Færslur: Fyrri heimsstyrjöld

Óróapúls 1922
Umbrotatímar í heimssögu settu svip á listsköpun
„Það leikur ekki vafi á því að spænska veikin og heimsstyrjöldin, þetta mikla uppnám á vesturlöndum hafði mikil áhrif,“ segir Ástráður Eysteinsson. Hann fjallar um verk T.S. Eliots og James Joyce í nýjum þáttum sem nefnast Óróapúls 1922 og eru á dagskrá á Rás 1 um páskana.
14.04.2022 - 12:00
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Skólar rýmdir vegna efnavopna
Tveir skólar í Potsdam í Þýskalandi voru rýmdir í gær eftir að efnavopn úr fyrri heimsstyrjöldinni fannst í nágrenni þeirra. Nokkur hylki með ertandi gasi fundust þegar verið var að grafa grunn nærri skólunum. Deutsche Welle hefur eftir Juliane Güldner, talskonu borgarráðs Potsdam, að efnin hafi verið í það litlu magni í hylkjunum að börnunum hafi ekki stafað ógn af.
17.09.2019 - 06:10
Viðtal
Fyrra stríðið leiddi til fullveldis Íslands
Fyrri heimsstyrjöldin varð til þess að Danir og Íslendingar gengu til samninga um fullveldi Íslands sumarið 1918. Þetta segir Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur. Hann var gestur Morgunvaktar Rásar 1 í tilefni þess að í dag eru 100 ár síðan skrifað var undir Versalasamninginn. Í dag eru líka 105 ár síðan Gavrilo Princip myrti Frans Ferdinand krónprins og erkihertoga Austurríkis-Ungverjalands. Sá atburður er oft talinn kveikjan að fyrri heimsstyrjöldinni.
28.06.2019 - 10:20
Engir flúið frá Venesúela til Tyrklands
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, vísaði því á bug í morgun að háttsettir embættismenn hefðu flúið þangað frá Venesúela.
27.02.2019 - 08:57
Handsprengja fylgdi kartöflusendingunni
Starfsmenn við kartöfluflöguframleiðslu í Hong Kong urðu án efa nokkuð skelkaðir þegar þeir fóru í gegnum sendingu sem þeim barst frá Frakklandi. Á meðal kartaflanna var nefnilega þýsk handsprengja frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
03.02.2019 - 06:57
Yfir aldargömul ráðgáta leyst
Eftir rúmlega aldarleit fannst fyrsti kafbátur Ástrala loks á hafsbotni undan ströndum Papúa Nýju-Gíneu. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum í Ástralíu. Kafbáturinn hvarf 14. september 1914 nærri eyjaklasa við Papúa Nýju-Gíneu með 35 manna áhöfn.
21.12.2017 - 05:53
Úr rústum fyrri heimsstyrjaldar...
Laugardaginn 28.júní 2014 verða 100 ár síðan Franz Ferdinand krónprins Austurríkis-Ungverjalands var skotinn til bana en sá atburður er gjarnan talinn marka upphafið að heimsstyrjöld sem átti eftir að geisa næstu fjögur árin.
27.06.2014 - 11:44