Færslur: Fullveldisafmæli

Fullveldishátíð um land allt
Íslendingar fagna því í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki hinn 1. desember 1918 og er þessara tímamóta minnst með margvíslegum hætti víða um land.
01.12.2018 - 07:26
Alþingishúsið opið gestum á fullveldisafmæli
Dyr Alþingishússins verða opnaðar almenningi laugardaginn 1. desember, þegar þess verður minnst að 100 ár eru frá því sambandslagasamningurinn tók gildi og Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að fólki gefist þarna tækifæri til að sjá hluta af húsinu sem það hefur ekki aðgengi að aðra daga ársins.
Allt fullveldið er undir hjá Stuðmönnum
Hljómsveitina Stuðmenn ætti ekki að þurfa að kynna sérstaklega og margir þekkja hana sem hljómsveit allra landsmanna. Það ætti því ekki að þykja annað en eðlilegt að Stuðmenn fagni fullveldi Íslands á sinn hátt. Það munu þeir gera undir yfirskriftinni Stuðmenn í öllu sínu fullveldi.
10.10.2018 - 16:40
Mótþrói á fullveldisafmæli
Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands opnar Bókmenntaborgin Reykjavík októbermánuð með ljóðaviðburði í Iðnó sem nefnist Mótþrói. Um leið verða gefnar út tvær ljóðaarkir með ljóðum sem ort voru að gefnu tilefni.