Færslur: Fyrirtæki

Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.
Útlánsvextir til fyrirtækja magna niðursveifluna
Niðursveiflan í hagkerfinu hefur magnast með því að útlánsvextir til fyrirtækja hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabankans.
175 milljónir í sektir fyrir að skrá ekki eigendur
Hátt í sex hundruð fyrirtæki hafa verið sektuð fyrir að láta hjá líða að skrá raunverulega eigendur sína líkt og nýleg lög kveða á um. Lögin voru sett til að bregðast við því að Ísland var sett á svokallaðan gráan lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti. Samkvæmt skriflegu svari Fyrirtækjaskrár við fyrirspurn Fréttastofu RÚV kemur fram að dagsektir nemi tíu þúsund krónum. Heildarfjárhæð sekta Fyrirtækjaskrár eru rúmar hundrað sjötíu og fimm milljónir króna.
30.06.2020 - 12:04
Hefur greitt bætur vegna 1.897 starfsmanna í sóttkví
Vinnumálastofnun hefur nú greitt út 81 milljónir króna vegna einstaklinga sem misst hafa úr vinnu vegna kórónaveirunnar. 
12.06.2020 - 10:20
Viðtal
Sjálfbærar áherslur krefjist hugrekkis
Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum.  Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki.