat fund á G20 í fjarveru Donalds
Ivanka Trump tók í dag sæti föður síns, Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, á fundi á ráðstefnu G20 ríkjanna sem fram fer í Hamborg um þessar mundir. Donald Trump brá sér stuttlega afsíðis af fundi og fundaði Ivanka með fulltrúum G20 ríkjanna í hans stað. Þetta þykir mjög óeðlilegt og á sér engin fordæmi, segir fréttaritari BBC. Ivanka Trump er vissulega einn af ráðgjöfum Donalds en í fjarveru þjóðarleiðtoga eru yfirleitt háttsettir ráðamenn á fundum sem þessum.
08.07.2017 - 13:43
Erlent · G20 · Ivanka · Trump