Færslur: Fyrirtæki

Sjónvarpsfrétt
Ölgerðin gefur starfsfólki hlutabréf
Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.
Sameiginlegar áskoranir dreifðari byggða
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir samfélagsmiðladegi landsbyggðarfyrirtækja, þann 19. janúar, í samvinnu við aðila frá þremur öðrum löndum. Fyrirtæki í dreifðari byggðum eigi við sams konar áskornir að etja óháð heimshluta. Markmið verkefnisins er að vinna úr þeim áskorunum.
19.01.2022 - 15:41
Omíkron hægir á endurkomu starfsmanna á vinnustað
Bandarísk stórfyrirtæki neyðast til að endurmeta áætlanir sínar um að starfsfólk snúi aftur á vinnustöðvar sínar í ljósi útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Skyldubóluefnaáætlun Bidens úrskurðuð lögleg
Sjötti alríkisáfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að áfram skyldi haldið með skyldubólusetningaráætlun Biden stjórnarinnar. Líklegt þykir að niðurstöðunni verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Lögreglan varar við svikatilkynningum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tilraunum til fjársvika gegnum tilkynningar í nafni þekktra og traustra fyrirtækja á borð við Póstinn, Netflix og DHL. Í tilkynningu segir að nokkur fjöldi fólks hafi fallið í gildru svikahrappa sem noti tilkynningar sem líti sannfærandi út.
Á fimmta þúsund fólksbíla nýskráð á árinu
Alls voru skráðir 1.338 nýir fólksbílar í maímánuði sem er 159% aukning frá sama tíma í fyrra þegar þeir voru 519 talsins. Heildarsalan hefur aukist um næstum 25% fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið 2020. Bílaleigur keyptu margfalt fleiri bíla í maí en á sama tíma í fyrra.
Bjartsýni á efnahagsbata í Þýskalandi
Peter Altmaier, efnahagsráðherra Þýskalands, segir ástæðu til bjartsýni á efnahagsbata í landinu eftir mjög erfitt ár í skugga kórónuveirufaraldursins. Öll gögn bendi til þess að hagvöxtur í landinu verði hærri en þau þrjú prósent sem spáð var í janúar síðastliðnum.
Isavia rekið með ríflega 13 milljarða halla árið 2020
Afkoma Isavia samstæðunnar var neikvæð um sem nemur 13,2 milljörðum króna árið 2020. Viðnúningurinn er um 14,4 milljarðar króna milli ára. Þorra samdráttarins má rekja til þess að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 81% frá árinu á undan.
Viðtal
Segja atvinnulífið bera ábyrgð á kynjahlutfalli
Allir forstjórar fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru karlkyns. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár en hlutfallið er áfram það sama. Hluthafar með mikinn eignahluta í fyrirtækjum gætu breytt þessu að mati Stefaníu Guðrúnu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Eyri Venture Management.
Alls 734 milljónir greiddar í viðspyrnustyrki
Hátt í 600 umsóknir um viðspyrnustyrki bárust á fyrstu tveimur vikunum eftir að Skatturinn opnaði fyrir þær. Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að undanfarna mánuði hafi tugir milljarða króna verið greiddir í stuðning gegnum úrræði ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.
Útlánsvextir til fyrirtækja magna niðursveifluna
Niðursveiflan í hagkerfinu hefur magnast með því að útlánsvextir til fyrirtækja hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabankans.
175 milljónir í sektir fyrir að skrá ekki eigendur
Hátt í sex hundruð fyrirtæki hafa verið sektuð fyrir að láta hjá líða að skrá raunverulega eigendur sína líkt og nýleg lög kveða á um. Lögin voru sett til að bregðast við því að Ísland var sett á svokallaðan gráan lista alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti. Samkvæmt skriflegu svari Fyrirtækjaskrár við fyrirspurn Fréttastofu RÚV kemur fram að dagsektir nemi tíu þúsund krónum. Heildarfjárhæð sekta Fyrirtækjaskrár eru rúmar hundrað sjötíu og fimm milljónir króna.
30.06.2020 - 12:04
Hefur greitt bætur vegna 1.897 starfsmanna í sóttkví
Vinnumálastofnun hefur nú greitt út 81 milljónir króna vegna einstaklinga sem misst hafa úr vinnu vegna kórónaveirunnar. 
12.06.2020 - 10:20
Viðtal
Sjálfbærar áherslur krefjist hugrekkis
Í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna og af því tilefni stóðu Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrir fundi um markmið sem Norðurlandaþjóðirnar hafa sett sér á sviði sjálfbærni og hvað fyrirtæki geta lagt af mörkum til að ná þeim markmiðum.  Framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, segir að stjórnvöld þurfi að setja ramma og stjórnendur fyrirtæki þurfi að sýna hugrekki.